Vesturland

Árgangur

Vesturland - 09.09.1949, Blaðsíða 4

Vesturland - 09.09.1949, Blaðsíða 4
MÖSE-dýrkendur. XXVI. árgangur. 9. september 1949. 24. tölublað. Hátt var þar látið. ÞESSIR vígalegu menn með stálhjálmana ern ekki innrásar- hermenn heldur friðsamir íslenzkir borgarar. Þetta eru verka- mennirnir sem unnu á Amarneshamrinum og skópu fyrstu jarðgöng á Islandi. Nöfn þeirra eru talin frá vinstri: Gunnar Pétursson; Sigurður Sveinsson; Pétur Pálsson, sprengj ustj óri; Charljes Bjarnason, verkstjóri; Veturliði Veturliðason, Svein- björn Veturliðason og Ölafur Vilhjálmsson. Frjálsíþróttamóí Yestfjarða. Úr bæ og byggð. Afmæli. Ekkjan Ketilríður Veturliða- dóttir, Hlíðarveg 33, verður sjötug á morgun. Andlát. Guðmundur Bjarnason, Sól- götu 5, andaðist eftir langvar- andi vanheilsu á Landspítalan- mn 6. þ. m. Guðmundur var lengi sjómaður á togaranum Hávarði Isfirðing og var hinn mesti dugnaðar- og efnismað- ur. Lík Guðmundar verður jarðsett á Isafirði. BÆJA RKEPPNI milli Siglufjarðar og Isa- fjarðar í frjálsum íþróttum fer fram á morgun og sunnudag. Isfirðingar fóru til Siglu- fjarðar í fyrra og töpuðu þá keppninni. Nú má búast við tvísýnni og skennntilegri keppni, og likur eru til að Is- firðingar sigri, ef reiknað er með þeim árangrum sem náðst hafa í sumar. I keppni við Þingeyinga náðu Siglfirðingar 10 027 stigum, en þeir sem keppa fyrir Isfirðinga hafa 10947 stig miðað við árangur frá síðasta móti. Isfirðingar bjóða Siglfirðing- ana velkomna til Isafjarðar. Bæjarbúar ættu að fjöl- menna út á völl, því búast má við skemmtilegri keppni. Trúlofun. Nýlega hafa opinberað trú- lofun sína ungfrú Arndís Stef- ánsdóttir, Hnífsdal og Ásgrím- ur Benediktsson, Isafirði. Handknattleiksmót Vestfjarða í I. flokki kvenna fór fram s. 1. sunnudag. Þátttakendur voru frá Herði og Vestra á Isa- firði og Höfrungum á Þingeyri. tJrslit urðu þessi: Hörður vann Höfrunga með 3:1. Vestri vann Höfrunga með 7:1 og Vestri vann Hörð með 2:1. Vestri hlaut 4 stig; Hörður 2 og Höfr- ungar 0 stig. Þetta er í þriðja skipti í röð, sem Vestri vinnur mót þetta, og hlaut hann því „Ármanns- bikarinn“, sem gefinn var af Glímufél. Ármann, til fullrar eignar. Þing Samband vestfirzkra kvenna var haldið í húsmæðraskólan- um hér i bæ 2. og 3. sept. s.l. 23 fulltrúar frá 12 félögum sátu þingið auk stjórnar. Stj óm sambandsins skipa nú: Frú Sigríður Guðmunds- dóttir, form., frú Guðrún Arn- b j arnardóttir, ritari og frú Unnur Guðmundsdóttir, gjald- keri. Frjálsíþróttamót Vestfjarða var háð á Isafirði dagana 4.— 5. sept. s.l. Þátttakendur voru 9 frá Ksf. Herði; 2 frá Umf. Gísla Súrssyni; 2 frá Ksf. Vestra og 2 frá Iþróttafélaginu Höfrungar. Ksf. Hörður vann mótið með 103 stigum og sæmd arheitið „Bezta frj álsíþróttafé- lag Vestfjarða 1949“. Gísli Súrsson fékk 24 stig, Höfrung- ar 17 stig og Vestri 9 stig. Ár- angur í einstökum greinum var mjög góður. Sett voru fjögur Vestfjarðamet: Guðmundur Hermannsson, Herði hljóp 100 metra á 11,2 sek. Ingvar Jóna- son, Herði hljóp 400 metra á 54,2 sek. 1 Kúluvarpi kastaði Guðmundur Hermannson 13,30 metra. Loks setti boðhlaups- sveit Harðar Vesfjarðamet