Vesturland


Vesturland - 19.08.1949, Blaðsíða 1

Vesturland - 19.08.1949, Blaðsíða 1
XXVI. árgangur Isafjörður, 19. ágúst 1949. 21. tölublað. Kosiðum: Þingmeirihluta Sjálfstæðisflokksins eða áframhaldandi stjórnmálaöngþveiti. Þingroí og vetrarkosningar fyrir frumkvæði Framsóknarflokksins. Ríkisstjórn Stefáns Jóh. siíur til kosninga. Alþingi var rofið þann 12. þessa mánaðar og jafnframt ákveðið að almennar Alþingiskosningar skyldu fram fara 23. október n. k. Munu kjördagar að öllum líkindum verða tveir eða þrír. Ríkisstjórn Stefáns Jóhanns hefur þó ekki sagt af sér. Framsóknarráðherrarnir, sem knúð hafa fram vetrar- kosningar, heyktust á því að segja af sér, enda þótt þeir hefðu hótað að gera það, ef aðrir flokkar ríkisstjórnarinn- ar f éllust ekki á það, sem Tímamenn kalla „úrræði" Fram- sóknar í fjárhags-og dýrtíðarmálum en alþjóð veit að er ekkert annað en moðsoðnar áróðursályktanir miðstjórnar Framsóknarflokksins, sem haldinn var á s. 1. vetri meðan Alþingi sat að störfum. ÖU ríkisstjórnin mun því sitja sem venjuleg þingræðisleg ríkisstjórn, þar til kosningar hafa f arið f ram. Aðdragandinn. Þessir atburðir í stjórnmál- um okkar Islendinga eiga sér nokkurn aðdraganda. Eins og kunnugt er, áttu almennar þingkosningar að fara fram að loknu kjörtimabili í júnimán- uði næsta sumar, árið 1950. Það var fyrst og fremst einn flokkur núverandi ríkisstjórn- ar, Framsóknarf lokkurinn, sem ekki taldi sér fært að biða úr- skurðar þjóðarinnar til næsta sumars. 1 eldhúsdagsumræðum á Alþingi s. 1. vor lýsti Eysteinn Jónsson því yfir, fyrir hönd flokks sins, að hann myndi kref jast kosninga siðar á þessu ári, ef ekki hefði þá tekizt sam- komulag um tillögur Fram- sóknarflokksins í dýrtiðarmál- unum. Ástæðan fyrir þessari af stöðu Framsóknar var sú, að allt frá þvi árið 1944, er nýsköp unarstj órnin var mynduð, höfðu Framsóknarmcnn haldið því fram, að þeir kynnu örugg ráð gegn verðbólgu og dýrtíð. Þegar núverandi rikisstj órn var mynduð, var það aðal- stefnuskráratriði hennar, að ráðast gegn dýrtíðinni, stöðva vöxt hennar og lækka hana síð- an. Nú kom Framsókn í stjórn með öll sín „úrræði" í þessum málum. Nú þurfti víst ekki að óttast að dýrtíðin fengi ekki á baukinn. Ekki skal dregið í efa, að ríkisstj órnin í heild hafi haft góðan vilja á að berjast gegn dýrtíðinni þegar hún tók við völdum. Enniðurstaðanhef ur því miður orðið sú, að dýr- tíðin hefur aukizt meir i valda- tíð þessarar ríkisstjórnar, en ríkisstj órnar þeirra, sem Sjálf- stæðisflokkurinn hafði forystu í, og kennd hefur verið við hin- ar miklu atvinnulífsumbætur til lands og sjávar, nýsköpun- ina. Ótti Framsóknar. t Framsóknarflokkurinn sá, hversu gjörsamlega hann hafði svikist um að leggja fram hin margumræddu „úrræði" sín í dýrtiðarmálunum. Á þriðja ár hafa þeir Eysteinn Jónsson og Bj arni Ásgeirsson setið í stj órn Allan þann tíma, hefur ekki örlað á j ákvæðum tillögum frá þeim í þessum málum. Þess var heldur engin von. Framsókn kunni ekki öðrum fremur nein úrræði til lausnar þessu vanda- máli íslenzks fjármála- og at- hafnalifs. Allt tal Tímans um verðbólguvisku Eysteins og Hermanns var gaspur eitt. Á s. 1. vori sáu leiðtogar framsóknar að við svo búið mátti ekki standa. Allri þjóð- inni var að verða ljóst, að flokkur þeirra, sem hæst hafði galað um ráðsnild sína í dýrtíð- armálum, stóð gjörsamlega ráð þrota í þeim málum. Af þess- um ástæðum þorðu framsókn- armenn ekki að bíða reglulegra kosninga, sumarið 1950. Þess- vegna gi'ipu þeir það ráð, að krefjast vetrarkosninga um á- lyktanir þær, sem miðstj órnar- fundur þeirra gerði á s.l. vetri á meðan að Alþingi sat að störf um. Hversvegna kröfðust þeir ekki þá þegar, að þing yrði rof- ið, ef þessar tillögur yrðu ekki samþykktar? Hversvegna kröfðust þeir ekki kosninga í júní í sumar? Var það e.t.v. vegna þess, að þeir vildu gera fólkinu i sveitunum hægara fyrir um að neyta atkvæðisrétt- ar síns með vetrarkosningum? Nei, sannleikurinn er sá, að Framsóknarmenn vissu að miðstjórnarályktanir þeirra fólu ekki í sér nein úrræði. Þessvegna biðu þeir með að gera kröfur um samþykkt þeirra, þar til Alþingi hafði ver ið slitið og síldarvertíð hafði enn einu sinni brugðizt að mestu leyti. órói Hermanns- deildarinnar. Fleiri orsakir lágu til Fram- sóknar um vetrarkosningar. Hermann Jónasson hafði allt frá, að núverandi ríkisstjórn var mynduð, vilj að hana f eiga. Meirihluti flokksins vildi samt reyna samstarf lýðræðisflokk- anna. En Eysteinn átti stöðugt erfiðara með að halda Her- mannsdeildinni í skef jum. Her mann hafði gætt þess, að brjóta ekki skip sín við kommúnista. Þessvegna greiddi hann at- kvæði gegn Keflavíkursamn- ingnum haustið 1946 og lýsti yfir andstöðu sinni við þátt- töku Islands í Atlantshafs- bandalaginu með öðrum vest- rænum lýðræðisþj óðum. Á s. 1. vori voru heimilis- ástæður mjög bágar innan Framsóknar. Allt logaði i sundurlyndi. Hermann heimt- aði, að Eysteinn og Bjarni As- geirsson færu úr stjórninni. Málamiðlunin varð svo sú, að Framsóknarráðherrarnir krefð ust kosninga í haust. Á því lafði flokkurinn saman. Getur nú Hermann í nokkrar vikur glatt sig við að sjá ráðherra- dóm í hillingum. En ekki mun sá draumur svífa fyrir sjónum hans lengur. en þar til úrslit kosninganna eru kunn. Islend- ingar hafa áreiðanlega fengið nóg af hrossakaupum þessa einstæða prangara í islenzkum stjórnmálum. ögæf a ríkis- stjórnarinnar. Samstarf lýðræðisflokkanna er nú raunverulega rofið, enda þótt stjórn Stefáns Jóhanns heiti sitja til kosninga. Fram- sóknarflokkurinn hefur rofið það. Ógæfa þessa samstarfs felst raunverulega í tvennu: Framhald á 3. síðu.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.