Vesturland

Árgangur

Vesturland - 02.09.1949, Blaðsíða 2

Vesturland - 02.09.1949, Blaðsíða 2
2 VESTURLAND Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Sigurður Bjamason frá Vigur Afgreiðsla og auglýsingar Hafnarstrœti 12 (Uppsalir) Verð árgangsins krónur 20,00 Skrifstofa Uppsölum, sími 193 _____________________________________________________> Menntun og írelsi. Það er almennt viðurkennt, að takmark ríkisvaldsins í lýð- frjálsum löndum sé að auka, heill og hamingju þegna sinni. Einn þátturinn í þessari viðleitni rikisvaldsins er að auka menntun og þroska manna með bóknámi og skólagöngu. Allar lj'ðræðis- þjóðir verja stórfé til mennta- og menningarmála. Nauðsyn þess, að borgararnir séu vel menntaðir er augljós, ekki sizt þegar þess er gætt, að hinn óbreytti borgari hefur úrslitaáhrif á mál ríkis- ins með atkvæði sínu við kosningar í lýðfrjálsu landi. Allar lýð- ræðisþjóðir hafa því á síðari áratugum stóraukið almenna menntun þegna sinna og eignast þar með, að öðru jöfnu, hæfari og nýtari borgara, sem ættu að kunna fótum sínum forráð. Rök- rétt afleiðing aukinnar menntunar þjóðfélagsþegnanna væri aukið frjálsræði þeim til handa, á sem flestum sviðum i þjóðfé- laginu. En þessu er ekki þannig varið. Á sama tíma og stórfé er varið til að auka menntun og hæfni einstaklinganna, er ríkis- valdið sí og æ að þrengja, þau svið, sem einstaklingarnir hafa til athafna og afskipta af eigin málum, án eftirlits rikisvaldsins. Einstaklingurinn má jafnvel ekki kaupa föt, mat eða drykk nema með leyfi. Ekki byggja hús, hlöðu eða, fjós o. s. frv. 1 einræðislöndunum gengur þetta svo langt, að menn mega ekki skrifa, tala eða hugsa, nema eins og handhöfum ríkisvaldsins gott þykir. Hinn takmarkaði réttur eða, réttleysi borgaranna er eitt höfuð einkenni okkar tíma. Valdhafar nútímans taka sér æ meir og meir til fyrirmyndar i orði og verki einvalda fyrri tíma og segja: „Vér einir vitum“ og „vér einir getum“ leyst öll vandamál með ráðum og nefndum. Athafnasvið borgaranna er þrengt með margháttuðum lögum og reglugerðum, sem banna að gera þetta og hitt, nema með leyfi o.s.frv. Á hverju einasta ári eru sett slík lög. Nær vikulega eru settar reglugerðir eða auglýsingar hirtar um sama efni. Er svo löngu komið, að fáir eða engir botna i þeirri hann- flækju, sem eru lög í þessu landi. Þessi ofvöxtur í löggjöfinni er hættulegur og gagnstæður hagsmunum þjóðarinnar. Lögin og reglugerðirnar eru ekki í samræmi við þjóðarviljann. Af- leiðingin er stóraukið virðingarleysi fyrir lögum og rétti almennt og bitnar það á þeim lögum, sem nauðsynlegt er að séu í heiðri höfð. Þessi þróun er hin háskalegasta. Eina ráðið er að fækka hönn- unum og veita þegnunum meira frjálsræði í þágu sjálfra sín og þjóðfélagsins. Höfuðröksemd gegn frelsi einstaklinga og þjóða hefur verið sú, að þegnarnir eða þjóðirnar væru ekki nógu menntaðar til að fara með frelsið. Þessi röksemd hlýtur að verða þeim mun veigaminni, sem almenn menntun þegnanna er aukin og þroski þeirra vex. Réttleysi og bönn eru leifar gamalla tíma. Boðorð Moses voru 10. Flest þeirra byrja á orðunum: „Þú skalt ekki“. Þau voru því neikvæð. Boðorð Jesú frá Nazaret voru hinsvegar aðeins tvö. Þau voru jákvæð: „Þú skalt“ elska náunga þinn eins og sjálfan þig og elska og trúa á Guð. Boðorð Mose og bönn voru úrelt fyrir 2000 árum. Þó voru þau aðeins 10. Bönn Emils eru ekki 10 heldur skipta þau hundruðum. Enginn er í vafa um að boðorð meistarans frá Nazaret var