Vesturland

Árgangur

Vesturland - 30.09.1949, Blaðsíða 5

Vesturland - 30.09.1949, Blaðsíða 5
VESTURLAND 5 Þorbergur Kristjánsson stud. theol., Geirastöðum: Hornsteinar lýðræðislegs stjórnarfars eru sjálfstæðir einstaklingar. leiðir til einræðis Sósíalisminn Hvar skal standa? Alþingiskosningarnar nálg- ast nú óðum og þar með sú stund, að kjósendur verða að gera það upp við sig, hverjum þeir skuli veita brautárgengi með atkvæði sínu. Framboðs- fundir hefjast innan skamms, þar sem hinir ýmsu frambjóð- endur leiða saman hesta sína og leitast við að fá „háttvirta kjósendur“ á sitt band. Slíkir' fundir eru vissulega oft nokk- urs virði, því að oft skýrast þar ágreiningsmálin, og hin ólíku viðhorf liggja ljósar fyrir kjós endum eftir en áður, en því miður er það einnig algengt, að meira beri þar á persónu- legu narti og skitkasti heldur en rökföstiun umræðum um á- greiningsefnin, og veita þá mönnum lélegar forsendur til þess að mynda á skoðanir sín- ar, um hvað raunverulega er barizt. Það er því oftast væn- legra til árangurs að leggja málin niður fyrir sér í einrúmi eða ræða þau við kunningja sína, og það er höfuðtilgangur minn með þessu rabbi að hvetja menn til þess, þvi að ég cr sannfærður um, að eitt af meginmeinum og höfuðsynd- um okkar kynslóðar og þá ekki sízt hins yngri hluta hennar er, að við erum of löt að hugsa. Við veigrum okkur um of við því erfiði, sem er samfara yfir- vegaðri íhugun mólanna og af staða okkar til þeirra verður þvi oft óviss og hvikul, svo að við þorum í hvorugan fótin'n að stíga eða við sláum fram ó- rökstuddum fullyrðingum í tíma og ótíma. Þetta á því mið- ur við um afstöðu okkar bæði til stjórnmála, trúmála og fjölda annarra vandamála. Þessi hugsunaleti okkar og hringlandaháttur er þeim mun hættulegri nú en ella, þar sem uppi vaða í heiminum og um- hverfis okkur stjórnmálustefn- ur, sem ekki geta fcngið hag- stæðari vaxtarskilyrði en þau, að allur almenningur hugsi sein minnst, en leyfi fáeinum útvöldum að hugsa fyrir sig og ákveða örlög sín. Þar við bæt- ist, að áróðurinn, sem er regin- fjandi persónulegrar íhugunar og dómgreindar, er nú marg- fallt öflugri og áhrifameiri en lyrir fáum áratugum, og ýmsir baráttumenn einræðis og öfga- stefna hal'a tileinkað sér mikla áróðurstækni og hagnýtt sér hana út í yztu æsar svo sem alkunna er. Okkur ber því að vera á verði, ef við viljum varð veita lýðræðislegt stjórn- arfar og frelsi einstakl- ingsins, því að hornstein- ar þessa eru hugsandi, persónulega mótaðir ein- staklingar. Gegn menningarfjand- skap kommúnista. Hvert er þitt viðhorf kjós- andi góður til Alþingiskosn- inganna í haust? Hefir þú íhug að hvað þessar og aðrar kosn- ingar snúast raunverulega um? Hefir þú komizt að ákveðinni niðurstöðu um það, á hvaða metaskál þér beri að leggja þitt lóð? Ef svo er ekki, er tími til kominn fyrir þig að athuga gang málanna og gera þessi at- riði samvizkulega upp við sjálf an þig, en „flýttu þér hægt“. Ef það gæti orðið lil þess að ýta eitthvað undir þig og hjálpa þér áleiðis, skal ég í fá- um orðum segja þér hreinskim islega frá afstöðu minni til vandamála dagsins: Ég fylgi Sjálfstæðis- flokknum að málum og greiði honum atkvæði mitt fyrst og fremst af því, að ég veit, að hann er sterkasta og raunar eina mótvægið gegn Kommún- isma og menningarfjand- samlegri starfsemi áhang enda hans. Hvorki Fram- sólmarfl. né Alþýðufl., sem báðir telja sig í orði kveðnu a.m.k. andstæða Kommúnisma, mega sín nokkurs hvað þetta snert ir, enda mun áhugi ým- issa forystumanna þess- ara flokka á því að hnekkja viðgangi Komrn- únismans næsta vafasam- ur, vægast sagt. Um þessa flokka má annars í stuttu máli segja þetta: Fram sóknarflokkurinn telur sig vera milliflokk, er forðast vilji öfgarnar bæð’i til hægri og vinstri, og i rauninni gegnir svipuðu máli um Alþýðuflokk- inn, og báðir eiga það sameig- inlegt, að þeir eru óþarfir og óeðlilegir utanveltugemsar á vettvangi íslenzkra stj órnmála. Framsókn þríklofin. E.t.v. mundir þú nú kjós- andi góður vilja grípa hér fram í fyrir mér og telja þessa síðustu staðhæfingu mína hæpna. Ég skal því færa fram nokkur rök með henni. Fram- sóknarfl. er a.m.k. þríklofinn. 