Vesturland

Árgangur

Vesturland - 15.10.1949, Blaðsíða 3

Vesturland - 15.10.1949, Blaðsíða 3
VESTURLAND 3 Dylgjur Skutuls um úthlutun Fj arðarstrætisíbúðanna. Kratarnir hafa af engu að státa í húsnæðismálum. Heilbrigðisnefnd kom saman á fund 3. þ.m. til að ræða til- lögur héraðslæknis um úthlut- un íbúða í Fjarðarstrætisbygg- ingunni á grundvelli athugun- ar, sem heilbrigðisfulltrúi hafði framkvæmt á vegum nefndarinnar. Héraðslæknir hafði unnið mjög rækilega úr þessari at- hugun heilbrigðisfulltrúa, skap að ákveðnar reglur um mat á því hvernig húsnæðis og heimil- isástæðum hinna 52 umsækj- anda væri' liáttað. Á þessum grundvelli gerði liann tillögur um það i hvaða röð umsækj- endur fengju íbúðir, svo sem gert er ráð fyrir í 34. gr. íbúð- arhúsnæðislaganna. Tillögur héraðslæluiis voru allar samþykktar í nefndinni. Matthías Bjarnason grciddi at- kvæði gegn uthlutun til tveggja, manna en bæjarfógeti gegn út- hlutun fjögurra manna, að öðru leyti var öll nefndin sam- mála. Dylgjur um lög-leysur. Skutull gerir úthlutun íbúð- anna að umræðuefni í síðasta blaði. Ekki hin minnsta til- ra.un er gerð til þess að vé- fengja úthlutunarreglur hér- aðslæknis, en þó er j)vi slegið föstu, að vcrið sé að brjóta lög með úthlutuninni í 4 tilfellum af 12 og úthlutunin stimpluð sem ofbeldi, sem „réttlætis- kennd fólksins muni fella harð an dóm yfir“. Blaðið viðurkennir að vísu, að j)egar úthluta skal 12 íbúð- um til 30—40 manns, sem allir liafa rnikla þörf fyrir íbúðirn- ar og margir rnjög svipaðar á- stæður, ])á verða óhjákvæmi- lega einhverjir óánægðir“. Mikið var að blaðið skuli viðurkenna jretta. En svo ger- ir það allt, sem hægt er til að blása að kolum óánægjunnar, án þess að röksti/ðja mál sitt, og án þess að tæta niður þær reglur sem farið er eftir — ])að er með dylgjur urn það, að 4 íbúðum hafi verið „úthlutað til manna, sem engan lagateg- an rétt hafi til þessara, íbúða“.! og að margir „búi í lakara hús- næði og hafi erfiðari heimilis- ástæður og meiri ómegð held- ur en þessir 4 menn“. Allt eru þetta órökstuddar dylgjur. Blaðið verður að sanna með dæmum og saman- burði hvaða, 4 menn það eru, sem verr eru settir, ef nokkur á að taka mark á fleipri þess. Hverjir hafa réttinn? Allir sem búa i heilsuspill- andi húsnæði hafa lagalegan rétt til að fá ibúð i Fjarðar- strætisbyggingunum. Um það hvort íbúð er heilsuspillandi eða ekki mun héraðslæknir dómbærari en bæjarfógeti. Fullvíst er, að allir hinir tólf, sem nefndin gerði tillögur um hafi lagalegan rétt til íbúð- anna, hvað sem Skutull full- vrðir um hið gagnstæða. Það eina scm deila má um er það „í hvaða röð menn fái íbúðirn- ar“. Slikt er að sjálfsögðu vandasamt matsatriði, en ekki verður annað séð en að héraðs- læknir hafi rökslutt niðurröð- un sína mjög vcl, enda féllst heilbrigðisnefnd á hana ó- breytta. Vart er ætlandi, að aðrir hafi hetri skilyrði til mats á þessu atriði, en hún, enda má benda á, að Alþýðu- flokkurinn lagði á það höfuð- áherzlú í vetur, að heilbrigðis- nefnd væri falið að sjá um út hlutun íbúðanna, ])ótt nú sé komið annað hljóð í strokkinn. Er lögbrot að hýsa kennara? Það sem aðallega er reyn t að blása upp óánægju með, er það, að gerð var tillaga um það að tveim kennurum við Gagn- fræðaskólan væri úthlutað í- búð í Fjarðai'strætisbyggingun- um. Báðir ])essii- menn búa í mjög slæmu og ófullnægjandi húsnæði og hafa tvímælalaust lagalcgan rétt til íbúðanna. Þeir eru báðir aðfluttir í bæinn fyrir 2—3 árum, en nýgiftir ís- firzkum stúlkum og eiga eitt barn hvor. Þeir eru prýðilegir starfsmenn fyrir bæjarfélagið og báðir talið sig verða að hrökklast úr bænum, ef þeir fengju ekki bætt húsnæði og hafa hvað eftir annað leitað til bæjarstjóra um fyrirgreiðslu um það, en enga urlausn feng- jð. tsaf jarðarbær er einn