Vesturland

Ukioqatigiit

Vesturland - 05.08.1949, Qupperneq 1

Vesturland - 05.08.1949, Qupperneq 1
Ríkissjóður skuldar ísafirði 2b milj. Stefán Jóhann hótar ísafirði opinberu eftirliti Svo virðist, sem ofsóknarbrjálæði krataforingjanna gegn Isafirði sé engin takmörk sett. Vegna 360 þús. kr. skuldar við Tryggingarstofnun ríkisins hótar Stefán Jóhann Isafirði opinberu eftirliti viku fyrir næstu kosn- ingar. Á sama tíma skuldar ríkissjóður Isafirði rúmlega 600 þús. kr., vegna skólabygginganna, sem löngu eru fullgerð- ar. Miðað við íbúaf jölda svarar það til þess, að ríkið skuld- aði Reykjavík um 11 miljónir, en skuldar henni aðeins 3,5 miljónir, eða þrisvar sinnum lægri upphæð. Hin ríka höfuðborg kvartar, hvað þá Isafjörður, en svar Stefáns Jóhanns er grímulaus hótun um að svipta Isfirðinga for- ræði eigin mála og senda reykvískan krata til að stjórna bænum. Vér, ísfirðingar, mótmælum allir. Vaxandi fylgi. I örvæntingafullri bræðj, yf- ir þvi að sjá fylgi Sjálfstæðis- flokksins hér i bænum aukast dag frá degi, jafnframt því að í'inna sitt eigið fylgi fara að sama skapi þverrandi, hafa kratarnir nú slegið út síðasta trompinu, með því að knýja félagsmálaráðuneytið undir stjórn Stefáns Jóhanns hins sænska og pýramitaspámanns- ins Jónasar Guðmundssonar til þess að hóta Isafjarðai’kaup- stað opinberu eftirliti, hafi skuld bæjarins við Trygginga- stofnun rikisins ekki verið greidd fyrir 20. jan. n. k. Menn taki eftir 20. jan. n. k. Næstu bæ j arst j órnarkosn- ingar fara fram milli 20.—30. sama mánaðar. Með þessu telj a kratarnir sig liafa fengið í hendurnar vopn, sem bita skal i komandi kosningahríð. Ekki fyrsta kveðjan. En svo vill oft verða, að lítið verður úr því högginu, sem hæst er reitt, og svo mun hér fara. Kratarnir hafa áður ætlað að höggva stórt með njalp fé- lagsmálaráðuneytisins, en þau högg hafa ætíð snúist gegn þeim sjálfum, þeim til lítillar sæmdar, en félagsmálaráðu- neytinu til háðungar og van- virðu. Annars virðist tími til kominn fyrir liina greindari og gætn- ari ráðherra í ríkisstjórninni, að talca í taumana og koma i veg fyrir að kratinn Stefán Jóhann, sem ábyrgð ber á fé- lagsmálaráðuneytinu, láti á- byrgðalausa menn eins og babbadrenginn Birgir Finnsson og Grim rakara segja sér fyrir verkum Þjóðin á skjlausan rétt á því, að l'élagsmálaráðuneytið, sem fer með æðsta vald í bæj- ar- og sveitastj órnarmálum, fari samvizkusamlega og virðu- lega með vald það, sem þvi er fengið, en sé ekki leiksoppur fyrir deyjandi flokksbrot Al- þýðuflokksins hér vestur á Isa- firði. Afskipti félagsmálaráðu- neytisins af málefnum Isafjai'ð arbæjar nú undanfarin ái’, hafa verið öll með þeim end- emum, að furðu gegnir að nokkurt opinhert stjórnarvald skuli hafa getað látið hafa sig til slikra athafna, jafnvel þótt vonir örfárra krataforingj a stæðu til þess, að það kynni að geta haldið hinni hripleku og sökkvandi „Finnbjörgu“ Al- þýðuflokksins hér á Isafirði, lítið