Vesturland

Volume

Vesturland - 15.10.1949, Page 1

Vesturland - 15.10.1949, Page 1
Lýsing kratanna á sjálfum sér: Við erum „Hækjulið í andstödu við j>jóðarviljann<É Myndin sýnir hinn „einhuga“ fiokk, sem Finnur Jónsson talar um. Flokkurinn, sem einn allra fiokka „gengur heill og óskiptur til kosninga“!! Flokkurinn sem segist berjast gegn gengisfellingu íslenzku krónunnar, þrátt fyrir það að þessi sami flokkur var fyrir nokkrum vikum að fella krónuna um 30%. Þetta er flokkurinn sem eignar sér öll mál, er samþykkt hafa verið á Alþingi og varða almennings heill. Alþýðuflokkurinn hefur aldrei haft meira en fimmta hluta þingmanna, hvernig getur pínulitli flokkurinn eignað sér þessi mál, þetta auðvirðilega flokksskrípi íslenzkra stjórnmála. lsfirðingar! Þið hafið fengið nóg af Finni Jónssyni sem þingmanni. Ykkur vantar þingfulltrúa, sem vinnur að hagsmunamálum bæjarins, sem Finnur hefur svikist um. Finnur Jónsson er bitlingasjúklingur, sem þarf að lækna, bezta og öruggasta lækningin er, að senda hann burt úr þingsölunum. Isfirðingar! Verið samtaka. Kjósið þann mann, sem þið megið treysta fyrir ykkar málum. Kj ósið Kjartan lækni!

x

Vesturland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.