Vesturland


Vesturland - 19.08.1949, Blaðsíða 3

Vesturland - 19.08.1949, Blaðsíða 3
VESTURLAND Kosningarnar i haust Framh. ai 1. síðu. 1 fyrsta lagi eindæma óheil- indum Framsóknarflokks- ins í þessu samstarf i allt f rá því að það hóf st. Allt f rá því að stjórnin settist á laggirn- ar hafa blöð hans haldið uppi harðskeyttum áróðri gegn henni og þó sérstak lega ráðherrum Sjálfstæðis- flokksins. Framsóknarflokk urinn og leiðtogar hans hafa talið lýðræðisflokkun- um það hentara, að standa í illvígum innbyrðis deilum um fortíðina, heldur en að sameinast um einhuga átök í mestu hagsmunamálum þjóðarinnar í nútíð og f ram- tíð. Þessvegna hefur rógi hans á hendur forystumanna Sj álf- stæðisflokksins aldrei linnt. Hefur Franisóknarflokkurinn með þessari afstöðu sinni áunn ið sér réttnefnið: Fortíðarflokk urinn eða öðru naf ni f ornleif a- f élagið. Duglaus forysta Stefáns Jóhanns. Ólán ríkisstjórnarinnar og samstarfs lýðræðisflokk- anna felst í öðru lagi í því, hversu gjörsámlega forystu flokkur hennar, Alþýðu- flokkurinn hefur brugðizt hlutverki sínu. ÖU forysta hans hefur verið gjörsam- lega í molum. Stefán Jó- hann hef ur reynzt allra dug lausasti og alvörulausasti forsætisráðherra á Islandi. Hefur það ekki hvað sízt sann ast a þessu ári. Fyrir góða sam- vinnu lýðrœðisflokkanna tókst á s.l. hausti, að hrekja komm- únista frá völdum í Alþýðu- sambandi íslands, þar sem þeir reyndu að vinna hvert skemmd ar verkið á fætur öðru gegn efnahagslegu öryggi þjóðarinn- ar. Hefði nú mátt ætla, að auð- veldara hefði reynzt að fram- kvæma stefnu ríkisstjórnarinn- ar i verðlagsmálum með því að halda niðri kaupgj aldi og verð- lagi. En þvi var ekki að heilsa. Kratarnir í stjórn Alþýðusam- bandsins tóku nú þráðinn upp þar, sem kommúnistar skildu við. Þeir fyrirskipuðu nú öllum verkalýðsfélögum landsins að hef j a kauphækkunarbaráttu. Lét Stefán Jóhann sér það vel lynda. Afleiðingarnar urðu stórfelldar kauphækkanir víðs- vegar um land. Af þeim leiða svo í haust miklar verðhækk- anir á afurðum bænda, sem mætt hafa auknum framleiðslu kostnaði. Alþingi gekk á undan. Það verður þó að segj ast, að verkamönnum var nokkur vor kunn þó þeir krefðust hækk- aðra launa. Ef tir kröf u Alþýðu- flokksins hafði Alþingi á s. 1. vori samþykkt, að heimila rík- isstjórninni að verja allt að 4 milj. kr. í uppbót á laun opin- berra starfsmanna. Þetta var samþykkt eftir að fjárlög höfðu verið afgreidd með harmkvælum. F j ármálaráð- herra neitaði að framkvæma þessa heimild, en var síðar á sumrinu neyddur til þess, eftir að honum höfðu þó verið lof- aðar nýjar tekjur til þess, að standa undir þessum útgjöld- um. Var ákveðið að hækka símgjöld og fasteignaskatt til þess að geta greitt þessa upp- bót á laun fastlaunafólks hjá ríkinu. Með hækkun launa hjá ríkisstarfsmönnum lýsti ríkis- stjórnin því raunverulega yfir, að hún hefði gefizt upp í allri baráttu gegn dýrtiðinni. Stefán Jóhann og Alþýðuflokkurinn, sem krafist höfðu þessarar upp gjafar, höfðu nú endanlega et- ið ofan i sig allar yfirlýsingar sínar um baráttuvilja gegn dýrtíðinni. Emil Jónsson, sem haustið 1946 sagði, að kaup- hækkanir v'æru „glæpur" stóð nú upp, sem opinber banda- maður kommúnista i barátt- unni fyrir vaxandi öngþveiti í efnahagsmálum landamanna. Engum Vestfirðingi þurfti að koma svik Alþýðuflokksmanna i hinni nýkjörnu Alþýðusam- bandsstjórn 'á óvart. Þvi var aldrei spáð, að ættjörðin bjarg- aðist, að einu eða neinu leyti, af mönnum eins og Helga Hannessyni, sem settur var i forsæti Alþýðusambandsstjórn arinnar. Það var í upphafi vit- að, að hann hafði það eitt sér til gildis, að vera auðsveipt þý Stefáns Jóhanns. Um hvað er kosið. Kosningar eru framundan, vetrarkosningar. Úr því , sem komið er ber þó ekki að harma það, að þjóðin fær tækifæri til þess að velja um menn og stefn ur. Samstarf Iýðræðisflokk- anna var