Vesturland

Árgangur

Vesturland - 05.08.1949, Blaðsíða 4

Vesturland - 05.08.1949, Blaðsíða 4
Úr bæ og byggð. Grænlandsveiðin. 1 skeyti, sem nýlega barst frá Björgvin Bjarnasyni, útgerðar- manni, sem staddur er við Grænland með skipum sínum, Gróttu, Richard, Huginn I og Huginn II., segir hann afla- brögð góð og vellíðan leiðang- ursmanna. Svo sem kunnugt er, var Björgvin upphafsmað- ur að Grænlandsveiðum Is- lendinga. Auk skipa Björgvins, er Eld- borg frá Borgamesi, ásamt 2 mótorbátum i samvinnu við enskan fiskileiðangur og leggja upp í tvö bresk móðurskip. Þá hefur Útvegur h.f. í Rvík sent strandferðaskipið „Súðin“ til Grænlands og er hún móð- urskip nokkurra mótorbáta. Meðal þeirra er Hafdís frá Isa- firði. öllum íslenzkum veiði- skipunum hefur gengið vel. Góður gestur. Axel Andrésson, íþróttakenn- ari er hér á vegum I. S.I. við íþróttakennslu. Jarðarför bændahöfðingjans, Jónasar Dósóþeussonar, hreppstjóra á Sléttu, fór fram frá Isafjarðar- kirkju í gær að viðstöddu fjöl- menni. Aðalfundur K.s.f. Ilarðar var haklinn 29. f. m. Starfsemi félagsins var mikil á s.l. ári og hafa aldrei fyrr verið farnar eins margar íþróttaferðir á einu ári. Aðaláhugamál félags- manna er bygging skíðaskálans sem staðið hefir yfir í tvö ár. Hafa skíðamenn félagsins nú þegar haft mikið gagn af hon- um, þótt hann sé enn ekki fullsmiðaður. Hörður er nú eina félagið í bænum, sem hef- ir aihliða íþróttastarfsemi á stefnuskrá sinni og tóku Harð- verjar þátt i öllum íþróttamót- um, sem fram fóru á s. 1. ári á starfssvæði I. B. I. Félagsmenn voru um síðustu áramót 357. Skuldlaus eign fé- lagsins nemur kr. 59.414,33 og hafði aukizt um rúmar 16 þús. kr. á síðasta ári. Stjórn félagsins skipa nú: Högni Þórðarson, formaður; Guðm. Benediktsson, varafor- maður; Gunnlaugur Ó. Guð- mundsson, ritari; Halla Krist- jánsdóttir, gjaldkeri; Albert K. Sanders, fjármálaritari; Guð- mundur Hermannss. og Daníel Sigmundsson, meðstjórnendur. Sundin kortlögð. Páll Ragnarsson, sjóliðsfor- ingi, kom hingað á vegum hafnarmálastjórnarinnar í sumar og mældi upp og kort- lagði innsiglingarsundið og hafnarsvæðið. Var þetta mikið verk sem Páll vann af miklum ra®w 3JGH® Sj/ksVFWZOWH SdRGFSSÆSJStmxm XXVI. árgangur. 5. ágúst 1949. 19. tölublaö. Miklar framkvæmdir í bænum. Mikil vinna hefur verið í bænum í sumar. Byggingar- vinna er með mesta móti, og mörg hús í smíðum. Þá hefur og verið mikil vinna á vegum bæjarins við ýmsar fram- kvæmdir. Vatnsveitan. Um 30 menn hafa að undan- förnu unnið við lagningu aðal- vatnsæðarinnar til bæ j arins frá Tunguá. Verkinu hefur skilað vel áfram og er leiðslan nú komin að Stakkanesi. Höfnin. Unnið er við hafnarbakkann í Neðsta. Er langt komið að steypa akkerisvegginn. Kemur nú að því að hægt sé að fara að vinna við uppfyllinguna. Ræktunarf ramkvæmdir. Skurðgrafan hefur nýlokið að grafa mikinn skurð, um 350 metra á lengd til þurkunar á landi. Hefur farvegi Kirkju- bólsár verið beytt og ánni veitt í skurðinn, en við það lækkar yfirljorð árinnar verulega, og aðstaða öll til þurkunar og framrækslu gerbreytist. dugnaði og vandvirkni. Að verkinu loknu lagði Páll athug- anir sínar fyrir hafnarnefnd. Taldi hann að sundin hefðu litið breytzt í 50 ár. Vitamála- stjóri hefur nú til athugunar hvaða úrbætur á innsiglingar- leiðinni sé nauðsynlegt og til- tækilegast að gera. MARIA JÚLlA. Björgunarskútu Vestfjarða var hleypt af stokkunum 21. f. m. í skípasmíðastöð Fred- riksunds. Dóttir forseta, Islands frú Anna Paturson, skírði skip- ið MARlA JULlA, samkvæmt óskum slysavarnafélaganna á Vestfjörðum, sem ákveðið hafa að leggja 200 þús. kr. til björg- unarskútunnar: Ósárbrú