Vesturland

Árgangur

Vesturland - 02.09.1949, Blaðsíða 4

Vesturland - 02.09.1949, Blaðsíða 4
mótsins þakkað með dynjandi lófataki. Hófst nú dansinn og stóð fram á nótt við glæsilegan und- irleik „SNO“-triósins. Skemmti fólk sér hið bezta og stemming var í hámarki allt mótið frá upphafi til enda. Allt mótið fór mjög vel fram og var aðstandendum þess til hins mesta sóma, einkum þó Sjálfstæðisfólkinu á Flateyri, sem auðvitað hafði borið hita og þunga dagsins. Aðsókn að mótinu var afar mikil. Hátt á fjórða hundrað manns sótti það víðsvegar að úr kjördæminu, þar á meðal 50 manns úr Dýrafirði. -------0------- Úr bæ og byggð. Súðavíkurvegur. Lagningu Súðavikurvegar miðar vel áfram. Er nú að mestu lokið ruðningi um 1 km. inn fyrir svonefnda Götu, en þaðan er um 3 km. til Súðavík- ur. Er jarðýtan nú í ágætu ýtu- landi og verður það næsta hálfa kílómeterinn. Yfirleitt er sæmilega þurt og gott jarð- ýtuland framundan með smá höftum sem þarf að sprengja. Ef nægilegt fé væri fyrir hendi, væru möguleikar á i sæmilegri hausttíð að ljúka undirbygg- ingu vegarins alla leið. Mat Finns á ísafirði. I fjárlögum ársins 1947 voru veittar kr. 60 þúsund til styrkt- ar bókasafns byggingum í landinu á 15. gr. VII. 331ið. Fénu var skipt þannig: Akranes Flatey Húsavík ísafjörður Stykkish. 25.000,00 kr. 10.000,00 — 10.000,00 — 5.000,00 — 10.000,00 — Með öðrum orðum Akranes fékk fimm sinnum hærri styrk en Isafjörður. Ekki er þó blað- inu kunnugt um að veglegra bókasafn hafi verið i byggingu þar en hér á ísafirði. Dieseltogarinn Jörundur frá Akureyri kom hingað til hafnar s. I. þriðju- dag vegna bilunar á dýptar- mælir. Margir bæj arbúar gengu niður á bryggju til að sjá þennan glæsilega togara. Vesturland hefur ekki orðið vart „reim- leilca“ á pósthúsinu. Þvert á móti er það í þakkarskuld við hið lipra og ötula starfsfólk pósthússins fyrir vel unnin störf í þágu blaðsins. XXVI. árgangur. 2. september 1949. 23. tölublað. Fyrstu jarðgöng á íslandi. Á ÞESSU sumri var fulllokið fyrstu jarðgöngum, sem gerð hafa verið hér ú landi. Eru þau gegnum Arnarneshamar, sem er á veginum frá Isaf jarðarkaupstað áleiðis til Súðavíkur. Er ham- ar þessi, sem gengur í sjó fram, á innanverðu Arnarnesi. — Jarð- göngin liggja þvert i gegnum hamarinn og eru 35 m. löng og 4X5 m. á vídd. Er þannig hajgt að fara um þau á fullhlöðnum vöru- bifreiðum þótt háfermi sé á þeim. Saga verksins. Fyrst var byrjað á vinnu við jarðgöng þessi haustið 1947. En þá var aðeins unnið við þau nokkra daga vegna þess að það kom í ljós að bergið í hamrin- um var svo hart að engir borar voru til hérlendis, sem á því ynnu. Voru þá pantaðir nýir borar frá Englandi. Stóð svo lengi á þeim að ekki var hægt að byrja verkið að nýju fyr en haustið 1948. Var verkið þá hafið af fullum krafti og tók það um það bil tvo mánuði að ljúka því. Eru göngin nokkru lengri en ráð hafði verið fyrir gert. Verkfærin, sem notuð voru við sprengingarnar voru ein loftþjappa og mokstursvél, sem mokað var frá með eftir hverja sprengingu. Til jafnað- ar vannst hálfur meter á vinnu degi og segir