Vesturland

Árgangur

Vesturland - 08.10.1949, Blaðsíða 4

Vesturland - 08.10.1949, Blaðsíða 4
XXVI. árgangur. 8. október 1949. 29. tölublað. Fyrirspumir til Finns Jónssonar. Einhver kynleg þögn hefur hingað til ríkt um hina nýstoín uðu Innkaupastofnun ríkisins. Eins og menn rekur minni til, lögðu Alþýðufíokksmenn svo mikið upp úr þessari stofnun, að þeir gerðu það að ófrávíkj- anlegu skilyrði fyrir þátttöku sinni í ríkisstjórninni. Fáir þekkja betur en Isfirðngar hve fjarri það er eðli Alþýðuflokks manna að vinna verk sín í kyrrþey, og hingað til hefur ekki borið á öðru en að þeir skreyti sig þeim fjöðrum sem völ er á, en um Innkaupastofn- unina steinþeygja þeir. Hvað veldur þessu? Er eitthvað að gerast þar, sem ekki iná koma fram í dagsins ljós? Eða er Finnur allt í einu orðinn svo hógvær, að hann hæli sér ekki fyrr en verkin eru farin að tala? Þannig hefur maður spurt mann, en ekkert svar fengist. Er nú ekki timi til að Finnur skýri háttv. alþingis- kjósendum frá afrekum sínum í sambandi við þessa Innkaupa stofnun Alþýðuflokksins. I von um að skýr og greið svör er Finnur Jónsson beðinn að svara eftirfarandi spurning- um: 1. Hvenær tók Innkaupastofn unin til starfa,? 2. Hvert er hlutverk hennar? 3. Er hér um að ræða nýja starfsemi eða á Innkaupa- stofnunin að yfirtaka störf, sem aðrir hafa unnið áður? 4. Hve mikil laun hefur for- stjórinn, Finnur Jónsson? 5. Hve margir vinna hjá stofnuninni og hve miklar eru mánaðarlegar launa- greiðslur? 6. Hversu mikið fé var áætl- að til hennar á síðustu fjár- lögum ? 7. Hefur stofnunin i sinni þjónustu nokkurn faglærðan viðskiptafræðing, eða er slík sérþekking máske álitin ó- nauðsynleg? 8. Hver mun gegna forstjóra- störfum, ef svo færi að Finn- ur Jónsson haldi áfram þing- setu, eða er það ekki meiri vinna en svo að hægt sé a,ð sinna henni jafnhliða þing- störfum ? Þessum spurningum er Finn ur Jónsson beðinn að svara og ætti honum að'vera það bæði ljúft og skylt svo þýðingarmik- ið sem Alþýðufl. hefur talið það vera fyrir velferð þjóðar- innar að Innkaupastofnun rík- isins yrði sett á stofn. Alþingiskjósandi. ------o------- Alfreð Andrésson, leikari, og kona hans, frú Inga Sólargeisli haustsins. Mitt í dirninviðri og drunga haustsins, — í álöguin dýrtíðar, skömmtunar og skatta, — út yfir brimgný úlfúðar og upplausnar stjórnmálavonzkunnar, lætur hún Þórunn Iitla Jóhannsdóttir píanó- snillingur, ljós sitt skína á meðal vor þesa dagana. Þessi litli ljósáfur aðeins 10 ára, spilar friðandi og unaðslega hljóm- hviður hinna miklu meistara svo heillandi, að ég lield að næstum liver maður þó hann ekkert heyrði, hara ef hann sæi, hlyti, að hrærast við er þessi litli Ijúflingur stillir hörpu sína, hvað þá heldur sá, sem bæði heyrir og sér hana leika. Að Inigsa sér, lieyra og sjá þenn- an litla líkama liðast með hylgju- fallinu upp og niður tónstigann, — þessa grönnu og fínhyggðu fingur, fara svo létt og leikandi um hin ýmsu tæknilega vandasömu tón- grip slaghörpunnar og seiða fram, af trú og tilfinningu, hoðskap hinna margvíslegu tónverka — það er undra vert. Já, við íslendingar megum sannarlega vera stoltir af þvílíku barni. Þó skyldi enginn í- mynda sér að slíkt og annað eins skeði allt ósálfrátt og fyrirhafnar- laust, nei, svo sannarlega ekki. Þar er margt handtak og hugsun á hak við. Það standa góðir verndarvættir við hlið ungviðisins Þarna er reit- urinn plægður af nærfærni og Þórðardóttir, komti hingað til Isafjarðar í gær og æfa og leika aðalhhitverkin í „Græna Lyftan“ með Leikfélagi Isa- fjarðar, sem sýnd verðnr um miðja, næstu viku. Fröken Sig- rún Magnúsdóttir hefur æft ís- l'irzku leikendurna . Isborg kom úr söluferð frá Þýzka- landi s.l., fimmtudag. Vegna ketilhreinsunar og smá að- gerða tafði skipið hér nokkuð og fór á veiðar um hádegi i dag. Skipverjar héldu dansleik að Uppsölum á fimmtudagskvöld fyrir