nauðsynlegt. En ó- heilmdi Framsóknar og ræfil- dómur Alþýðuflokksins hefur eyðilagt það og skapað hér stj órnmálaöngþveiti, sem alla þjóðina hryllir við. Þessar kosningar snúast þessvegna um það, hvort þetta ástand eigi að halda áfram i mynd nýrrar flokkasambræðslu um rikis- stjórn eða, hvort einum flokki verði fengin ábyrgðin á þvi, að raunhæfar ráðstafanir verði gerðar til lausnar mestu vanda- málum landsmanna. Eini flokk urinn, sem nokkra möguleika hefur til þess að fá meirihluta á Alþingi er Sj álfstæðisflokk- urinn, sem við síðustu kosning- ar fékk um 40% allra atkvæða og 19 þingmenn kjörna. Efling framleiðslunnar. Meginstefnuatriði Sj álfstæðis- flokksins er það, að skapa framleiðslu landsmanna örugg- an rekstrargrundvöll. Verð- bólgan er að kæfa atvinnuveg- ina. Það verður að stöðva vöxt hennar og lækka framleiðslu- kostnaðinn. Annars er bjarg- ræðisvegum þjóðarinnar voð- inn vís. Sj álfstæðisflokkurinn hafði forystu um að fá fram- leiðendum til lands og sjávar betri tæki í lok síðustu styrj ald ar. Það er nú hlutverk hans, að hafa forystu um að tryggja rekstur þessara tækja. Þær dýrtíðarráðstafanir, sem gera verður og Sj álfstæðisflokkur- inn mun beita sér fyrir, ef þj óð in gefur honum meirihlutaað- stöðu, eru fjölþættar. Niðui'færsla verðlags og kaupgj alds er óhj ákvæmileg. Jafnhliða yrði að létta af toll- um og opinberum álögum á lág launafólki. En þegar að ríkis- sjóður þarf ekki lengur að greiða miljónatugi í uppbætur með útflutningsafurðum og nið urgreiðslur á verðlagi innan- lands getur hann mætt lækk- andi tekjum af tollum og skött- um. Ef þjóðin hinsvegar gæti ekki fellt sig við beina niður- færslvi kaupgjalds og verðlags, væri gengislækkun óhjákvæmi leg, enda þótt hún yrði að telj- ast neyðarúrræði. Sj álf stæðisf lokkurinn er fyrst og fremst flokkur framleið- enda, útvegsmanna og sjó- manna annarsvegar, hinsvegar bænda og þeirra, sem landbún- aðarstörf vinna. En á rekstri þessara atvinnuvega lif a í raun réttri allar stéttir þjóðfélags- ins. Ef að landbúnaður okkar og sj ávarútvegur er rekinn á heilbrigðum grundvelli, þá hafa skapazt skilyrði frjálsrar verzlunar og blómlegs iðnaðar. Sj álfstæðisflokkur ber þess- vegna hag allra stétta lands- majina fyrir brjósti. Lærum af reynslunni. Islenzka þjóðin verður við næstu kosningar að sýna það, að hún hafi lært af reynslunni. Hún hefur séð að samstjórnarskipulagið hefur ekki skapað henni heilbrigt stjórnarfar, held- ur þvert á móti öngþveiti og spillingu. Hún hefur einnig séð að þar, sem Sjálfstæðis- flokkurinn ræður einn eins og í höfuðborg landsins, er stjórnin örugg og farsæl. Þar haldast í hendur var- færin fjármálastjórn og glæsilegar framkvæmdir í þágu almennings. Hreinn meirihluti Sjálf- stæðisflokksins á Alþingi, ábyrg og einörð stjórnar stefna í stað öngþveitis og ráðleysis er kjörorð allra góðra Islendinga í kosning- um þeim, sem fyrir dyrum standa. Lausar stöður. Skrifstofustúlku vantar á skrifstofu bæjarins frá 1. nóv. n.k. Mann vantar, til þess að taka að sér sótarastörf hér í bænum, frá 1. nóvember n. k. Frestur til að skila umsóknum um framanskráð störf, er til 1. október n. k. - ..... Isafirði 13. ágúst 1949. BÆJARSTJÓRI. TILKYNNING til húseigenda á Hesteyri og Látrum í Sléttuhreppi. Samkvæmt bréfi til min dags. 5. júlí s.l., frá forstjóra Bruna- bótafélags Islands, Reykjavík, fellst félagið ekki á lækkun brunabótaiðgjalda af húsum, sem standa á verzlunarlóðum, eða í þorpum, sem eru löggiltir verzlunarstaðir, jafnvel þótt húsin séu í eyði. Þar af léiðandi verður árangurslaust, að sækj a um lækkun ið- gjalda af húsum, sem standa á Hestcyri og Látrum. Eigendur húsanna verða því að sjá um greiðslu iðgjaldanna, að öðrum kosti verða, þau auglýst til sölu. Hesteyri 5. ágúst 1949 Bjarni Kr. Pétursson. umboðsmaður.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.