Vesturland

Árgangur

Vesturland - 30.09.1949, Blaðsíða 6

Vesturland - 30.09.1949, Blaðsíða 6
6 VESTURLAND Sósíalismmn leiðir til einræðis Framhald af 5. siðu. losna við blinduna, því að það borgar sig ávallt að horfast í augu við staðreyndirnar, þótt yggldar séu á stundum. Vinstri armur Alþýðu- flokksins á tvo fulltrúa á Alþingi. öll framkoma þeirra á þingi, en þó eink- um skrif þeirra utan þess sýna það Ijóslega, að þeir eru orðnir lang þreyttir á yfirdrepsskap og loddara leik .yfirboðara sinna í flokknum og óska einskis fremur en að mega opin- bera sinn innri mann, sem að líkindum er í- skyggilega sviplíkur kommúnistum. Af skiljan legum ástæðum getur Stefán Jóhann og fylgis- menn hans ekki lagt bless un sína yfir þær fyrirætl- anir, en hitt kann fróm- um mönnum að virðast undarlegra. að báðir hin- ir róttæku þingmenn, sem svo mjög hafa gert sér far um að sýnast einarðir og sjálfum sér samkvæm ir, menn sem ekki færu eftiv öðru en sinni eigin sannfæringu, hvað sem öllum flokksaga liði, þeir hafa nú fyrir kosningarn ar báðir tveir af einhverj um annarlegum ástæðum látið stinga upp í sig, og munu nú enn ætla að reyna að fljóta inn á Ai- þingi með aðstoð hins gamla og hugsjónalausa „hækjuliðs“, eins og ann- ar þeirra komst nýlega að orði um flokk sinn, Al- þýðuflokkinn. Nauðsyn ábyrgrar stjórnarstefnu. E.t.v. kannt þú nú, lesandi góður, að efast um sannleiks- gildi þessara lýsinga minna á Framsóknar- og Alþýðuflokkn- um. Ef svo er getur þú auð- veldlega gengið úr skugga um, að ég fer síður en svo með ýkt mál, ef þú vilt hafa, fyrir því að ná þér í nokkur blöð af Alþ.blaðinu, Tímanum og Þjóðvörn frá s.l. vetri og vori. Þú munt ekki þurfa að glugga lengi í þessi blöð, áður en þú kemst að sömu niðurstöðu og ég. Sannleikurinn er sá, eins og oft hefir verið bent á. að hér á Iandi er enginn grundvölhir fyrir alla þessa stjórnmála- flokka. Vinstri armar Framsóknar og Alþ.fl. eru kommúnistum ná- skyldir og eiga þar heima en hægri armar þessara flokka eiga að mestu sam leið með Sjálfstæðisfl. Ef við, sem erum kjósendur í þessu landi getum al- mennt gert okkur þetta ljóst — og það getum við, ef við aðeins nennum að hugsa málið og athuga hlutdrægnislaust — þá er okkur opin leið til þess nú þegar í haust að greiða at kvæði okkar þannig, að við losnum að fullu og öllu við hinar dáðlitlu og gifturýru samsteypu- stjórnir síðustu ára, en fáum í stað þeirra öfluga, ábyrga stjórn eins flokks, sem nýtur öruggs meiri- hluta þings og þjóðar. Ég sagði hér að framan, að ég greiddi Sjálfstæðisflokkn- um atkvæði mitt fyrst og fremst af því, að ég vissi hann einan allra flokka berjast af nokkrum heilindum gegn kommúnistum og óheillastarf- semi þeirra. Að sjálfsögðu hníga svo að því ýmis fleiri rök en þetta, að ég fylgi Sjálf- stæðisflokknum að málum, þótt ég hirði ekki að telja þau hér, og hinu er raunar heldur ekki að leyna, að því fer fjarri, að ég sé eða hafi ávallt verið ánægður með þá stefnu, er Sj álfstæðisflokkurinn hefir markað i hinum ýmsu deilu- málum á hverjum tíma, en jiólt svo væri, sem vissulega er fjarri lagi, að ég ætti ekkert sameiginlegt með Sjálfstæðisfl. annað en óheit mína á Komm- únisma, ])á mundi ég samt ekki vera, í neinum vafa um hverjum ég ætti að greiða at- kvæði mitt. Þrælatök kommúnismans. Nú kannt þú, lesandi minn, að líta svo á, að ég geri kommún- istum ójiarflega hátt undir höfði með því að gera svo mikið úr þeirri hættu, er af þeim stafi. Eg skal ]>ví færa fram nokkur rök máli mínu til stuðnings, þótt ekki sjái ég á- stæðu til þess hér að kryfja kommúnismann rækilega til mergjar, aðeins skal ég drepa lauslega á örfá atriði. Ég sagði hér að framan, og færði fram dæmi máli mínu til stuðriings, að socialismi og þjóðnýting yrði ekki framkvæmd, nema með kommúnistiskum aðferð- um þ.e. með því að banna verk föll og