Vesturland


Vesturland - 26.08.1949, Blaðsíða 1

Vesturland - 26.08.1949, Blaðsíða 1
XXVI. árgangur Isafjörður, 26. ágúst 1949. 22. tölublað. Stefna Sj álfstæðisflokksins: Efling framleiðslunnar atvinnuöryggi. Efnahagslíf þjóðarinnar í sjálfheldu af völdum stéttabaráttunnar. Samstarf stéttanna er þjóðarnauðsyn. ÖUum hugsandi Islendingum er það Ijóst, að stjórnmála- ástandið í landi þeirra er meini blandið og að hagsmunir þjóðarheildarinnar eru oftlega fyrir borð bornir vegna pólitískra klíkusjónarmiða. Meginorsök þessa ástands er hin skefjalausa og þröngsýna stéttabarátta, sem vinstri flokkarnir haf a barizt fyrir og tekizt að véla alltof stóran hluta þjóðarinnar til þess að taka þátt í. Þessi barátta er hugsjónalaust hjakk, sem miðar að því að þrengja svo útsýni hvers einstaklings, að hann sjái að lokum ekki upp undan sínu eigin askloki og telji sér trú um að honum beri aðeins að einblína á hag stéttar sinnar. Al- þjóðahagur skipti hann engu máli. Hef ur skapað sjálfheldu. Þetta sjónarmið, hið glóru- lausa stéttaþröngsýni, hefur komið efnahagslífi þjóðarinn- ar í þá sjálfheldu, sem virðist vera nær óleysanleg. Kaup- gjald og verðlag heldur áfram að elta hvort annað, dýrtíðin að vaxa, hagur atvinnuveg- anna, og framleiðslunnar að versna og atvinnuöryggi hins vinnandi fólks til lands og sj á- var hangir á horrim. Hinir sósíalistisku flokk- ar, Alþýðuflokkurinn og kommúnistar, bera fyrst og fremst ábyrgð á þessu ástandi. Eitt meginatriði stef nu þeirra er stéttabar áttan, sem þessir flokkar telja undirstöðuatriði stjórnmálalíf s allra landa. Æðsta boðorð þeirra er að milli stétta þjóðfélags- ins hljóti að standa til- litslaus og heiftug bar- átta um skiptingu arðsins af starfi þeirra. Falskenning. En sú staðreynd, að tekizt hefur að vinna nokkurn hluta þjóðarinnar til fylgis við þessa falskenningu, hefur átt drýgst- an þátt í að skapa það efna- hagsöngþveiti, sem ,nú blasir við og skaðar ekki sízt verka- mentt og launþega, sem kratar og kommúnistar keppast um að draga i dilka sína. Tíma- kaup þeirra hækkar að vísu öðru hverju, en kauphækkan- irnar eru jetnar upp jafnóðum af vaxandi dýrtið og verðbólgu. En verstu útreið fá þó hlutar- sjómenn, sem enga dýrtíðar- uppbót f á á hlut sinn, en verða að búa við sama afurðaverð árum saman. Stétt með stétt. Sannleikurinn er sá, að ef ekki verður alger stefnubreyt- ing á í afstöðu stéttanna til hagsmuna þjóðarheildarinnar, þá verða þau vandamál, sem nú eru erfiðust viðfangs óleys- anleg. Afleiðing þess hlyti að verða hrun og ófyrirsj áanleg ny vandræði Með slíku ástandi væri að vísu tilgangi kommún- ista náð. En Alþýðuflokknum verður varla ætlað að hann vilji stefna að sköpun þess af ásettu ráði, enda þótt mann- dómsskortur hans og ósjálf- stæði gagnvart kommúnistum hafi hrakið hann yfir á flæði- sker þeirra og starfsaðferðir. Þessvegna er Alþýðu- flokkurinn og forystu- menn hans einnig að tapa öllu trausti hjá þjóðinni. Svo gjörsamlega hefur forysta hans brugðizt í þeirri ríkisstjórn, sem blöð hans hafa kallað „fyrstu stjórn Alþýðu- flokksins." Leiðin til sigurs á verðbólg-, unni og atvinnuöryggis þj óðar- innar, er samstarf stéttanna en ekki fjandskapur þeirra. Allar stéttir verða að samein- ast um að tryggja rekstur at- vinnutækjanna. Það er fásinna að láta sér koma til hugar, að ríkissjóður geti til lengdar á- byrgst útf lutningsverð aðal út- flutningsafurða landsmanna. Hann hef ur heldur ekki lengur bolmagn til þess að greiða nið- ur 67 vísitölustig framfærslu- kostnaðarins innanlands. Lækkun tolla og skatta. Ef unnt yrði að draga veru- lega úr útgjöldum rikissjóðs ve.gna ábyrgða á afurðaverði og niðurgreiðslna á verði nauð- synja innanlands, yrði fljót- lega hægt að létta verulega á hinum geysiháu tollum, sem nú eru lagðir á flestar vörutegund- ir, sðm inn eru fluttar. Þá yrði einnig hægt að létta skatta a. m. k. á miðlungstekj um og lag- tekjum. En frumskilyrði þess, að unnt verði að koma nokkrum sann- giörnum lækningum við á meini verðbólgunnar, er að fólkið yfirgefi falskenningu Alþýðuflokksmanna og komm- únista um nauðsyn stéttahat- ursins. Stéttirnar verða þvert á móti að standa saman, um að tryggja atvinnuöryggi sitt og afkomu. Þær verða að líta á al- þjóðarhag jafnframt því, sem þær berjast fyrir hagsmunum sjálfra sín. S j álfstæðisf lokkurinn er flokkur allra stétta þjóðarinn- ar. Framleiðslustéttirnar til sjávar og sveita, sjómenn, út- vegsmenn, bændur og búalið, mynda þó kjarna hans. En á staríi þessara stétta veltur af- koma annara stétta þjóðfélags- ins, verkamanna, iðnaðar- manna, verzlunarmanna o. s. frv. Framleiðslustéttirnar, laun þegar allra starfsstétta, verða að berjast sameiginlegri bar- áttu fyrir að tryggja heilbrigð- an atvinnurekstur og þjóðar- búskap. Framleiðslan er líf æð þjóðfélagsins. Framleiðslan, atvinnurekst- urinn er lífæð þj óðfélagsins. Hún er þessvegna grundvöllur afkomunnar og lífskjara hvers einasta manns. S j álf stæðis- flokkurinn beitti sér fyrir hinni miklu nýsköpun atvinnu- lífsins til lands og sjávar, sem fært hefur Islendingum beztu fiskiskip heimsins og mikið af hverskonar vélum til stórfeldr- ar sóknar í ræktunarmálum landsins og sýndi þar með skiln ing á þörf þj óðarinnar. Alþýðu flokkurinn hafði forystu um setningu vitlausustu launalaga, sem nokkur þjóð i Evrópu býr við og krafðist þess i þokkabót á s. 1. ári, að Alþingi samþykkti að greiða f j órar milj. kr. í upp- bót á þessi launalög á þessu ári. Þessi sami Alþýðuf lokk ur lét kommúnista hræða sig frá að framkvæma fyrirheit sitt um að berj- ast gegn dýrtíðinni af f ullri einurð og ábyrgðar- tilfinningu. Þessi flokkur mun aldrei hafa niann- dóm til raunhæfrar bar- áttu fyrir heilbrigðu at- vinnulífi og framleiðslu, sem tryggi þjóðarafkom- una. Hann verður alltaf á flótta undan örðugleik- unum og kommúnistum. Framhald á 2. síðu.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.