konur sínar og gesti. Var það hin hezta skemmtun. — Hugljúíur gestur. hyggjuviti frá fyrstu byrjun. Auk hinna miklu meðfæddu hæfileika er telpan litla svo heppin að eiga umhyggusama og dáðríka foreldra, sem nógu snemma skildu sitt hlut- verk í þessu efni — sem ávaxta sitt pund með aðstoð góðra kenn- ara og leiðsögumanna. Foreldrun- um er líka hendi næst að vera vak- andi fyrir hugleikni barna sinna, svo og kennurunum. En heiður þeim sem heiður ber. Ilið nýstofnaða Tónlistarfélag Isafjarðar sá um alla fyrirgreiðslu liinnar ungu listakonu hér, og bauö öllum nemendum tónlistarskólans ókeypis á hljómleikana. Tónlistar- félagið á nú rúmt hundrað styrktar- meðlimi hér í bæ, auk þess hefur allur almenningur sýnt þessum ný- græðingi hér gleðilegan skilning og virðingarvott enn sem komið er. Vonandi helzt það einnig í framtíð- inni svo félagið geti blómgast og dafnað sem hezt og unnið sitt gagn ineð heiðri og sóma. Við færum Þórunni litlu, þessu óskabarni, og aðstandendum henn- ar, hjartanlegustu þakkir fyrir komnna og vonum að foreldrunum takist að vakta og vernda þessa blómstrandi rós sína í framtíðinni. svo hún megi lialda áfram að þrosk ast að vizku og vexti á listabraut sinni, sjálfri sér og öllum öðrum til ánægju. G. K. KENNI Þýzku, ensku og frönsku í vetur. Hertha Schenk-Leósson. NOKKRAR STÚLKUR Vantar nú þegar. Niðursuðuverksmiðj an PÓLAR H.F. lsafirði. K E N N S L A í siglingafræði á hausti komanda. Tek að mér nám- skeið úti um land. Talið við mig sem fyrst. Ingibjartur Jónsson, Isafirði, sími 148. ST AKSTEIN AR. Framhald af 2. síðu. viðeigandi að svo fyrirferðar- mikill maður væri boðinn fram í svo Jitlu kjördæmi. Með þeirri röksemd tókst að gabba Helga frá framboðinu. Getur hann nú gefið sig óskiptan við að stjórna þrífæti hafnfirzku kratanna og hlýða á spádóms- anda sinn. Framsókn og Djúpið. Framsóknarflokkurinn náði um skeið töluverðu fylgi viða í sveitum landsins. En mjög hef- ur það þorrrið hin síðari ár. En hvernig stendur á því að Framsókn hefur aldrei náð neinum áhrifum hér við Isa- f j arðardj úp ? Orsök þess er sú að aðalher- bragð hennar hefur verið að hera illt á milli sveita og kaup- staða, sveita og sjávarsíðu. Tímaliðið hefur lagt á það höf- uðáherzlu að egna til illinda og hagsmunaáreksturs milli hænda, verkafólks og sjó- manna og útgerðarmanna í kaupstöðum og sjávarþorpum. I Norður-Isafjarðarsýslu hef- ur þessi iðja almennt verið fyr irlitin. Orsök þess er sú að fólk ið í sveitum þessa héraðs og fólldð í sj ávarplássunum hef- ur haft nána samvinnu og raunverulega verið sama fólk- ið. Fyrir nokkrum áratugum réru flestir bændur einhvern hluta ársins í verstöðvunum utar með Djúpinu. Milli ver- tíða sátu þeir að búum sínum og notuðu arðinn af sjósókn- inni lil þess að bæta jarðir sín- ar. Þetta fólk og afkomendur þess er ekki hægt að egna til haturs og óvildar gegn því fólki, sem hýr við sjávarsíð- una. Það veit að hagsmunir þess eru sameiginlegir, að góð kaupgeta og efnahagur við sjávarsíðuna er frumskilyrði fyrir góðri afkomu bóndans. Af þessum ástæðum hefur Tímaklíkan aldrei náð neinu fylgi við Isafjarðardjúp og mun aldrei fá hér neitt fylgi, þrátt fyrir yfirlæti hennar og sporðaköst, þá sjaldan sem hún ekki gengur undir krötun- um. -------o------ Framboðsfnndur Ákveðið hefur verið að fram boðsfundurinn á Isafirði verði mánudágskvöldið 17. þ.m, Útvarpsumræður Ákveðið hefur verið, að út- varpsumræður flokkanna fari fram þriðjudag- og miðviku- dagslcvöld 18. og 19. þ.m. AÐALFUNDUR verður haldinn í li.i'. DJCPBÁTURINN, Isafirði, miðvikúdag- inn 26. október 1919 að Uppsölum og hefst kl. 2 e.h. DAGSKRÁ: Samkvæmt félagslögum. Isafirði, 6. októher 1949. STJÓRNIN. STDLKA eða eldri kona óskast á gott heimili í Reykjavík. Tvennt í heimili. Sérherbergi. Gott kaup. — Uppl. i prentsm.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.