Vesturland

Árgangur

Vesturland - 19.09.1949, Síða 1

Vesturland - 19.09.1949, Síða 1
<3£fí® a/essrFWzoufm sdíteFssœsnsxmaM XXVI. árgangur ísafjörður, 19. september 1949. 25. tölublað. Stéttasamtök bænda mótmæla Framsóknarskipulagínu Krefjast þess að bændur hafi verðákvörðun- arvaldið. Á aðalfundi Stéttasambands bænda, sem haldinn var fyi-ir nokkru norður í Mývatnssveit gerðust þau tíðindi, að samþykkt voru með samhljóða atkvæðum mótmæli gegn því skipulagi verðlagsmála landbúnaðarins, sem Framsóknarflokkurinn kom á, er núverandi ríkisstjórn var mynduð. Það skipulag var í því fólgið, að embættis- manni í Reykjavík, hagstofustjóra, var fengið úrslitavald um útreikning verðlagsvísitölu landbúnaðarins. Hefur þessi embættismaður ráðið verðlagningu landbúnaðaraf- urða s. 1. 2 ár. Hefur stefna Framsóknarflokksins beðið mikinn ósigur við þessi einróma mótmæli Stéttasambands bænda. „Hækjan“ komin á kreik. Betra er að veifa röngu tré en öngu. Það sannast á framboði Alþýðuflokksins í N orður-í saf j arðar sýslu. Kratarnir bjóða þar nú fram manninn, sem sveik í sjálfstæðismálinu og lýsti því yfir fyrir nokkrum mán uðum opinberlega, að Al- þýðuflokkurinn væri „hug- sjónalaus. gamaJI og væru- kær“ og þess utan „hækju- lið í andstöðu við þjóðarvilj ann“. Úr þessari lýsingu sinni reynir Hannibaí Valdimars- son að draga lítillega í síð- asta Skutli. Segist hann hafa sagt að sér „þætti Al- þýðufloklturinn full væru- kær og hugsjónaeldur for- ystumana hans jafnvel tek- inn að slokna“. Hvern skyldi furða á því? En maðurinn, sem sveik í sjálfstæðismáiinu. reynir að slá sig til riddara á því að hafa gefið þessa hrein- skilnu og sönnu lýsingu á Alþýðuflokknum. Það hefði hann e.t.v. getað gert, ef hann hefði neitað öllu sam- neyti við „hækjuliðið“. En nú kemur hann auðmjúkur og biður afsökunar á fram- komu sinni. Allt þetta gerir maðurinn til þess að mega í nokkrar vikur hafa von um uppbótarþingsæti fyrir hinn „hugsjónalausa gamla og værukæra“ flokk, sem hann hefur opinberlega lýst yfir að sé „í andstöðu við þjóðarviljann“. Svo ætlast maðurinn til þess, að Vest- firingar líti á sig sem hetju ?! Hvílík hetja.!! I hverju hefur dirfska og „hugsjónir“ þessa uppbótar krata annars lýst sér þau 3 ár, sem hann hefur setið á Alþingi? 1 því að elta kommúnista nær undantekningarlaust í afstöðunni til þýðingar- mestu mála þjóðarinnar, utanríkismálanna. Þar birt- ist hinn „óháði og sterki Gerðadómsákvæðið verði afnumið. Ályktun sú, sem aðalfundur stéttasambandsins gerði um þetta efni, er á þessa leið: „Að fenginni reynslu á framkvæntd laga um framleiðsluráð landbún- aðarins o. fl. skorar fund- urinn á stjórn Stéttasam- bands bærida að vinna að því við þing og stjórn, að gerðadómsákvæðin verði vilji“ mannsins, sem sveik í sjálfstæðismálinu á lýðveld- issumrinu. En í innanlandsmálunum? Þar elti uppbótarkratinn „hækjuliðið“ eins dyggilega og Stefáni Jóhann þóknað- ist. Þennan mann ætla krat- arnir að bjóða Norður-Is- firðingum við kosningarnar í haust. Vesalings pínu litli flokkurinn, sem ekki sést lengur með berum augum. Hann er sannkallað „hækju Iið“. Réttara orð hefur Hannibal Valdimarssyni aldrei hrotið af munni. En hver öfundar hann af því hlutverki, sem hann nú hef- ur tekið að sér að leika? Er hann ekki ein þeirra „hækja“, sem „hækjuliðið“ býður fram? úr lögum numin á næsta þingi og bændur geti ein- ir áltveðið verð á fram- leiðslu sinni á grundvelli þeirra fullkomnustu skýrslna, sem fáanlegar eru um framleiðslukostn- að og með hliðsjón af launakjörum annarra stétta“. Stefna Sjálfstæðisflokksins. Islenzkir bændur hafa þann- ig lýst andstöðu sinni við Tímaskipulagið á verðlagn- ingu landbúnaðarafurða. Þeir hafa. gert það eins greinilega og frekast verður á kosið. En hver er stefna Sjálfstæð- isflokksins i þessum málum? Hún fólst í skipulagi þvi, sem fyrverandi ríkisstjórn og landbúnaðarráðherra hennar markaði. Pétur Magnússon beitti sér fyrir setningu lag- anna um Búnaðarráð. I því áttu sæti bændur úr öllum landsfjórðungum. Þetta ráð og fimm manna verðlagsnefnd, sem einn- ig var eingöngu skipað bændum, fór með verð- lagningarvaldið. Það voru þannig bændur ein- ir, sem ákváðu verð af- urða sinna. Þetta skipulag kröfðust Fram- sóknarmenn að yrði afnumið, þegar núverandi rikisstjórn var mynduð. Það var afnumið og gerðadómur embættis- manns i Reykjavik lögleiddur í staðinn. En nú liafa bændur sjálfir valið á milli Tímaskipu lagsins og stefnu Péturs heit- ins Magnússonar og Sjálfstæð- isflokksins. Þeir hafa mótmælt Framsóknarskipulaginu en lýst yfir fylgi sínu við stefnu Sj álfstæðisf lokksins. Undanhald Framsóknar. En Timinn og Framsókn var ekki lengi á sér að venda sinu kvæði í kross, þegar móhnæli bænda urðu heyrum kunn. Tíminn fór strax að tala um nauðsyn „bætts skipulags“ og lét nú, sem Sjálfstæðisflokks- menn hefðu verið við óburð hans riðnir. Allir vissu, að það er einber uppspuni. Bjarni As- geirsson og Eysteinn kröfðust þessa skipulags og fengu þvi fram komið. Sannleikurinn er sá, að Framsóknarmenn standa nú gjörsamlega á flæði- skeri í þessum málum. Þeir verða nú að éta ofan í sig allar svívirðingarn- ar um Pétur heitinn Magnússon og stefnu hans og Sjálfstæðisflokks ins í verðlagningarmál- um landbúnaðarins. Bændastéttin hefur sjálf talað. Þá verður Tíma- og Framsóknarrógurinn að þagna. Sjálfstæðisflokk- urinn fagnar því hinsveg- ar, að fulltrúar bænda- stéttarinnar skuli nú ein- róma lýsa yfir andstöðu við Framsóknarskipulag- ið. Sjálfstæðismenn eru reiðubúnir til þess að taka upp samvinnu við þá um framkvæmd þeirrar stefnu, sem lýst var yfir í ályktun aðalfundar Stéttasambands bænda.

x

Vesturland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.