Vesturland

Árgangur

Vesturland - 30.09.1949, Síða 1

Vesturland - 30.09.1949, Síða 1
Frambj óðendur Sj álfstæðisflokksins Iíjartan J. Jóhannsson, frambjó'öandi Sjdlfslæöisflokksins í ísafjaróarkaupstaö. 1 Axel V. Tulinius, frambjóöandi Sjálfstæöisflokksins i Vestur-ísafjarfiarsýslu. Gisli Jónsson, frambjóöandi Sjálfstæöisflokksins i Baröastrandarsýslu. á Vestfjörðum Vestfirðingar! Sendáð Sjálístæðismenn á þing. Vestfirzkir kjósendur! Þann 23. og 24. október verður gengið til Alþingiskosn- inga, vetrarkosninga. Framsóknarflokkurinn hefur kraf- ist. þessara kosninga. Hann segist hafa rofið stjórnarsam- starf það, sem hófst árið 1947, en lætur þó ráðherra sína sitja, sem fastast í ráðherrastólunum. Þessar kosningar, tæpu ári fyrr en reglulegar kosningar áttu að fara fram, eru afleiðing þess að stjórnarsamstarf lýðræðisflokkanna hefur mistekist. Orsakir þess eru fyrst og fremst tvær: Máttlaus og gæfulítil forysta Alþýðu- flokksins og óheilindi Framsóknarflokksins. sem hefur allt frá upphafi verið óheill í samstarfinu vegna persónu- legrar valdastreytu innan flokksins. Avöxtur hinnar lélegu stjórnarforystu og óheilinda eru margþættir örðugleikar, sívaxandi dýrtíð, versnandi f jár- hagur ríkissjóðs og stjórnmálaspilling, sem ógnar lýðræði og þingræði landsmanna. Svo grálega hefur samstjórnar- fyrirkomulagið undir forystu Alþýðuflokksins leikið ís- lendinga, sem eiga elztu löggjafarsamkomu í heiminum. Stefnubreyting er lífsnauðsyn. Hugsandi fólk í öllum flokkum og stéttum sér að við svo búið verður ekki unað. Þjóðin verður að fá nýja forystu. Hún verður að fá einum flokki forystuna. Sjálfstæðis- flokkurinn, sem við síðustu kosningar fékk 20 þingmenn kjörna og 40% atkvæða, er eini flokkurinn, sem möguleika hefur til þess að fá hreinan þingmeirihluta. Til þess að svo geti orðið þurfa aðeins 411 kjósendur í 8 kjördæmum að hætta að kjósa Alþýðuflokkinn og Framsóknarflokkinn en kjósa Sjálfstæðismenn á þing. Þjóðinni er að skiljast þetta. Hvarvetna frá berast fregnir um fylgisaukningu Sjálfstæðisflokksins. Andstæðingarnir eru óttaslegnir við upplýsingarnar um það, hversu fáir kjósendur þurfa að yfirgefa þá til þess að tryggja Sjálf- stæðismönnum meirihluta. Atvinnuöryggi og heilbrigð fjármálastefna. Meginstefnumál Sjálfstæðisflokksins er sköpun at- vinnuöryggis með lækkaðri dýrtíð og heilbrigðri f jármála- stefnu ríkisins, rýmkvun athafnafrelsisins, þverrandi höft og hömlur og réttlátari vörudreifing. Sjálfstæðisflokkurinn hafði forystu um hinar glæsilegu atvinnulífsframkvæmdir, sem fyrrverandi ríkisstjórn Framhald á 4. síðu. Siguröur Bjarnason, frambjóöandi Sjálfstæöisflokksins í Noröur-Ísafjítröarsýslu. Eggert Kristjánsson, frambjóöandi Sjálfstæöisflokksins í Strandasýslu. Eggert Krístj ánsson, stór- kaupmaður verður í kjöri fyr- ir Sjálfstæðisí'l. i Strandasýslu við þessar kosningar. Hann er fyrir löngu orðinn þjóðkunn- ur maður fvrir forystu sína í verzlunarmálum. Hann hefur um langt skeið átt sæti í stjórn Verzlunarráðs Islands og er nú fonnaður þess. Eggert Kristjánsson er harð- duglegur maður, að hvaða starfi sem hann gengur, vel máli farinn og einarður bar- áttumaður. Andstæðingar Sjálfstæðis- flokksins gera nú harða, hrið að frambjóðanda hans í Framhald á 6. síðu.

x

Vesturland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.