Vesturland


Vesturland - 02.09.1949, Blaðsíða 1

Vesturland - 02.09.1949, Blaðsíða 1
XXVI. árgangur Isafjörður, 2. september 1949. 23. tölublað. Alþýðuíiokkurinn er »hugsjónalaus, gamall og værukær.cc „Hækjulið í andstöðu við þjóðarviljann" Játningar uppbótarþingmanns kratanna á Vestfjörðum. Alþýðuflokkurinn á Islandi er fallandi flokkur. öll bar- átta hans hefur nú um langt skeið beinst að því einu að skapa foringjum hans feit embætti og bitlinga. Mun það líklega einsdæmi í heiminum að nokkur flokkur hafi notað aðstöðu sína, jafn samvizkulaust til persónulegs fram- dráttar forystumönnum sínum. Þessari spillingu hefur mikill og vaxandi hluti þjóðar- innar veitt athygli enda hrynur nú fylgið af flokknum. Bragð er að þá barnið finnur. Einstaka menn í baráttuliði Alþýðuflokksins hafa fundið, hvernig áliti hans er komið með þjóðinni. Þessir menn, sem að sjálfsögðu eru samsek- ir í spillingunni og bera ábyrgð á henni reyna nú að finna af- sökun fyrir niðurlægingu f lokks síns. Gleggsta dæmið um það eru skrif eins uppbótar- þingmanns flokksins í blaðið „Þjóðvörn" á s. 1. vetri. Upp- bótarþingmaðurinn, sem er Hannibal Valdimarsson, mað- urinn sem sveik i sjálfstæðis- málinu og hefur síðan fylgt kommúnistum í afstöðunni til flestra utanríkismála á Al- þingi, lýsir þvi yfir að Alþýðu- flokkurinn sé hugsjónalaus, værukær og gamall. En orsök þess sé sú, að hann hafi lengi verið „hækja íhaldsins". Þetta er afsökunin sem þessi upp- bótarþingmaður kratanna reyn ir af veikum mætti að nota sem vörn fyrir flokk sinn í niður- lægingu hans. „1 andstöðu við þjóðarviljann". Það er ómaksins vert að heyra álit uppbótarkratans á Alþýðuflokknum. Það birtist i blaðinu „Þjóðvörn", málgagni „fína fólksins", þann 16. mai s. 1. Þar kemst Hannibal Valdi- marsson þannig að orði um „hækjuliðið", það er Alþýðu- f lokkinn: „Hækjuliðið er hug- sjónalaust, gamalt og værukært' . — Og það er í andstöðu við þjóðarvilj- ann". Þetta er lýsing uppbótarkrat- ans á forystumönnum flokks síns, Stefáni Jóhann, Finni, sem kaupir ódýrt inn, Emil, Ásgeiri og Guðmundi I. „Hugsjónalaust gamalt og værukært." — Hvern skyldi undra þótt slíkt lið væri í „andstöðu við þjóðarvilj- ann?" „Hækjublöðin lokuð". En fyrir þessa hreinskilnu lýsingu á Alþýðuflokknum hef- ur Hannibal líklega orðið að taka út sína refsingu því á öðr- um stað i þessari sömu grein lýsir hann þvi yfir að hann fái ekki að skrifa í blöð flokks síns, þ.e. „hækj uliðsins". „ Við vitum vel að hækju blöðin eru okkur lokuð", segir vesalings Hannibal. „Þjóðvörn" eina úrræðið. En uppbótarkratinn eygir eina leið til b j argar sér og öðr- um Alþýðuflokksmönnum, sem ekki eru í „hækj uliðinu". „Félagaf relsið í landinu verðum við að notfæra okkur með stofnun félags deilda þjóðvarnarfélags- ins um land allt", segir hann undir lok greinar sinnar. Þannig er þá komið i Al- þýðuflokknum að j af nvel þing- menn hans sjá ekki annað úr- ræði, en að ganga í „Þjóðvörn", sem að mestu er skipuð komm- únistum!! Aumt ástand. Þessi lýsing á Alþýðuflokkn- um er að mörgu leyti rétt. Hann er sannkallað hækjulið. Ekki vegna þess að hann hef- ur haft samvinnu við Sjálf- stæðisflokkinn um stjórnmál i nokkur ár, heldur vegna þess, að stefna hans er öll á reiki. öll afstaða hans til þjóðmála mótast af óttanum við komm- únista og hræðslunni við að missa fylgi launþega. Afkomu framleiðslustéttanna, bænda, sjómanna og útgerðarmanna lætur hann sig engu skipta, enda þótt hver heilvita maður skilji að hagur launþega bygg- ist einmitt á því, að hagur framleiðslunnar sé traustur og öruggur. Það er aumt ástand i flokki, sem þannig er á vegi staddur, enda er nú hver hönd- in upp á móti annari innan hans. Reynsla Vestf irðinga. Vestfirðingar þekkja Alþýðu flokkinn e.t.v. betur en flestir aðrir Islendingar. Þeir hafa manna lengsta reynslu af dáð- Sigurður Kristjánsson alþm. mætti fyrir hönd miðstjórnar Sj álfstæðisflokksins á héraðs- mótinu á Flateyri s.l. sunnu- dag. Er nánar sagt frá héraðs- mótinu á 3. síðu. leysi hans. Isfirðingar i bæ og sýslum kannast mjög vel við lýsingu Hannibals á þessu liði. Þeir vita, að það er „hugsjóna- laust gamalt og værukært". Það er hinsvegar nokkurs virði að Hannibal Valdimarsson hef- ur viðurkennt það. Vestf irðingar munu við kosningarnar, sem f ram- undan eru, halda áf ram að efla frambjóðendur Sjálf- stæðisflokksins, sem und- anf arið haf a haft alla f or ystu um framkvæmdir og baráttu fyrir hagsmuna- málum fólksins. Þeir munu gefa „værukæru" „hækjuliði" hvíld svo það geti notið værðar við bitl- inga sína og embætti. Dugandi menn og óþreytt ir munu halda uppi bar- áttunni f yrir umbótamál- unum, ekki „í andstoðu við þjóðarviljann", heldur í samræmi við hann og með fullum stuðningi al- mennings.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.