Vesturland

Árgangur

Vesturland - 12.08.1949, Síða 1

Vesturland - 12.08.1949, Síða 1
Kosningabomba Finns Jónssonar. ísafjörðor undir opinbert eltirlit. Finnur Jónsson og félagsmálaráðuneytið bera ábyrgðina á greiðsluvandræðum ísafjarðarkaupstaðar. Hlægilegur pólitískur skrípaleikur. Isafjörður tekinn út úr öðrum bæjarféiögum og lagður í einelti. Vestmannaeyjar skulda Tryggingarstofnuninni á 4. hundrað þúsund krónur vegna ógreiddra framlaga til almanna trygginga. Ekki hefur heyrzt að setja eigi þær undir opinbert eftirlit. Þar ráða kratar og kommar. Siglufjörður skuldaði Tryggingastofnuninni um 230 þús. kr. um s. 1. áramót. I sumar lánaði Tryggingarstofnunin Siglufirði 300 þús. krónur, til að greiða framlög sín frá fyrri árum og hluta af framlagi ársins 1949. Þar ráða kratar. Þangað er sjálfsagt að lána. I fyrra var Isafirði neitað um hliðstætt lán hjá Tryggingar- stofnuninni og nú er tsafirði hótað opinberu eftírliti. Einstæður fréttaflutningur. Alþýðublaðið, blað félags- mála- og forsætisráðheiTans, Stefáns Jóhanns, birti á 1. síðu s. 1. laugardag upptuggu úr Skutli, um fjárhag Isafjarðar með fyrirsögninni „Isafjarðar- kaupstaður settur undir opin- bert eftirlit vegna vanskila?“. Þetta er aðalfrétt blaðsins þennan dag, sem vakti að von- um allmikla eftirtekt í Reykj a- vik. Það merkilega við þessa frétt er ekki það, að Isafjörður skuldi Tryggingarstofnuninni, því það gera flest bæjarfélögin, heldur það, að blað sjálfs fé- lagsmálaráðherra skuli á dólgs legan hátt taka eitt bæjax-félag, sem skuldar þessari stofnun, út úr og básúna að setja eigi það undir opinbert eftirlit, á sama tíma og fjöldi bæjai-fé- laga eru i vanskilum við sömu stofnun, svo hundruðum þús- unda skiptir, eins og t. d. Vest- mannaeyjar og Siglufj örðui-, þar sem katarnir ráða, að mestu leyti. Finnur að verki. Menn spyrja hver stendur fyrir svona skrifum? Það er þingmaður Isafj arðai’, Finnur Jónsson, sem um siðustu helgi tók þá örlagaríku ákvörðun að bjóða sig aftur fram til Alþing- is á Isafii’ði við væntanlegar haustkosningar. Alþýðublaðið birtir að sjálfsögðu ekki skrif urn Isafjörð, nema Finnur hafi þar hönd i bagga. Kosningalof- oi’ðið hans Finns — fyi’sta og væntanlega líka það síðasta — er þetta: Þið verðið sviptir meðfei’ð eigin mála og settir undir opinbert eftirlit eftir ára- rnótin. Isfii’ðingar, gjafir eru yður gefnar. Eru þið ekki þakklátir fyrir oi’ðið. Hvað vai’ðar Finn um það þó þessi skrif auki á erfiðleika Isaf j arð- ar og veiki lánstraust kaupstað arins, sem nauðsynlega þárf að fá lán, vegna vatnsveitunnai’, rafveitunnar og skólabygging- anna? Ef hann getur ski-iðið inn á Alþing, þá er hann á- nægður. Svo rnikil er ógæfa þessa valdagi’áðuga eiginhags- rnuna goggs, að hann virðist aldi'ei geta misst af einu ein- asta tækifæri, til að verða þessu bæjai’félagi og íbúunx þess, sem lyft hafa honum, illu heilli, til æðstu mannvirðinga, til tjóns og erfiðleika. Hversvegna er Isafjörð- ur í vanskilum við Tryggingarstofnunina. Isafjöi’ður hefur á síðustu áx’- um, svo sem kunnugt er, ráðist i stói’feldar framkvæmdii’, sem