1 fyrsta lagi eru þeir, sem enn halda tryggð við hinn gamla l’oringja sinn Jónas Jónsson, en þeim fer nú ört fækkandi, enda má segja, að hann sé nú úr sögunni sem stjórnmála- maður — orðinn mát. I öðru lagi eru fylgismenn Her- manns Jónassonar en hann nýtur einkum stuðnings ungra framsóknarmanna, en allir, sem einhver kynni hafa haft af þeim samtökum vita, að þau eru að mestu skip- uð mönnum, sem mjög hallast að Komnninisma og eiga raun- verulega heima innan vébanda hans, enda er þetta flokksbrot á hraðri leið heim til föðurhús- anna. Að lokum er svo flokkur Eysteins Jónssonar & Co. Þann flokk' fylla að mestu bændur og búalið, sem flestir eiga miklu fremur samleið með Sj álfstæðisfl., heldur en hinum stefnulausa og margklofna Framsóknarflokki, sem sjálf- ur kallar sig milliflokk, en er í rauninni hvorki fugl né fiskur. Hægri og vinstri armur Alþýðuflokksins Flest það, sem hér hefir ver- ið sagt um Framsóknarfl. á einnig að iniklu leyti við um AÍþýðufl. Einnig hann er klof- inn í hægri og vinstri arm. For- ingjar hægri armsins reyna að blekkja bæði sjálfa sig og aðra með þeirri hlálegu firru, að socialismi sé framkvæmanleg- ur án socialistiskra cða komm- únistiskra aðferða. Sé þvi mót- mælt, að þetta sé mögulegt, benda þeir gjarna, á Norður- lönd, þar sem social-demokrat- iskar stjórnir hafa setið að völdum um langt skeið. Sú skírskotun þeirra er þó lítils virði, sé betur að gætt, því að hinar svokölluðu sósíaldemo- kratisku stjórnir á Norðurlönd um hafa yfirleitt farið sér mjög hægt um framkvæmd þjóðnýtingarhugsjóna social- ismans og eru sízt lengra komn ir á þeirri braut en við Islend- ingar, sem raunar erum komn- ir ískyggilega langt í þá átt. Hvað verður svo uppi á ten- ingnum, ef við lítum til Eng- lands? Þar situr að völdum social-demokratisk stjórn, sem undanfarin ár hefur leitast við að framkvæma þjóðnýtingu at vinnuveganna með lýðræðis- legum aðferðum. Hvernig hef- ir sú tilraun tekizt? — Sem svar við þeirri spurningu næg- ir að benda á hina lélegu af- komu liinna þjóðnýttu atvinnu greina og hin sífelldu og um- fangsmiklu verkföll, sem bera glögglega vitni um óánægju al- mennings þar í landi. Sósíalismi þýðir einræði. Rúmsins vegna verða þessi dæmi að nægja, en vilji menn athuga þetta nánar, munu þeir í'ljótt komast að raun um þá staðreynd, að socialismi eða þjóðnýting er ekki framkvæm- anleg og stendur hvergi föstum fótum, nema þar sem komm- únistiskum aðferðum er beitt, þ.e.a.s. verkföll bönnuð með lögum og mönnum nieinað að láta í ljós skoðanir sínar í ræðu og riti, séu þær ekki í fyllsta samræmi við línu foringjanna. Nú skyldi enginn aúla mér þá dul, að ég álíti foiystumenn ís- lenzka Alþýðufl. vfirleitt syo skyni skroppna, að þeim sé þetta ekki fullljóst — en þeir eiga hér margir dýrmætra per- sónulegra. hagsmuna að gæta og með ótrúlegum mætti l)lekkinga og áróðurs hefir þeim tekizt að glepja nokkrum — að vísu litlum — hluta ís- lenzkra kjósenda sýn, telja þeim trú um, að það sem er ó- framkvæmanlegt sé fram- kvæmanlegt — að svart sé hvítt. Þetta er að vísu beizkur biti að kyngja fyrir þá, sem orðið liafa fyrir þessum gjörn- ingum, en þeim mun meiri á- stæða er fyrir þá að endur- skoða afstöðu sína og reyna að Framhald á 6. síðu.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.