Vesturland

Árgangur

Vesturland - 19.08.1949, Blaðsíða 2

Vesturland - 19.08.1949, Blaðsíða 2
2 VESTURLAND (—■— ------— ------—-------------------------i Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Sigurður Bjarnason frá Vigur Afgreiðsla og auglýsingar Hafnarstræti 12 (Uppsalir) Verð árgangsins krónur 20,00 Skrifstofa Uppsölum, sími 193 _____________________i Ábyrgð kjósandans. Kosningar fara fram í haust. Þjóðin á að kjósa sér fulltrúa á Alþingi 23. október n. k. til að stjórna málum landsins í næstu fjögur ár. Sérhver karl og kona, eldri en 21 árs, hefur ekki aðeins rétt til að taka þátt í vali þingmanna, heldur beina sið- ferðisskyldu til þess. Hinn almenni kosningaréttur er helgur rétt- ur hvers borgara í lýðfrjálsu landi. Þessum rétti fylgir mikil ábyrgð og þungskylda. Með atkvæði sínu leggur kjósandinn lóð sitt á metaskálar stjórnmálanna, til ills eða góðs, fyrir land og þjóð. Eitt atkvæði getur ráðið úrslitum um það, hvort stjórnar- far landsins verður heilbrigt, ábyrgt og traust, eða sjúkt og á- byrgðarlaust í næstu 4 ár. Því miður er það svo, að lcjósandinn gerir sér ekki alltaí' fulla. grein fyrir því, hve hlutverk hans við kjörborðið er veigamikið. Það er harmsaga lýðræðisins í mörgum löndum, að kjósandinn hefur misst sjónir á nauðsyn þess, að skapa traust og heilbrigt stjórnarfar, með því að fá ábyrgum mönnum og flokkum foi'- ustu þjóðmálanna. Kjósandinn hefur látið glepjast af pólitískum bröskurum, sem hafa sína tunguna i hvorum hvoptinum og mæla sitt með hvorri. Afleiðing þessa hefur orðið, margir flokkar og óheilbrigðir stj órnarhættir, sem rutt hafa braut einræði og harðstjórn kommúnista og nazista, og svipt þj óðfélagsþegn- anna almennum mannréttindum og öi’yggi lifs og lima. Islendingar unna lýðræði og mannréttindum. Islenzka þjóðin keypti flokkadrætti og veikt stjónxarfar dýru verði fyrr á öldurn. Til þess eru vítin að varast þau. Islenzkir kjósendur hafa undanfarin ár, þvi miður, misst sjónir á nauðsyn þess, að skapa heilbrigða og ábyrga stjórnar- stefnu í landinu. 1 rnörg ár hefur enginn flokkur fengið umboð þjóðai’innar, til að fara einn með völd í landinu og bera fulla ábyrgð á úrlaxxsn vandamálanna. Samstjórnir hafa verið mynd- aðar, en þær hafa ekki gefizt vel. Samstarf flokkanna unx stjórn landsins hefur ekki verið með nægilegunx heilindum. Flokks- hagsmunir hafa oft verið settir ofar hag þjóðarinnar. Stjómar- kerfið hefur orðið þyngra og þyngra í vöfum. Nýjar nefndir og ný ráð, skipuð fulltrúum stjórnarflokkanna, hafa verið úiTæði samstjórnanna i flestunx málum. Stærstix verkefni stjórnmál- anna hafa verið sniðgengin, vegna þess, að ekkert samkomulag hefur náðst um lausn þeirra. Ofurvald íxefnda og ráða hefur fjötrað viðskipti og framtak þjóðinni til stór tjóns. Sérstaklega kemur nefndavald hart niður á öllunx, sexxx búa utan höfuðborg- arinnar, og hafa ekki tækifæri, til að ná eyrum nefndai’manna, eins vel og höfuðstaðarbúar. Mönnum er oi’ðið ljóst, að nefndavaldið er að drepa niður framtak og atorku laixdsmanna með skriffinzkxx og sleifai’lagi, og að íslenzka þjóðfélagið hefur ekki efni á að brjóta niður og fara á mis við það afl, sem felst í dugnaði og atorku einstaklinganna. Krafa mikils nxeirihluta þjóðarimxar er heilbrigðara stjói’narfar, minni skriffinnska og nxeira athafnáfrélsi. Að þessu takmarki verður ábyrgur kjósandi að stefna við næstu kosningar með því að fá þeim flokki völdin í hendur, senx einn allra flokka hefur möguleika til að ná meii’ihluta á Alþingi, Sjálfstæðisflokknum. Sjálfstæðisflokkurinn er ekki einasta stærsti flokkur landsins, heldur er lxann eini flokkurinn, sem ekki er stéttarflokkur, en á miklu fylgi að fagna nxeðal allra stétta þjóðfélagsins. Uppbygg- ing hans, þjóðleg stefna og víðsýni tryggir ábyrga stjórnarstefnu