Vesturland


Vesturland - 08.10.1949, Blaðsíða 1

Vesturland - 08.10.1949, Blaðsíða 1
sauGfssm^ismjOífí. XXVI. árgangur Isafjörður, 8. október 1949. 29. tölublað. Ávarp Sjálfstæðisflokksins til þjóðarinnar Styrkjalaus atvi nnurekstur—Af nám haftanna Aukið athafnafrelsi SÍÐASTA ÁRATUGINN hefir Sjálfstæðisflokkurinn lengst af tekið þátt í stjórn landsins. Þegar litið er yfir farinn veg, er augljóst, að fyrir áhrif og forystu Sjálf- stæðisflokksins hafa mörg og stór framfaraspor verið stigin á þessu tímabili í löggjöf og framkvæmdum. Hafa mörg þeirra markað djúp spor í þjóðlífið, og sumra þeirra mun gæta um langan aídur. Islendingar hafa tekið öll sín mál í eigin hendur. Endurreist lýðveldi á Islandi og treyst samvinnu til öryggis landinu við hinar vestrænu lýðræð- isþjóðir. Aldrei hafa jafn stórfelldar framfarir og ný- sköpun orðið í atvinnusögu þjóðarinnar. Togaraflotinn hefur verið endurbyggður. Ný skip komið í stað gamalla og afköstin margfaldast. Bátaútvegnum hefur bætzt f jöldi nýrra vélbáta. Kaupskipastóllinn hefur fimmfald- ast. Þjóðin eignast glæsilegan flugvélaflota. Afköst síldar- vérksmiðja hafa á síðustu fimm árum verið tvöfölduð. Nýjar fiskimjölsverksmiðjur risið upp, hraðfrystihús, niðursuðuverksmiðjur og lýsisverksmiðjur. — Iðnaðurinn eflst og aukizt á flestum sviðum. Raforkuframleiðslan meira en tvöfaldast. Tímabil nýrrar tækni hafizt í land- búnaði, með stórkostlegum innflutningi jarðyrkjuverk- færa og búnaðarvéla, og ræktun landsins stóraukizt. Þús- undir nýrra og hagkvæmra íbúða verið byggðar. Markaða fyrir afurði landsmanna hefur verið aflað með margþætt- um viðskiptasamningum við aðrar þjóðir og efnahagur- inn verið bættur með þátttöku í efnahagssamvinnu Norð- urálfuríkjanna. Mörg þessara mála hafa verið leyst með góðu samstarfi við aðra flokka. En til þess að fá framgengt ýmsum þess- ara merku þjóðnytjamála, hefur orðið að fallast á suma þá skipan dægurmálanna, sem gagnstæð eru stefnu Sjálf- stæðisflokksins, og hann mundi aldrei hafa lögfest, ef hann hefði einn mátt ráða. Flokkurinn hefur neyðst til að gera ýms afvik f rá stefnu sinni í því skyni að varðveita samstarf, sem var þjóðinni nauðsynlegt. Telur flokkur- inn, að nú hafi svo langt verið gengið í þessum efnum, að í óefni sé komið. Reynslan og rás viðburðanna hafa sýnt á ótvíræðan hátt, að núverandi efnahagsörðugleikar þjóð- arinnar eru í meginatriðum sprottnir af því, að grundvall- arstefna Sjálfstæðisflokksins hefur ekki fengið að ráða. Þessvegna telur flokkurinn þjóðarnauðsyn, að héðan af gæti stefnu hans í ríkara rnæli en verið hefur hin síðari ár, og að breyting verði gerð í mörgum höfuðþáttum þjóð- málanna. Vill hann í því sambandi taka þetta sérstaklega fram: Athafnafrelsið eykur afköstin. SJALFSTÆÐISFLOKKURINN lítur svo á, að frumskilyrði þess, að Islendingum geti farn- ast vel í landi sínu, sé, að at- hafnaþrá manna fái sem við- tækast verksvið, en sé ekki reyrð í viðjar, svo sem gert hefur verið langt úr hófi fram og í vaxandi mæli á undanförn um árum. Flokkurinn telur, að skerðing á athafnafrelsi lands- manna, með viðtækri lögskip- an rikisíhlutunar á öllum svið- um atvinnurekstrar og tilheyr- andi nefndum og ráðum, sé orðin óþolandi og valdi stór- kostlegri rýrnun á afköstum þjóðarinnar. Fyrir því telur flokkurinn óumflýjanlega nauðsyn, að tafarlaust verði snúið af braut ríkjandi of- stjórnar, losað um höft á verzl- un og athafnalifi og fækkað opinberum nefndum og i*áðum, út frá þvi meginsjónarmiði, að landsmönnum verði sem fyrst fengið aftur það athafnafrelsi, sem þeir þrá og þjóðarhags- munir kref j ast. Sj álf stæðis- flokknum er ljóst, að i einni svipan verður þetta ekki gert, enda er forsenda þess að það takist, að ráðið verði fram úr vandamálum verðbólgunnar. Styrkjastefnan komin í þrot. ASTÆÐAN til þesa, að Sj álf- stæðisflokkurinn hefur þolað höft þau og hömlur og hinar auknu skattabyrðar, sem nú þjaka landslýðinn, er, að ekki hefur fram að þessu verið á annan veg hægt að ná sam- komulagi um ráðstafanir til hindrunar því, að meinsemdir dýrtíðarinnar stöðvuðu at- vinnuvegina. Hallann á rekstri þeirra hefur orðið að bæta upp með ríkisstyrkjum, sem ekki hefur verið hægt að greiða nema með nýjum sköttum, og hefur þessi háttur einnig leitt til síaukinna ríkisafskipta. Með þessu hafa þjóðartekjurnar í heild sízt aukizt, heldur að- eins verið látið í annan vasann það, sem tekið hefur verið úr hinum, og starfræksla útflutningsatvinnuveganna ver ið torvelduð frá því, sem verið hefði, ef þeim hefði verið gert fært að starfa styrkj alaust. Ef þessa aðferð á að hafa áfram, hlýtur hún á næsta ári að leiða til þess, að enn verður að stór- hækka skatta og álögur á al- menning og leggja á ný höft og hömlur. Lausn dýrtíðarmálanna. SJALFSTÆÐISFLOKKURINN telur að snúa verði af þessari braut. Hann telur, að ekki megi dragast, að ráðstafanir séu gerðar til þess, að atvinnuveg- irnir geti starfað styrkjalaust í sæmilegu árferði og með skaplegum aflabrögðum, og þannig verði greitt fyrir því, að hin miklu nýsköpunartæki "verði starfrækt svo, að allir landsmenn geti haft fulla vinnu við eðlilega starfrækslu atvinnuveganna. Þvi markmiði, að koma á þenna veg jafnvægi á þjóðar- búskapinn, verður ekki náð nema með margháttuðum, sam felldum aðgerðum, og vill flokkurinn um framkvæmd þeirra byggja á grundvelli sérfræðilegrar athugunar og Frarahald á 3. síðu.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.