Vesturland

Árgangur

Vesturland - 24.09.1949, Blaðsíða 2

Vesturland - 24.09.1949, Blaðsíða 2
2 VESTURLAND Ritstjóri og ábyrgðamiaður: Sigurður Bjarnason frá Vigur . Afgreiðsla og augljrsingar Hafnarstræti 12 (Uppsalir) Verð árgangsins krónur 20,00 Skrifstofa Uppsölum, sími 193 Fall sterlingspondsins. Akvörðun bre/.ku verkamannastjómarinnar um að lækka gengi sterlingspundsins miðað við dollar hefur vakið heimsat- hygli og haft í íör með sér hliðstæða lækkun á gjaldeyri flestra þjóða á sterlingssvæðinu gagnvart dollar, en óbreytt gengi gagn- vart sterlingspundinu. Þessi ákvörðun brezku stjórnaririnar kom mjög á óvart. Fjármálaráðherra Breta, Sir Stafford Cripps, hafði margoft lýst því yfir, að ékki kæmi til mála að lækka gengi Sterlingspundsins. Að vísu voru fjárhagsörðugleikar Breta mikl- ir eftir striðið. Dollaraskorturinn var geysilegur þrátt fyrir við- tæka aðstoð Bandaríkj anna gegniun Marshallhj álpina og út- flutningsframleiðslan átti við mikla erfiðleika að striða. Brezka stjórnin gerði sér að vísu vonir um, að aukin framleiðsla og lækkaður tilkostnaður myndi gera gengisfellingu óþarfa en í ljós kom, að framleiðshiaukningin var of seinvirk. Þá kom og ])að til, að vantrú bafði skapazt á sterlingspundinu, sérstaklega i Bandaríkjunum, og háværar raddir voru um það, að gengis- felling pundsins væri óhjákvæmiíeg. Þetta traustleysi á sterlings- pundinu orsakaði minnkandi útflutning frá Bretlandi til Banda- ríkjanna síðustu vikurnar. Þegar svo var komið ákvað brezka verkamannastjórnin, að lækka gengi sterlingspundsins til að bæta úr dollaraskortinum og létta undir með útflutningi framleiðslunnar og koma þar með í veg fyrir stórfellt atvinnuleysi og vöruskort í landinu. Talið er, að þessi gengislækkun hækki framfærslukostnað sáralítið í Bretlandi eða um 1%. Sir Stafford Cripps lagði mikla áherzlu á það í ræðu sinni s.l. sunnudagskvöld, að kaupgjald i Bretlandi yrði að vera óbreytt, ella kæmi gengisfelling punds- ins Bretum að engu gagni. Ríkisstjórn Islands tók þá ákvörðun s.l. mánudag eins og l’lestar ríkisstjórnir á sterlingssvæðinu, að láta gengi íslenzku krónunnar fylgja pundinu, þ.e. að gengi hennar gagnvart pundi yrði óbreytt, en lækkar gagnvart dollar jafnmikið og pundið. Allir munu, að athuguðu máli, sammála þessari ákvörðun ríkis- stjórnarinnar að láta gengi krónunnar fylgja sterlingspundinu, eins og það hefur gert allt frá því 1926, ef frá eru talin nokkur ár í síðasta stríði, er gengi krónunnar var jafnframt að nokkru leyti miðað við gengi dollara. — Aðalviðskipti okkar eru við Bretland og þau lönd, er miða gjaldeyri sinn við sterlingspund. Ef Islendingar hefðu ekki ákveðið a.ð láta gengi krónunnar gagnvart sterlingspundi vera óbreytt, hefði gengi íslenzku krón- unnar gagnvart sterlingspundi og öðrum gjaldeyri á sterlings- svæðinu ha^kkað stórlega, en það hefði óhjákvæmilega haft í för með sér algera stöðvun á útflutningi okkar til þessara. aðal- viðskiptaþjóða okkar og um leið stöðvun á innflutningi nauð- synjavara til landsins. Það er heldur ekki vitað, að tillögur hafi komið fram um gengisliækkun íslenzku krónunar og hefur þó margt og inikið um gengismálið verið skrifað hér á landi hin síðari ár. Það sem skeð hefur er ekki almenn gengislækkun, heldur leiðrétting á skráningu dollaragengis og gengis annara landa, leiðrétting á misræmi — gengisfalli — sem raunverulega hafði átt sér stað löngu áður, bæði hvað snerti íslenzku krónuna og gjaldeyri þeirra landa, er nú hafa, að dæmi Breta, lækkað gengi sitt gagnvart dollar. Hér á landi hefur þessi leiðrétting naumast önnur áhrif en þau, að verðlag á vörum frá dollarasvæðinu hækka í verði. Þess ber að gæta að vörur þa>r, sem þaðan eru keyptar eru mest megnis f j árfestingarvörur, Hækkun vísitölunnar verður því væntanlega óveruleg, ekki Fréttabréf úr Bolungarvík. Útgerð og atvinna. Allir bátarnir, sem