kostað hafa nxiljónir króna, svo senx nx. a. skólabyggingar og vatnsveitu. Þessi mann- virki eru ekki aðeiixs byggð Framliald á 4. síðu. Finnur í framboði * Nú hefur Finnur Jónsson, eftir mildð hik, ákveðið að bjóða sig aftur fram á Isafii’ði. Isfirðingar furða sig ekki á þvi, að þingmaðui’inn hafi átt í nokkru sálai’sti'íði áður en hann tók þessa ákvörðun. Móttökurnar, senx hann fékk hjá sínunx eigin flokksbræðr- um á fundinum í Alþýðu- flokksfélaginu í vox’, er honum væntanlega enn í fersku minni. Þær eru ekki uppörfandi fyrir frambj óðandann. Ekki verða móttökui-nar hjá bæjarbúum beti’i. Það á Finnur heildsali eftir að finna áþi'eifanlega. Furðulegt framboð. Framhoð Finns Jónssonar hér á Isafirði er ósvifin nxóðg- un við Isafjöi-ð. Með framboði þessa í’eykvíska heildsala er bi’otin sú hefðbundna venja, sem aldrei hefur verið brotin, að þingmaður Isafjarðar sé ekki búsettur hér fyrir vestan. Allir þingmenn Isfii’ðinga, allt frá 1904, er Isafjörður varð sér stakt kjördæmi, hafa verið bú- settir við Djúp. Jafnan þegar þingmenn Isfirðinga hafa flxitt húferlum, hafa þeir hætt að bjóða sig fi’am. Þannig hætti Hai’aldur Guðmundsson þing- mennsku fyrir Isafjöi'ð, er hann varð bankastj óri á Seyðis firði. Búsettur Isfirðingur, Vil- mundur Jónsson, læknir, bauð sig fram og náði kosningu. Þegar Vilmundur varð land- lælmir og flutti til Reykjavík- ur bauð hann sig ekki fram aftur og Finnur Jónsson vai'ð þingnxaður Isfirðinga. Fyrir réttum þrern árunx sagði Finnur Jónsson sig úr lögum við Isafjöi’ð af fúsurn og fi'jálsum vilja og flutti til Reykjavík. Hann hætti öllum afskiptum af ísfirzku atvinnu- lífi og gei'ðist heildsali í Reykj avik. Þar nxeð var teningnum kastað. Með því afsalaði Finn- ur sér rétt til þingmennsku fyrir Isafjörð, fyrir fullt og allt. Þetta dfsal tók hann sjálf- ur svo hátíðlega, að hann hef- ur bókstaflega ekkert gert fyrir Isafjörð á þessunx þi'em- ur árum. Hann hefur þvert á móti, leynt og lj óst, barizt gegn hagsmunanxálum þessa bæjar- félags i öll þessi ár. Það er nú öllum Isfirðingum deginum 1 j ósara. Þetta viðurkennir Finnur sjálfur beinlínis með því að þora ekki að halda hér leiðai’þing og skýi'a frá gangi þingmála og gjörðum sínum fyrir kaupstaðinn, sem varla er von, gj örðir hans eru engar. Finnur Jónsson var kosinn þingmaður Isafjarðar í síð- ustu kosningum, sem ráðherra i vinsælustu ríkisstjórn þessa lands, með litlum meirihluta fram yfir frambjóðanda Sjálf- stæðisflokksins. Þá var kosið nxeð eða móti þeixri rikisstjóni. Slíkan bakhjall hefur Finnur ekki lengur. Nxx er hann grímu- laus niðux’rifsmaður gagnvart þessurn bæ og reykvískur heild sali með rikisábyrgð. Hann hefur með því, að gefa kost á sér til þingmennsku, brotið hefðbundnar venjur, sem hvorki Haraldi Guðmundssyni eða Vilmundi Jónssyni datt í hug að brjóta, og er þó mikill mannamunur á þeini og Finni. Teningnum er kastað. Finnur mun koma, en Isfirðing ar munu ekki við hoiium líta. Finnur Jónsson skal falla, er kjörorð allra Isfirðinga í þessum kosningum.

x

Vesturland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.