eitt lengur á floti. Það er rétt að Isafjarðarbær skuldar Tryggingarstofnun rík- isins eftirstöðvar af framlögum kaupstaðarins til tryggingar- sjóðs fyrir árin 1947 og 1948, þrátt fyrir það að núverandi meirihluti hafi haft fullan vilja á því, að standa í skilum. Tregða ríkissjóðs að greiða lögákveðin framlög tii skóla- bygginganna hefur gert það að verkum að bæjarsjóði hefur verið ómögulegt að inna þess- ar greiðslur af hendi. Vanefnd- ir bæjarsjóðs við Tryggingar- stofnunina stafar því fyrst og fremst af vanefndum ríkis- sjóðs við bæjarfélagið. Fleiri í sömu sök. En það munu vera fleiri bæir en Isafjörður, sem reynzt hef- ur ofraun að inna af höndum framlög sín til tryggingarsjóðs. Fróðlegt væri að vita hvaða ráðstafanir félagsmálaráðu- neytið hefur í hyggju að gera gagnvart þeim. Þegar tryggingarlöggjöfin var sett 1946 óttuðust margir, og það ekki að ástæðulausu, að framlög sveita- og bæjarfélaga til tryggingarsj óðs samkvæmt 114 gr. eins og þau þar voru ákveðin, yrðu sveitafélögum ó- viðráðanleg. Þetta virðist nú vera að koma á daginn. Gjörbreytt viðhorf. Siðan tryggingarlögin voru sett 1946, hafa miklar breyt- ingar átt sér stað , bæði i at- vinnu- og fjármálalífi þjóðar- innar. Tekjustofnar sveita- og bæjarfélaga hafa yfirleitt farið lækkandi vegna minnkandi op- inberra framkvæmda, algerðs aflabrests á síldveiðum og þar af leiðandi hrörnandi afkomu bátaútvegsins. Á sama tima hafa allar framkvæmdir, sem bæjar- og sveitafélög hafa stað- ið fyrir, hækkað stórkostlega. Allt þetta hefur leitt til þess að bæjarfélögin hafa stöðugt orð- ið að mæta nýjum og ófyrirsjá- anlegum fjárhagsörðugleikum ár frá ári. Lánsf j árskortur. Við þetta bætist svo að allar lánsstofnanir liafa dreg- ið mjög úr lánstarfsemi sinni, svo nær því ómögulegt hefur verið að fá rekstrarlán eða lán Héraðsmót S j álf stæðismanna um helgina. Guiiimr Thoroddsen. Gunnar Thoroddsen, borgar- stjóri i Reykjavik mætir á héraðsmóti S j álf stæðismanna á Isafirði og við Djúp nú um helgina. Gunnar Thoroddsen er löngu þjóðkunnur maður vegna afskipta sinna af þjóð- málum, enda einn mesti mælskumaður landsins. Hann var fyrst kosinn á Al- þing, sem landskjörinn þing- maður 1934—1937 og þingm., Snæfellinga er hann siðan 1942. Kosinn í bæjarstjórn Reykjavíkur 1938 og á þar enn sæti. Hann varð prófessor við lagadeild Háskóla Islands 1942 og gegndi því starfi, þar til hann tók við starfi borgar- stjórans i Reykjavik í febrúar 1947. Gunnar Thoroddsen er mörgum Vestfirðingum að góðu kunnur frá þvi hann var erindreki Sj álfstæðisflokksins og i framboði til Alþingis í Vestur-lsafjarðarsýslu. Vestur- land og allir Sjálfstæðismenn fagna komu þessa glæsilega fulltrúa flokksins á héraðsmót Sj álfstæðismanna hér vestra,. til opinberra framkvæmda, enda þótt rikisábyrgð væri fyr- ir hendi. Þegar allt þetta er tekið til Framhald á 2. síðu.

x

Vesturland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.