til síld- veiða fóru í sumar eru fyrir nokkru komnir heim. öfluðu þeir yfirleitt lítið, en þó fengu tveir þeirra sæmilegan afla, þeir „Einar Hálfdáns“ og „Flosi“. Skipstjórar á þeim eru hinir góðkunnu aflamenn, Hálfdán Einarsson og Jakob Þorláksson. Hefir bátunum nú verið lagt um tíma í Isaf jarðarhöfn, nema „Hugrún“ er byrj uð suð- urferðir að vanda. Hafa þær l'erðir verið til mikils hagræðis fyrir þorpsbúa, sérstaklega þó áður en Ríkisskip tóku upp á- ætlunarferðir hingað, því að þá voru allir flutningar, bæði hvað snerti varning og póst, í algerlega óviðunandi ástandi. Sjósókn er lítil héðan sem stendur, aðeins nokkrar „trill- ur“ og áraskip. Atvinnuleysi er þó ekkert liér, hafa allir, sem í burtu voru í sumar feng- ið vinnu jáfnóðum og þeir komu heim. Byggingaframkvæmdr hafa verð miklar í þorpinu bæði í- búðarhúsabyggingar og við stækkun og breytingu á hrað- frystihúsi Ishúsfél. Bolungavik ur h.f. Fiskimjölsverksmiðjan er og í uppsiglingu. Má vænta þess, að þær umbætur verði til mikilla hagsbóta fyrir útgerð- ina hér. Með þessari aukningu eykst geymslurúm hraðfrysti- hússins allverulega og mögu- leikar til aukinna afkasta skap ast, auk þess batna vinnuskil- yrði og aðbúnaður á vinnustað verulega frá því, sem áður var. Er það að sjálfsögðu til hags- bóta fyrir bæði atvinnurekend- ur og verkafólk og skapar auk þess frekari tryggingu fyrir því, að framleiðslan verði fyrsta flokks vara. Tilkoma fiskimjölsverksmiðju er þýðingarmikið spor í áttina til fyllri nýtingar á hráefninu, fiskinum, vonandi verður á- framhald á þeirri sjálfsögðu þróun. Landbúnaður. Þegar minnst er á Bolungar- vík og atvinnuskilyrði þar, kemur mönnum að jafnaði fyrst i hug sj ávarútvegur og störf i sambandi við hann, enda má segj a, að afkoma Bol- ungarvikur standi og falli með útgerðinni, eins og annarra sjá varþorpa liér vestanlands. En Bolungarvik hefir upp á fleira að bjóða. Inn af þorp- inu ganga tveir grösugir dalir og í dalnum inn af Skálavík er mikið af ræktanlegu landi. I þessum dölum er rekinn snot- ur búskapur, þótt ekki séu þar stórbýli, enda hafa bændur átt við mjög mikla örðugleika að etja, hvað ræktun snertir, sök- um algers verkfæraskorts. Nú hefir þó nokkuð raknað úr því, þar sem ræktunarsambandið hefir eignazt stórvirkar jarð- vinnsluvélar og munu bændur riyggja gott til þess. Einstakir bændur hafa einnig komið sér upp allmyndarlegum vélakosti og stendur það til bóta. Eins og menn vita hefir tíð- arfar verið heldur stirfið hér vestra í sumar, og hefir það valdið bændum miklum erfið- leikum. I fyrri hluta ágústmán aðar var þó allgóður þurrka- kafli og náðu menn þá töðu sinni inn að mestu. Síðan kom langur rosakafli, en létti svo til um 9. sept., og rættist þá mjög úr um nýtingu þeirra heyja, sem safnast höfðu í ó- þurrkunum. Mun mega segja, að yfirleitt sé heyfengur bænda þar ytra í meðallagi og sumstaðar betri. Hafnar- og vegamál. Frumskilyrði fyrir áfram- haldandi tilveru Bolungarvík- ur er, að hafnarmálið verði leyst á viðunandi hátt. Mjög skortir á, að þorpsbúar séu ánægðir með þá tilhögun, sem höfð hefir verið á framkvæmd liafnargerðarinnar. Hafa mönn um virzt framkvæmdirnar lík- ari tilraun með hversu veik-‘ bvggt mannvirkið mætti vera, án þess að til stórskaða yrði. Værj vel, ef yfirstjórn hafnar- málanna vildi gera þessar til- raunir á öðrum vettvangi, þannig að þær yrðu ekki til stórskaða fyrir sama byggðar- lagið áratug eftir áratug. Þeir sem með stjóm þessara mála Framhald á 4.. síðu. sízt, ef hið hækkaða dollaragengi yrði til þess að auka útflutn- ing okkar til dollarasvæðisins og þar með gera okkur kleyft að kaupa þaðan ýmsar vörur með hagstæðara verði en við kaupum nú frá clearing-löndum. Allar vonir eru því til þess, að þessi ráðstöfun i gengismálunum muni ekki skerða lífskjör almenn- ings.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.