Vesturland


Vesturland - 24.09.1949, Blaðsíða 1

Vesturland - 24.09.1949, Blaðsíða 1
&jsn® a/esarpmzxm ssúGFssmmsMímMíi XXVI. árgangur Isafjörður, 24. september 1949. 26. tölublað. FRAMBOÐ SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS: Kjarían J. læknir verður í kjöri á ísaíirði. Á sameiginlegum fundi Sj álfstæðisfélaganna á Isafirði, sem haldinn var að Uppsölum s. 1. mánudagskvöld, var einróma. sam- þykkt tillaga frá fulltrúaráði Sj álfstæðisfélaganna um að óska þess, að Kjartan J. Jóhannson, læknir, verði í framboði fyrir Sj álfstæðisflokkinn á Isafirði við kosningarnar i haust og sam- þykkti hann að verða hér í kjöri. Framboð Kjartans hefur dregizt nokkuð, vegna fjarveru hans úr bænum, en hann hefur í sumar verið við framhaldsnám í fræðigrein shmi vestur i Bandarikjunum. Kjartan J. Jóhannsson er svo kunnur hverju manns- barni hér í bæ að óþarft er að kynna hann bæjarbúum. Kjartan hefur verið starfandi læknir hér frá því i október 1932 eða nálega samfleytt í 17 ár. Á þessum árum hefur hann. hlotið almenna viðurkenningu, sem framúrskarandi ötull og góður læknir, sem ávallt er reiðubúinn, hvort heldur er á nóttu sem degi, að heimsækja sjúklinga sína. Vinnutími hans hefur oft verið langur og svefn inn lítill. En jafnan kemur Kjartan strax. Hann er einn þeirra fáu dugnaðarmanna, sem hefur tíma til alls. Félags- og framfaramaður. Kjartan er ekki einasta dug- andi og farsæll læknir, sem að- eins hefur áhuga fyrir fræði- grein sinni, heldur er hann og áhugasamur um almenn félags mál og framfarir. Honum er ekkert óviðkomandi er horfir til heilla og framfara. Sam- hliða. erfiðum læknisstöi*fum hefur hann tekið þátt í mörg- um f élögum og hvarvetna unn- ið að framgangi góðra mála. Hann var i stjórn Skíðaf. Isa- fjarðar er skíðaskálinn var byggður. Formaður í bygginga nefnd Sundhallar Isafjarðar og einn ötulasti forgöngumað- ur um byggingu hennar. For- maður Rauðakrossdeildar Isa- fjarðar og hefur deildin m.a. unnið að því að koma sjúkra- flutningum í betra horf en ver- . ið hefur með því að fá hingað sjúkrabifreið og fé hefur verið safnað til kaupa á Helicopter- flugvél til sjúkraflutninga. Auk þess á hann sæti í stjórn- um fjölda félaga og fyrir- tækja. Atvinnumál. Kjartan hefur látið atvinnu- mál mjög til sín taka. Sérstak- lega útgerðar- og iðnaðarmál. Hann var með í kaupum á hin- um myndarlega Svíþjóðarbát, Ásúlfi. Keypti hið aflasæla sildarskip Arnarnes, sem raun- ar var fyrirhugað til selveiða, en vegna fjárskorts og lán- fjárleysis hefur ekki til þessa verið kleyft að gera þá merki- legu tilraun i islenzku atvimju- lífi. Þá er áhugi Kjartans á iðn- aðarmálum almenningi kunn- ur. Sjálfur er hann sonur vel- metins iðnaðarmanns og hefur þá bjargföstu trú, að með auk- inni vinnslu íslenzkra efna og afurða skapist það öryggi í af- komu verkamanna og raunar þjóðarinnar allrar, sem nú skortir svo mjög á. Undirstaða alls iðnaðar er orkan, rafmagn ið. Kjartan Jóhannsson hefur mikinn áhuga fyrir raforku- málum og benti t.d. fyrstur manna á þann möguleika, að sameining raforku og hita- framleiðslu — hitaveitan — væri heppilegasta lausnin a raforkumálum þessa