stórkostleg framför miðað við bönn Moses. Þú skalt elska náungann eins og sjálfan þig, er glæsilegasta mannréttindaskrá allra tíma. Mannréttindaskrá frönsku byltingarinnar: Frelsi, jafnrétti og bræðralag er aðeins fátækleg upptalning þess, sem mannréttindaskrá meistarans felur í sér. Löggjöf okkar tíma er á villigötum. Hún mótast af Framboð Sjálfstæðisflokksins. Héraðanefndir og fulltrúaráð Sjálfstæðisflokksins í eftirfarandi kjördæmum hafa ákveðið frambjóðendur fyrir flokkinn við kosningarnar í haust: Gullbringu- og Kjósarsýsla: Ólafur Thors, fyrv. forsætisráðherra. Borgarf jarðarsýsla: Pétur Ottesen, bóndi, Innra-Hólmi. Dalasýsla: Þorsteinn Þorsteinsson, sýslumaður. Vestur-ísaf jarðarsýsla: Axel V. Tuiinius, lögreglustj., Bolungarvík Strandasýsla: Eggert Kristjánsson, stórkaupm., Rvík. Vestur-Húnavatnssýsla: Guðbrandur Isberg, sýslum. Blönduósi. hylli að fagna ekki sízt meðal kvenfólksins. Leikstjórn Gunnars Eyjólfs- sonar virtist mjög örugg og gekk leikurinn mjög eðlilega., enda hefur flokkurinn nú sýnt leikritið um 35 sinnum. Eftir leikinn léku þau Guð- hjörg Þorbjarnardóttir og Þor- grímur Einarsson gamanþátt, „Orð í síma töluð“, létt og lip- urt. Þá sagði Gunnar Eyjólfs- son tvær gamansögur og Lárus Ingólfsson söng gamanvísur og hermdi eftir ýmsum þjóðkunn- um mönnum með ágætum. Dagskránni var mjög vel fagnað af áhorfendum og skemmtu þeir sér hið bezta. Það er menningarauki að komu svo góðra gesta í bæinn. Hafi þeir þökk fyrir. --------0 ...... Samband veslfirzkra kvenna heldur aðalfund sinn dagana 2.— 3. september á ísafirði í Húsmæðra- skólanum. Þar verður auk lög- mæltra fundarstarfa, flutt tvö er- indi annað um uppeldismál og hitt um heilbrigðismál. Heimilt er öllum kvenfélagskon- um að sitja fundinn. Fjórðungsþing Fiskifélags íslands. verður að forfallalausu haldið á Isafirði 10. október n. k. Fund- arstaður tilkynnist deildum í sérstöku bréfi. DAGSKRÁ: Samkvæmt lögum um fjórðungssamhönd Fiskifélags Islands. Að þessu sinni fer fram kosning 4 aðalfulltrúa á Fiskiþing og 4 varafulltrúa, til næstu fjögra ára. Deildir eru beðnar að tilkynna fjórðungsstjórn kosningu full- trúa. P. t. Reykjavík, 26. ágúst 1949. F. h. fjórðungsstjórnar: Arngr. Fr. Bjarnason. Listræn leiksýning. Undanfarin kvöld hefur leik- flokkurinn „6 í bíl“ sýnt leik- ritið „Candida eftir George Bernhard Shaw fyrir fullu húsi áhorfenda. Shaw er, sem kunnugt er, eitt frægasta leik- ritaskáld veraldarinnar, sem nú er uppi. örugg bygging leikrita hans, lmyttni og djúp- hugsað efni hefur skipað hon- um i þennan sess. Er það vel, þegar slík leikrit eru valin til flutnings úti um landsbyggð- ina en ekki eintómt léttmeti, eins og oft vill verða. En „Candid“ kemur einnig við hláturvöðvana. K>anni er flettað inn í hið alvöruþrungna efni. Meðferð leikaranna á hlut- verkum sínum var ágæt, en bezt hjá Gunnari Eyjólfssyni, sem lék unga „skáldgeniið“ sér lega skemmtilega og Jóni Sig- urbjörnssyni, sem lék prestinn, jafnaðaiTnanninn sem hélt ræður alla daga vikunnar auk stólræðanna og átti geysilegri virðingar- og trúleysi á manninn. Afleiðing ])ess er virðingar- og traustleysi manna á löggjöf og ríkisvaldi. Ómenntaðir og lítilsigldir menn sætta sig við ófrclsi og kúgun, en menntaðir og þroskaðir menn ekki. Hcill þeirra og hamingja verður bezt tryggð með því að veita þeim sem mest frelsi á sem flestum sviðum. Með þvi er og hag þjóðfélagsins hezt borgið.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.