fullgerð. Nýlokið er smíði Ósárbrúar í Bolungarvík. Brúin er steypt bitabrú, 31 meter að lengd og 3,8 meter að breidd (utan mál) Ragnar Bárðarson, byggingar- meistari, byggði brúna í á- kvæðisvinnu. TAPAÐST hefur silfurarmband. Vin- samlegast skilist að Uppsöl- um (efri hæð). Rafveitan. Langt er komið viðbótar- byggingu rafstöðvarhússins i Engidal, þar sem dieselsam- stæðan verður sett upp. Verið er að ganga frá undirstöðum dieselvélarinnar, og verður inn an skamms hægt að koma henni niður. Sigurður Thoroddsen er væntanlegur til bæjarins á næstunni, til að gera nauðsyn- legar verkfræðilegar athugan- ir í sambandi við fyrirhugaða hækkun Fossavatnsstíflunnar. Lög'regluvarðstofa. Búið er að reisa lögreglu- varðsstofuna í Fjarðarstræti. Ingimundur ögmundsson, byggingarmeistari, annast framkvæmd verksins. Flugskýli. Unnið hefur verið að undan- förnu við flugskýlið i Suður- tanga. Hróplegt misrétti. Síðasta Alþingi setli nýjar reglur um greiðslu kjötuppbót- ar. Þessar nýju reglur eru í stuttu máli þannig: Nettótekj- ur manna eru niðurfærðar miðað við verðlag fyrir stríð. Persónufrádráttur n\anna er margfaldaður með tvcimur og hálfum. Ef hinn margfaldaði persónufrádráttur er lægri en niðurfærðar nettótekj ur fær viðkomandi enga kjötuppbót. Sé hinn margfaldaði persónu- frádráttur hinsvegar hærri, fær viðkomandi kjötuppbót, er nemur jafnmörgum krónum og persónu frádragið er hærra en hinar niðurfærðu nettótekj- ur, þó þannig að enginn getur fengið hærri kjötuppbót, en sem svarar 219 krónur á hvern heimilismann sinn. Þessar nýju reglur löggjaf- ans leiða til hróplegs ranglæt- is og misréttis milli þeirra sem búa í Reykjavík annarsvegar og sveitum og kaupstöðum hinsvegar, vegna þess, að per- sónufrádragið er lægra úti á landi en í Rcykjavík. Þannig er persónufrádragið vegna barns 700 kr. í Reykjavík, cn aðeins 600 kr. úti á landi. Af þessum sökum hafa menn úti á landi um langt skeið greitt hærri skatt til ríkisins, en reyk- víkingar af sömu tekjum. Þessi frádráttarregla er rang- lát vegna þess, að öll vara er mun dýrari en úti á landi en í Reykjavík. Ef til vill er mögu- legt að ala upp börn úti á landi á ódýrari hátt, en i Rvík, með því að neita sér og börnum sín- um um alla hluti, nema það að draga fram lífið. Er nokkurt vit i að skattleggja. slíkan sparnað? Ef ódýrara er að ala börnin upp úti á landi er þeim mun dýrara að koma þeim til mennta. Það vita allir. Persónu frádragið á að vera jafnt hvar sem er á landinu. Á þessari ranglátu reglu er kjötuppbótin byggð. Hún leið- ir til þess, að heimilisfaðir með 4 börn fær 1000 kr. lægra persónufrádrag, en heimilis- faðir í Reykjavik með jafn- mörg börn. Þetta leiðir aftur til þess að fjöldi manna missir rétt til kjötuppbótar, að mestu leyti eða öllu, sem fengju fulla lcjötuppbót, ef þeir væri búsett- ir í Reykjavík. Isfirðingur með 4 börn og kr 30.149 nettótekjur fær 575 kr. í kjötuppbót. Ef liann væri bú- settur i Rvík, fengi hann fulla kjötuppbót 1314 kr. Isfirðingur með 3 börn og kr. 28.500 nettótekjur fær enga kjötuppbót. Ef hann væri bú- settur í Reykjavík fengi hann 750 krónur. Isfirðingur með eitt barn og 19.000 kr. nettótekjur fær enga kjötuppbót, en 250 kr., ef hann væri í Reykjavík. Þetta er hróplegt misrétti, sem verður að leiðrétta þegar í stað. --------0------- B 1 Ó Alþýðuhússins: sýnir: Laugardag sunnudag kl. 9: Sígaunastúlkan JASSY Enslc stórmynd í eðli- legum litum. Aðalhlutverk: Margarete Lookwood Bráðlega verður sýnd mynd, sem mikið hefir verið spurt eftir og heit- ir Ráðskonan á Grund, tekin eftir samnelndri sögu, þýddri á íslenzku.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.