Vesturland

Árgangur

Vesturland - 19.09.1949, Blaðsíða 3

Vesturland - 19.09.1949, Blaðsíða 3
VESTURLAND 3 Maðurinn með kíkirinn og flokkur hans Miðsumarskvöld á Arnarhóli. Að kvöldi hins 21. júli s. 1. var hversdagsleiki hins i'á- brotna lífs höfuðborgar okkar skyndilega rofinn. Æðstu menn þriggja ágætra frænd- þjóða okkar skyldu tala á Arn- arhóli. Þegar fundur þessi var auglýstur álitu margir að þar myndi verða mikið fjölmenni. Svo varð þó ekki. Ekki mun þó orsök þess hafa verið sú, að Islendingar tækju hinum erlendu virðingarmönnum frá Norðurlöndunum með fáleik- um. Hitt mun sanni nær að öll umgerð fundarhaldsins hafi ekki fallið almenningi í Reykjavík í geð. Alþýðuflokk- urinn og Alþýðusamband Is- lands höfðu hoðað til furidar- ins. Höfðu Alþýðuflokksmenn í stjórn Alþýðusambandsins ráðið þátttöku þess án þess að hafa um það samráð við ineð- stjórnendur sina úr öðrum flokkum. — Vakti þessi ráða- breytni því megna andúð og reiði. — þótti sýnt að Alþýðu- flokksmenn ætluðu sér nú að taka upp hátt Kommúnista og nota verkalýðssamtökin til framdráttar flokkshagsmun- um sínum. Þegar Alþýðuflokk- urinn sást ekki með berum augum. Nokkru eftir að fundarhald Alþýðuflokksins hófst við styltu Ingólfs Arnarsonar lagði ég leið mína þangað til þess að hlusta á hina ágætu gesti frá Norðurlöndum. Veður var all- gott, hægviðri og nokkurnveg- inn þurt framan af. En á Arn- arhóli var dauflegt um að lit- ast. Þar stóð ræðustóll og hinir fögru krossfánar Norðurlanda blöktu við hún í andvaranum. En hvar var fólkið i Reykja- vik? Þarna var svo að segja ekkert fólk, aðeins örfámenn- ur hópur rétt við ræðustólinn. Þetta var Alþýðuflokkurinn! Pínulitli l'Iokkurinn!! Það var beinlinis dapurlegt að horfa upp á þetta. Þarna voru ágætir og mikilhæfir menn eins og Halvard Lange og Tage Erlander að ógleymd- um fjármálaráðherra Dana, viðkunnanlegasta manni. En engir til að hlusta á þá. Þegar ég labbaði burtu nið- ur Hverfisgötu framhjá skrif- stofuhúsi Alþýðuflokksins kom ég auga á mann, sem stóð í dyrum Alþýðuprentsmiðj unn- ar. Hann var með sjónauka og var að kíkja ó samkomu Al- þýðuflokksins yfir á Arnar- hóli! — Þessi maður var Vil- B í Ó Alþýðuhússins sýnir: Mánudag og þriðjudag kl. 9 I heljar greipum Áhrifamikil ensk njósn- aramynd. Aðalhlutverk: Robert Beatty Simone Signoret Bönnuð börnum innan 16 ára. Herbergi óskast. Bæjarstjóri. Prentstofan Isrún h. f. 1949. mundur landlæknir, fyrver- andi þingmaður Alþýðuflokks- ins. Jæja, svona var þá kom- ið, Alþýðuflokkurinn ís- lenzki sást þá ekki lengur með berum augum, jafn- vel ekki frá húsi sínu þvert yfir götu! Svo geipi lega höfðu Reykvíkingar refsað honum fyrir skort hans á háttvísi þetta mið- sumarskvöld. Einn af fyrverandi þingmönnum flokksins gat heldur ekki verið þekktur fyrir að láta sjá sig í hinum þunn skipuðu röðum hans. Hann tók þessvegna þann kost að freista þess að koma auga á hann með því að nota sjónauka!! Þetta er sönn saga en sorg- leg — fyrir Alþýðuflokkinn á Islandi. Bending í ákveðna átt. En hvaða ályktun má af þessari sögu draga? Það skipt ir mestu máli. Þá, að Alþýðu- flokkurinn virðist vera ráðinn í því að troða slóð kommún- ista og misnota verkalýðs- hreyfinguna til framdráttar pólitískum klíkuhagsmunum sínum, jafnskjótt og fyrsta tækifæri gefst. Þessvegna lét hann Alþýðusambandið boða til útifundarins á Arnarhóli þar sem fluttur skyldi einhliða áróður fyrir Alþýðuflokkinn. En afleiðing þessa tiltækis bendir í ákveðna átt. Það get- ur engum dulist. íslendingar vilj a ekki að ein ræðisbrölt konnnúnista í verka lýðshreyfingunni endurtaki sig Ef Alþýðuflokkurinn heldur á- fram að freista þess að nota Alþýðusambandið fyrir póli- tískt skálkaskjól verður þess ekki langt að bíða að liann verði gj örsamlega ósýnilegur hversu sterkum sjónauka, sem beint er að honum. Gagnfræðaskólinn á ísasrði hefir fengið samþykki fræðslumálastjórnar til að haga kennslu f jórða bekkjar þannig í vetur, að nemendur taki á vori komanda próf upp í II. bekk menntaskóla. Umsóknum um námsvist í IV. bekk sé skilað til skóla- stjóra fyrir 25. september n.k. ísafirði, 11. september 1949. Hannibal Valdimarsson, skólastjóri. Gagnfræðaskólinn á ísaarði tekur til starfa 1. okt. næstkomandi. Nemendur I. bekkjar komi til skráningar þriðjudaginn 27. september kl. 2 'e. h. Umsóknir utanhæj arnemenda séu komnar til skólastj óra fyrir sama tíma. Isafirði, 10. sept. 1949. Hannibal Valdimarsson, skólastjóri. -----------—.—......—-—»——------------- Innilega þakka ég öllum kunningjum og venzlafólki fjær og nær, fgrir þd ánægju, sem það sýndi mér d 70 ára afmæli mínu, með heimsóknum, skeytum, gjöfum og blómum. Bið ég góðan guð að launa þeim. Iíetilríður Guðrún Veturliðadóttir Hlíðarveg 33, Isafirði. -____________________;______________________>

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.