bæjar. Sérfræðingar ríkisvaldsins rannsökuðu þessa leið, og nið- urstaðan varð sú, að Alþingi samþ. lög um hitaveitu á Isa- firði. Að það mál er ekki kom- ið á lengri rekspöl stafar ein- göngu af andstöðu manna, sem af pólitiskum ástæðum telja, að þetta merkilega mál sé þeim óhagstætt. Kjartan Jóhannsson hefur staðið að tilraunum um vinnslu brúnkola i Súgandafirði, bygg- ingu rækjuverksmiðju og starf rækslu efnalaugar hér á Isa- firði. Er Kjartan Jóhannsson tók sæti á Alþingi haustið 1946 sem uppbótarþingmaður Sj álf- stæðisflokksins í stað Bjarna Benediktssonar, í nokkrar vik- ur, flutti hann frumvarp til laga um fiskiðjuver ríkisins á Isafirði. Þá þegar sá Kjartan fram á það, að fjárhagslegt bolmagn vantaði hér vestra til að koma upp þessu mikla nauð synjafyrirtæki og því væri i*étt að ríkisvaldið hlypi undir bagga. Var í frumv. ákvæði um það, að samtök útgerðarmanna gætu á hagkvæman hátt eign- ast fyrirtækið síðar og tekið við stjórn þess. Vakti þetta frumvarp mikla athygli á Al- þingi á sínum tíma, sem merki leg tilraun til að leysa vanda- mál bátaútvegsins. En þing- manni Isafjarðarkaupstaðar, Finni Jónssyni, lét sér fátt um finnast og hefur ekkert frekar af þessu máli heyrst. Isfirðingar þurfa nýjan þingmann. Isfirðingar tóku þá ákvörð- í ársbyrjun 1946 að skipta un um stjórnendur i bænum. Sið- an hafa hér orðið meiri fram- kvæmdir á vegum bæjarfélags- ins en samanl. á þeim 24 árum, sem fyrri stjórnendur höfðu hér völd. Hins vegar sást Is- firðingum yfir nauðsyn þess að skipta einnig um forustu sína á Alþingi sumarið 1946. Það er nú komið á daginn, að sú yfir- sjón hefur haft hinar alvarleg- ustu afleiðingar. Framkoma þingmanns kjör- dæmisins, Finns Jónssonar, á Alþingi og i Fjárhagsráði gagn vart bæjarfélaginu hefur verio með slíkum endemum að dæmalaus mun yera. I stað þess að fylgj a fram málum kjördæmisins eftir fyllsta megni, hefur hann ^Tnist leynt eða Ijóst lagst gegn málum kaupstaðarins, eða ekki haft manndóm til að fylgja þeim fram. Ótal dæmi má nefna um þetta. Afskipti hans í Fjárhags ráði af hitaveitumálinu eru öll- uní kunn og sömuleiðis neitaði Fjárhagsráð Isaf j arðarkaup- stað um gj aldeyrisleyfi fyrir vatnsveiturörunum til Tungu- ár i nál. 5 mán. haustið 1947. Framlög f j árveitingavaldsins til hafnarinnar og skólabygg- inganna undanfarin ár eru gott dæmi um vinnubrögð þing- mannsins á Alþingi. Þetta er Isfirðingum nú ljóst, þeir vita, að það er ekki prívat mál þingmannsins hvort Isa- fjörður fær sinn skerf skv. lög- um til opinberra framkvæmda. Það er mál sem snertir hvern skattþegn hér i bæ. Isfirðingar vita líka að Al- þýðuflokkurinn tekur ekki við völdum í þessum bæ á næstu árum. Þessvegna er höfuðnauð syn, að svipta Alþýðuflokkinn meðferð mála kaupstaðarins á Alþingi og kjósa nýjan þing- mann, sem hefur áhuga * og vilja til að sækja mál Isfirð- inga af kappi á Alþingi og hrinda, af stað fjölda mála er hér bíða úrlausnar á sviði at- vinnulífsins. Engum er betur treystandi til þess en Kjartani Jóhannssyni. Þessvegna er kjörorð allra góðra hfirðinga við þessar kosningar: KJARTAN A ÞING!

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.