fyrsti kaupstaður landsins, sem kom- ið hefur skólamálum sínum í það liorf, sem fræðslulögin nýju gei’a ráð fyrir. Við það hefur kennaraþörfin stórauk- izt. Mikil vandræði hafa verið á því, að fá hingað hæfa lcenn- ara og hefur Gagnfræðaskól- inn oft fengið að kenna á því og starf hans beðið af því hnekki. Menn skyldu nú ætla, að skólastjóra Gagnfræðaskól- ans væri það nokkurt áhuga- mál, að tveir prýðilegir strfs- menn skólans fengju úrbætur á húsnæðismálum sínum og vildi eftir megni styðja þá í því. En hvað skeður? Er skóla- stjórinn fréttir, að þeir muni eiga að fá ibúð i Fjarðarstræt- isbyggingunni, þá ærist hann og heimtar aukafund í bæjar- stjórn, til þess að reyna að koma i veg fyrir, að þeir fái húsnæðið. Á fundi bæjarstjómar taldi hann þessa strfsmenn sína alls ekki falla undir þennan kafla laganna. Þeir hefðu svo góð laun, að þeir gætu hyggt yfir sig sjálfir o.fl.o.fl. Þetta er ekki í fyrsta skiptið, sem Hannibal ræðst dólgslega á kennara sína en þær árásir hafa jafnan snú- ist þeim til góðs og svo mun hér verða. 1 þetta skiptið gerði hann sér það ómak að mæta í eigin persónu i bæjarstjórn, sem hann annars er löngu hætt ur að gera, þó hann sé í bæn- um. Það er dýrt að stofna heim- ili í núverandi dýrtíð. Flestum launþegum, eins og kennurum, mun reynast það fullerfitt fjárhagslega, enda þótt þeir fari ekki samtímis út í rándýr- ar húsabyggingar. Dólgsleg var árás Hannibals á kennara sína á bæjarstjórna.rfundinum, en ])ó var árás kennarans, Jóns H. Guðmundssonar cnnþá sviv- irðilegri, ekki sízt fyrir það, að þessi sami maður reyndi á sin- um tíma mikið til þess að reyna að tryggja sér íbúð í Fjarðar- strætishúsinu. Sama gerði og Gunnar Bjarnason, vinnumiðl- unarforstjóri og fleiri krata- tuskur, sem nú þvkjast vera hnevkslaðir mjög. Fleiri geta byggt. Ef þeir Guðmundur Árnason og Bjarni Bachmann geta bvggt hús yfir sig, þá geta vafa laust fleiri starfsmenn bæjar- félagsins byggt ekki síður. Hvernig stóð á þvi, að krat- arnir keyptu hús yfir ralveiti- stjóra og endurbættu mjög eitt af húsum bæjarsjóðs handa skrifstofustj óra Rafveitunnar, Guðmundi Kristjánssýni. Það þykir orðið sjálfsagt og nauð- synlegt að hlynna að opinber- um starfsmönnum í húsnæðis- málum, ekki fyrst og fremst vegna starfs mannanna sjálfra heldur vegna hagsmuna bæjar félaganna. í Reykjavík er heimilt að að hýsa kennara. Reykjavíkurbær byggði Skúlagötuhúsin samkv. sömu lögum og Isafjarðarbær Fjarð- arstrætisíbúðirnar. Af 72 íbúð- um, sem þar var úthlutað var 8 opinberum starfsmönnum Reykj avíkurbæj ar veittar íbúð ir. Allir flokkar í bæjarstjórn Reykj avíkur, Alþýðuflokkur- inn lika, voru sammála um þá úthlutun og félagsmálaráðu- neytið hefur ekki gert við það neinar athugasemdir. Ef slikt er löglegt í Reykjavík, er það þá ekki löglegt á Isafirði? Ætli hinni ríku Reykjavík sé meiri þörf á að fá húsnæði fyrir starfsmenn sína í byggingum, sem styrktar eru af ríkisfé? Vissulega ekki. Ríkið byggir yfir tekju- hæstu starfsmenn sína. Það er leitt til þess að vita, að jafn frjálslyndur og grand- var maður og bæjarfógeti er, skuli ekki hafa meiri skilning á húsnæðsmálum hinna lægri opinberu starfsmanna, sem minnstar hafa tekjurnar, en raun ber vitni. Sjálfur býr hann í allsófullnægjandi hús- næði og Iiefur barizt fyrir því, að vonum, að ríkið byggði hér embættishústað fyrir nokluir hundruð þúsund krónur. Sú stefna er nú mjög uppi, að rík- ið byggi yfir alla hina æðstu og hæstlaunuðu starfsmenn sína t. d. hæstaréttardómara, héraðs- dómara, presta, prófessora og skólastjóra. Nýlega var byggð yfir tekjuliáan prest í Reykjavík villa, sem kostaði 400 þús. krónur og hefur ríkið ])á á nokkrum árum hyggt ný hús fyrir 5 presta í Reykjavík Framhald á C. síðu.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.