í 4X100 metra boðhlaupi á 48,6 sek. Sveitina skipuðu: Gunn- laugur Jónasson, Ingvar Jónas- son, Haukur Sigurðsson og Guðmundur Hermannsson. Crslit: 100 metra hlaup: 1. Guðm. Ilermanss. H. 11,3 sek. 2. Jónas Ólafsson Höfr. 11,5 — 3. Gunnl. Jónasson II 11,9 — 4. Ingvar Jónasson H. 12,0 — M0 metra hlaup: 1. Ingvar Jónasson H 54,2 sek. 2. Jónas Ólafsson Höfr. 54,8 — 3. Haukur Sigurðsson H 56,5 — 4. Gunnl. Jónasson H 57,1 — 1500 metra hlaup: 1. Ingvar Jónasson H. 5:00,0 mín 2. Hauluir Sigurðss. H 5:00,0 — 3. Jónas Ólafss. Höfr. 5:17,6 — Hástökk: 1. Svavar Helgason GS 1,65 m. 2. Albert K. Sanders H 1,65 — 3. Guðm. Guðmundsson H 1,55 — Langstökk: l.Guðm. Hermannsson H. 6,40 m. 2. Gunnl. Jónasson H 5,98 — 3. Sig. B. Jónsson V 5,83 — 4. Jónas Ólafsson Höfr. 5,82 — Þrístökk: 1*. Svavar Helgason G.S. 12,89 m. 2. Magnús Guðjónsson V. 12,60 — 3. Jón Karl Sigurðsson H 12,40 — 4. Sigurður B. Jónsson V. 11,81 — Spjótkast: 1. Albert Ingibjartss. H 48,37 m. 2. Þórólfur Egilsson H 44,39 — 3. Kristj. Hagalínss. Höfr. 41,30 — Kringlukast: 1. Guðm. Hermannsson H 38,11 m. 2. Svavar Helgason GS 36,92 — 3. Albert Ingibjartss. H 31,55 — Iiúluvarp: 1. Guðm. Hermannss. H 13,30 m. 2. Svavar Helgason GS. 12,43 — 3. Albert Ingibjartss. H 12,02 — 4x100 metra boðhlaup: 1. Sveit Ilarðar........ 48,6 sek. Kommúnistablaðið Baldur hneykslast á því, að Vestur- land telur boðorð meistarans frá Nazaret standa boðorðum Móse framar. Það er varla von að kommúnistar viti það, að kristnir menn byggja siðfræði sína á kenningum Krists en ekki Móse. Boðorð Móse eru að sjálfsögðu ekki kristindómur og verða ekki þótt kennd séu í skólum landsins, sem merki- legar kennisetningar gamals tíma. Boðorð Móse voru úrelt fyrir 2000 árum, vegna þess að boðorð Krists og kenningar vörpuðu nýju ljósi mannúðar og mannkærleika á boðorð Móse og lögmálíð. Kristur sagði sjálfur: „Ætli ekki, að ég sé kominn til að niðurbrjóta lögmálið eða spámennina; ég er ekki kominn til þess að nið- ur brjóta, heldur til að upp- fylla". Kristur leyfði því hvorki manndráp né þjófnað enda verður það ekki samrýmt kenn ingu hans um að „elska skaltu náunga þinn, eins og sjálfan þig“. Það er ekki von, að kommún istar skilji þetta, þeir hafa lít- ið hirt um að tileinka sér lcenn ingar kristindómsins. Hinsveg- ar hafa þeir dyggilega tileink- að sér fjölmargt af lögmáli Móse, eins og t.d. „auga fyrir auga, og tönn fyrir tönn“ það er þeirra höfuðsiðkenning. Það er von að þessir Móse-dýrkend- ur séu hneyksljaðir á því, að Kristur sé talinn Móse fremri. Stríðsæsingar, manndráp og eignarán kommúnista úti um heim eru öllum Islendingum svo kunn, að þeir ættu sem minnst að minnast á boðorð og siðfræði. ----—O------- Hurðanaf nasp j öld bréfalokur m. áletr. nöfnum Minningarplötur á leiði SKILTAGERÐIN August Hákansson, Reykjavík Sýnishorn fyrirliggjandi. Móttöku pantana annast TRYGGVl J. JÓAKIMSSON Einherjar — Valkyrjur Utilega í Tungudal á helg- inni. Varðeldur fyrir framan Valhölll á laugardagskvöldið. Þeir skátar, sem hafa ráð á tjöldum eru beðnir að taka þa,u með. Stj órnirnar.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.