meina mönnum að láta í Ijós aðrar skoðanir en þær, sem eru í fyllsta samræmi við flokkslínuna, enda er það ó- hrekjandi staðreynd, að komm únistar hafa hvergi náð varan- legum völdum, nema með þvi að beita þessumbrögðum, enda hafa þeir yfirleitt verið ófeimn ir við það. Menn geta glögglega gert sér í hugarlund, hversu þungbær og þræls leg þessi höft á mannlegu athafna- og hugsana- frelsi eru, ef þeir gæta þess, að þau ná til allra hluta, frá hinu smæsta til hins stærsta. Þau ná allt upp til vísinda og lista og þess, sem mest er um vert til trúmáianna. Kristinn maður getur ekki verið sannur kommúnisti, því að sannur kommúnisti á engan guð annan en for- ingjann og flokkinn og má engan annan eiga. 1 þessu eins og svo mörgu öðru eiga Kommúnismi og Nazismi sammerkt. Ég get búist við því, að ein- hver, sem les þessi siðustu orð mín kunni að hnjóta um þau og kalla þau sleggjudóm, því að mér er persónulega kunnugt um, að til eru mjög trúaðir menn og jafnvel klerkvígðir, sem eru yfirlýstir kommúnist- ar. En þetta sýnir aðeins það, sem ég áður hcriti á, hvílíkari mátt áróðurinn hefir, sé hon- um nógu lævíslega héitt, svo að hann getur jafnvel glapið hinum beztu mönnuni sýn, og lcitt þá til að stuðla að niður- rifi þess i dag, sem þeir voru að leitast við að hyggja upp í gær. Ég vil aðeins leyfa mér að benda þessum góðu mönuum ;i það í fuilri vinsemd, að um gjörvaila Austur F.vrópu, þnr sem kommúnistar hafa náð öll um vó'dum í sínar hendur, hafa þeir hvarvetna og undan- tekningarlaust beitt öllunr brögðum til þess að auka gengi i'lokks síns og foringja á kostnað lcirkjunnar og hafa þröngvað kosti hennar á allan hátt, svo sem öllum má ljóst vera, þeim er eyru hafa að heyra. Siðferðileg skylda að neyta kosningaréttar. Ég sagði í upphafi máls rriíns, að höfuðtilgangur minri með þessu skrafi væri sá að hvetja þig, kjósandi góður, til sjálf- stæðrar, persónulegrar íhugun- ar um vandamál dagsins í sam bandi við væntanlegar kosning ar, ón þess að þú létir utanað- komandi áróður hafa allt of mikil áhrif á þig. Ef þú hefir haft þolinmæði til að fylgjast með mér þennan spöl, og hafi ég vakið máls á einhverju því, er hrært hefir við hugsun þinni þá er tilgangi þessa greina- korns í rauninni náð, hvort svo sem þú kannt að vera mér sammála um margt eða fátt. Kjósendum ber skylda til þess að gera sér grein fyrir því, að þeim dýr- mætu réttindum, sem kosningarétturinn veitir, fylgja einnig skyldur og það er siðferðisleg skylda hvers þess, er kosninga- rétt hefir að neyta hans að forfallalausu, allt ann- að er hugleysi og undan- hald frá álögðum skyld- um og ábyrgð. en hitt skyldu menn einnig at- huga, að það er ennþá meira hugleysi að neyta atkvæðaréttar síns, án þess að hafa áður gert það samvizkusamlegaupp við sjálfan sig, hverjum atkvæðið skuli greitt. Þorb. Kristjánsson. —-----o----- Eggert Kristjánsson Framhald af 1. síðu. Strandasýslu. Hafa kommún- istar jafnvel heitið Hermanni Jónassyni fylgi til þess að reyna að hjarga, honum, en vitað er að fylgi Framsóknar fer mjög hrakandi í Stranda- sýslu. I síðustu kosningum fjölgaði atkvæðum Sjálfstæðis- flokksins úr 185 í 339. A sama tíma fækkaði atkvæðum Her- manns Jónassonar úr 6(5% nið- ur í 44%. Síðan hefur fylgi Hermanns enn hrakað. Byggir hann nú allar vonir sínar á stuðningi kommúnista. Rógur andstæðinganna um Eggert Kristjánss. mun hvorki saka hann né flokk hans. Allir, sem sj á Eggert og heyra, kynn- asl einörðum og drengilegum manni, sem herst af dugnaði og festu fyrir stefnu sinni og flokks síns. Strandamönnum væri milcill fengur að því að fá hann fyrir þingmann. S JA LFSTÆÐISMENN! Utankjörstaðaatkvæða- greiðsla er hafin. Munið að greiða atkvæði hjá næsta hreppstjóra, sýslumanni eða bæjarfógeta ef þið verð ið ekki heima á ltjördag.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.