undir forustu hinna mikilhæfu og reyndu foringja, Ólafs Thors, Bjarna Benediktssonar og Gunnars Thoroddsen. Kjósendur þekkja þessa menn og treysta þeim til góðra verka. Kjósendur Hvað líður byggingu fiskiðjuversins ? Fiskiðjusamlag útvegsmanna tveggja ára. Þann 17. ágúst s.l. voru tvö ár liðin frá stofnun Fiskiðju- samlags xitvegsmanna, en það var stofnað af öllunx útgei’ðax’- félögum á Isafii’ði, ásaixxt bæj- arsjóði, til þess að hi’inda byggingu fiskiðjuvers á Isa- firði í fraixikvænxd. Á 2ja ára árstið þessa félags sér ekki votta fyrir undirstöð- um þessa nxikla fyrirtækis og e.ngin íxierki eru þess, að fram- kvæixxdir séu fyrirhugaðar. Það er því fyllilega timabært að bæjarbúar varpi fram spui’ningunni: Hvað líður bygg ingu fiskiðjuversins? Svo senx bæjarbúar íxxuixa, var fiskiðjuversmálið eitt af aðal kosninganxálunx Finns Jónssoixar við síðxistu Alþingis- kosningai’. Að ráði haixs var sanxtökunx útgerðarmanna og bæj arfélagsins xuxx f iskiðj u- versixxálið splundrað, vegna, á- gi’einings xmx félagsfomx og franxlag bæjarsjóðs Isfjai’ðai’. Tvö félög voru stofnuð, Fisk- iðjuverið h. f. og Fiskiðjusanx- lag Isfirðinga, sem bæði sóttu um láix úr stofnlánadeild sjá- varútvegsins. Meirihluti bæjai’- stjórnar sá, að í óefni var kom- ið og vann ötullega að sam- komulagi um málið, enda pótt bæjarfélagið þyrfti að afsala sér öllum áhrifum um fram- kvæmd þessa mikla hagsmuna- máls bæjarfélagsins. Samkonxulag tókst 17. ágúst 1947 og öll útgerðarfyrirtæki í báðxim félögunuixx myixduðu ásamt bæjarsjóði nýtt félag: Fiskiðjusamlag útvegsmanna. Foxmaður félagsstjórnar var kosiixn Bii’gir Finnsson, fram- kvæmdastjóri. Síðan hefur lít- ið um málið heyrst. Ekki er vitað til, að félagið hafi verið tilkynnt til félagaskrár eða að aðalfundur hafi verið haldinn, enda þótt lög félagsins mæli svo fyrir, að aðalfund skuli halda árlega og ekki hafa bæj- arbúar séð liina miklu og veg- legu byggingu rísa af grunni. Saga fiskiðj uvei’smálsiixs er raunasaga auðnuleysis og ó- nytj ungsháttar kratanna á Isa- firði. Atvinnunxálanefnd bæj- ai’ins, senx stofnixð var 22. jaix. 1943, vann að þessu íxxáli á valdaárunx Alþýðuflokksins í 3 ái’, með því að lialda nokkra fundi og óska eftir teikninguixx. Málið var eitt af kosninganxál- unx flokksns fyrir bæj arstj órix- ai’kosningai’ vetxu’inn 1946. Það var kosningamál Finns Jóns- sonar í Alþingiskosningununx sunxarið 1946. Allt er þegar þrennt er. Ætli ósvífniixa vanti til þess að gei’a það, að kosninganxáli í 3ja siixn? En eitt er víst, að Isfirðingar bíta ekki á þá gönxlu beitu, eftir að babbadrengurinn hefur aug- lýst óixiennsku sína og skenimd arvei’k gagnvart bæj ai’félag- inu, eins augljóslega og hamx hefur gert í fiskiðj uversnxálinu í siðustu 2 ár. Stofa til leigu hjá Gunnai’i Bj amasyni, Eixgjaveg 32. STARFSSTULKUR vantar á Sjúkrahús Isa- f jarðar 1. október n. k. Sjúkrahús Isaf jarðar. KONA með barn á öðru ári, óskar eftir að sj á unx lieinxili. Er vön húshaldi. Uppl. í Fjarðarstræti 38. Til sölu 20—30 rúnxnxetrar áf einangr- unartorf. Tækifærisverð. ISVER h. f. Súgandafirði. Reiðhjól til sölu. Guðm. Kai’lsson, Urðarveg 8. Veggfóður nýkomið. Kristján Friðbjörnsson málari. þekkja og nxeta giftudrjúgan þátt Sjálfstæðisflokksins í stjóm- arsamstarfi undanfarinna ára og forustxx hans unx stofnun lýð- veldisins, nýsköpun atvinnulífsins og stjórn utanríkisnxálanna. Þá hefur og stjórn hans á fjármálum, verið til fyrirmyndar, bæði í Reykjavík og í ríkisstjórn, þegar flokkux’imx hefur getað ráðið fjárinálastefnunni. Kjósendur verða að gera sér það ljóst, að eiua ráðið til að hjarga þjóðinni frá sukki og ábyrgðarleysi samstjói’na, er að veita Sjálfstæðisflokknum hi’einan meirihluta á Alþingi í kosn- ingunum í haust.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.