Vegamálaskrif- stofan það nokkru minni af- köst en tíðkast í nágrannalönd- um okkar. Hinsvegar sé á það að líta að við Islendingar höf- um enga reynslu í slíkri mann- virkjagerð. Kostar 80 þús. kr. Kostnaður við þetta mann- virki er samtals um 80 þús. kr., ]>ar af 8 þús. kr. vegna kaupa á sprengiefni. Aðrir Tiæstu kostnaðarliðirnir éru verka- mannavinna óg verkfæraleiga. Verkstjóri við framkvæmd- ina var Charles Bjarnason á Isafirði en hann stjórnar lagn- ingu vegarins til Súðavíkur. Umsjónarmaður með verkinu af hálfu vegamálastjóra var Sigurður Jóhannsson, verkfræð ingur. Mikill fjöldi Vestfirð- inga og aðkomufólks hefur skoðað jarðgöngin í sumar. Miklar umræður hafa einnig staðið um það, hvort heppi- legra væri að vegurinn til Súða víkur lægi gegn um Arnarnes- hamar eða yfir Arnarnes. I sumar hefur verið unnið með jarðýtu að lagningu Súða- víkurvegar og er gert ráð fyr- ir að undirbyggingu vegarins verði komið alllangt áleiðis til Súðavíkur á þessu sumri. Meðal manna vestra eru j arðgöngin í gamni kölluð „þjóðgatið" og þykja hið merkilegasta mannvirki. Bolungarvíkurvegur. Samkvæmt upplýsingum er blaðið fékk hjá Charles Bjarna syni, verkstjóra, er lokið lagn- ingu vegarins út að Sporhamri, en þaðan er um 2 km. að Ósár- brú. I Sporhamri tekur við þverhníft klettabelti um 125 metra langt og þarf að sprengja fyrir vegstæðinu á þeim kafla. Er sprengingum lokið að hálfu leyti. Fyrir um hálfum mánuði var byrjað að ryðja veginn frá túnhorni á Ytra-Ósi og yfir hólana með jarðýtu, sem vegagerðin tók á leigu í Bolungarvik. Á jarðýt- an nú órudda um 400 metra í Sporhamar. Lokið er við að fylla með bílum að nýja Ósár- brúnni. Er þá eftir að byggja upphleyptan veg l'rá Ósárbrú eftir árhakkanum og yfir tún- in á um 500 metra kafla. Tak- markað sprengjuefni og vönt- un á varahlutum í j arðýtu vegagerðarinnar hefur tafið verkið nokkuð. Bæjarkeppni Hin árlega bæjarkeppni í frjálsum íþróttum milli Sigl- firðinga og Isfirðinga fer fram hér á Isafirði í byrjun þessa mánaðar. Þessi keppni hefir farið tvisvar fram áður og Sigl- firðingar unnið i hæði skiptin. Á laugardag og sunnudag n.k. fer fram frjálsíþróttamót Vest- fjarða og verður það úrtöku- mót í sambandi við væntan- lega bæjarkeppni helgina þar á eftir. Síldveiðin. Samkvæmt nýjustu fréttum er afli vestfirzku skipana sem hér segir: Arnarnes . 6390 m. tn, Ásbjörn . 1940 - Ásúlfur . 557 - Auðbjörn . 348 - Bangsi . 530 - - Einar Hálfd. . . 3000 - Finnbjörn ... . 1065 - FIosi . 2400 - Freydis . 1300 - Gunnbjörn . . . . 1871 - - Hugrún ...... . 2900 - - Isbjörn . 2424 - - Jón Valgeir . . 1414 - - Vébjörn . 948 - - Sæbjörn . 400 - Vikingur . . 360 - - Veggíóður nýkomið. Kristján Friðbjörnsson málari. Radiogrammófónn til sölu. Sveinbjörn Sveinbjörnsson. Sími 222. AÐALFUNDUR Ishúsfélags Isfirðinga h. f., Isafirði, verður haldinn á skrifstofu Niðursuðuverksmiðjunnar á Isafirði h.f., laugardaginn 24. sept- ember 1949 klukkan 5 e. h. DAGSKRÁ: Venjuleg aðalfundarstörf. Isafirði 29. ágúst 1949. STJÓRNIN.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.