Vesturland

Árgangur

Vesturland - 15.10.1949, Blaðsíða 4

Vesturland - 15.10.1949, Blaðsíða 4
4 VESTURLAND mmmm \'J sam aÆsíTFœxxxji sarwFS3>£wsHiorxn Benedikt Þ. Benediktsson: Beztn meðmælin. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Sigurður Bjarnason frá Vigur Afgreiðsla og auglýsingar Hafnarstræti 12 (Uppsalir) Verð árgangsins krónur 20,00 Skrifstofa Uppsölum, simi 193 Orð og efndir. Við siðustu alþingiskosningar 1946 kom Finnur Jónsson lil lsafjarðar, sem dóms- og félagsmálaráðherra Islands. Hann hampaði lögunum um almannatryggingar og lögunum um íbúðarhúsnæði framan í ísfirzka kjósendur og sagði: Sjáið mín verk!! Allar þessar tryggingar hefi ég gefið ykkur og nú ætla ég að útrýma öllu heilsuspillandi húsnæði í landinu á næstu 4 árum. Aldrei hefur nokkur félagsmálaráðherra á Islandi liaft önnur glæsilegri fyi’irheit upp á að bjóða. Húsnæði fyrir alla — Tryggingar fyrir alla. Finnur Jónsson fékk mikið kjör- fylgi. Síðan eru liðin tæp 4 ár. Hvað hefur gerst á þeim tíma í húsnæðis- og tryggingarmálum þjóðarinnar? Hefur þessi löggjöf markað djúp spor í þjóðlífinu. Nei, því miður. Báðum þessum lögum hefur verið frestað í framkvæmd, að verulegu leyti. lsafjörður hefur byggt 12 íbúðir skv. III. kafla laganna um útrjTningu heilsuspillandi húsnæðis og Reykjavík 72 íbúðir. Aðr- ir kaupstaðir ekkert. Heilsugæzlukafla almannatryggingalaganna hefur og verið frestað. Sama ófremdarástandið ríkir enn í sjúkrahúsmálum þjóðarinnar undir stjórn Vilmundar Jónssonar, landlæknis, sem fyrir löngu hefur stimplað sjálfan sig, sem hreinan spellvirkja í heilbrigðismálunum. Þannig hefur forsjá ríkisvaldsins brugð- ist í þessum máluin undir stjórnarforystu Alþýðuflokksins. Finnur Jónsson, fyrv. félagsmálaráðherra hefur látið sér þetta vel líka. Þessi löggjöf hafði gert sitt gagn fyrir hann að fleyta honum á þing. — Þegar forusta ríkisvaldsins um úrlausn húsnæðisvandræð- anna brást svo herfilega, sem raun ber vitni um, komu einstakl- ingarnir sjálfir til skjalanna. Þeir þurftu að byggja yfir sjálfa sig og vildu byggja. Tók ríkisvaldið ekki með miklum fögnuði þeim almenna áhuga þjóðarinnar að bæta húsakosl sinn? Nei, ekki aldeilis. Það varð að skammta það og takmarka sem mest. Menn máttu ekki leggja sitt eigið fé í framkvæmdir, sem þjóð- inni var einna mest þörf á. Fjárhagsráð var stofnað. Hlutverk þess var m.a. að takmarka og skammta íbúðarhúsabyggingar í landinu. Slíkt var ömurlegt hlutverk. En hvaða maður tók það hlutverk að sér me'ð glöðu geði fyrir Alþýðuflokkinn? Það var Finnur Jónsson, þingmaður, Isfirðinga, ráðherran fyrv., sem lofaði fyrir síðustu kosningar, að allir skyldu fá mannsæmandi húsnæði á næstu fjórum árum að opinberri tilhlutan. I fjárhágs- ráði gekk Finnur ötullega fram í að koma í veg fyrir að hús- næðismálin yrðu bætt. I fjárhagsráði vann hann skemmdarstarf gcgn kjördæmi sínu. Hann neitaði í fleiri mánuði um innflutn- ingsleyfi fyrir vatnsveituefninu frá Tunguá haustið 1947. Ij>ar eyðilagði hann lausn raforkumála bæjarins hitaveituna, sem Alþingi hafði samþykkt lög um. Þar lagðist hann á íiskiðj uvers- málið. Fjölda manna var neitað um leyfi til húsabygginga hér á Isafirði á sama tíma og cement lá hér undir skemmdum. Svo langt gekk skemmdaræðið, að Isafjarðarkaupstað var neitað um leyfi fyrir 30 cementspokum til að byggja lögregluvai’ðstofuna. Þetta ermikil raunasaga, inanndómsleysis og óheilinda, og jafn- framt raunasaga Isafjarðar og íbúa hans, sem allt þetta bitnar á í formi fátæktar og öryggisleysis í atvinnumálum. Sannleikurinn um Finn Jónsson er sá, að hann er „gamall hug- sjónalaus og værukær“. Hann hugsar aðeins um sjálfan sig og sína pyngju. Það virðast vera álög á honum, að það sem hann vill, eða þykist yilj.a gerir hann ekki, en það sem hann vill ekki eða þykist ekki vilja það gerir hann eins og gengislækkunar- Vorið 1945 kom hingað til Bolungarvíkur ungur maður. Ilafði honum þá verið veitt lögreglustj óra-embættið hér. Axel V. Tulinius, en sá var maðurinn, þekkti þá lítið til manna og málefna hér, og var það i’aunar fyrir tilverknað Sigurðar Bjarnasonar, alþm., að hann sótti um embættið. Ekki hafði Axel dvalið hér lengi, þegar menn fundu, að hér var maður á ferð, scm sá hlutina í nokkuð öðru og bjart ara Ijósi, en almenningur hafði átt að venjast. Það var að vísu fyrir óhapp, að ótvíræð vissa fékkst fyrir því, að Axel var í hjarta sínu sannfærður um réttmæti þess, að vera bjart- sýnn ó framtíð Bolungarvíkur. Allverulegar framkvæmdir höfðu verið við hafnargerðina hér. öldubrjóturinn hafði ver- ið lengdur allverulega og hugðu menn gott til að not- færa sér þau bættu skilyrði, sem við það sköpuðust. Nokk- ur uggur var þó í mönnum um, hvort mannvirkið myndi stand ast hin ægilegu átök Ægis. Og reynslan varð sú, að mannvirkið hrundi saman í fyrsta haustbriminu. Slæm hafði aðstaðan áður verið, en nú virtist fokið í öll skjól. Axel V. Tulinius ein- beitti sér þá að því, að skapa almenningsálit málefninu í hag, bæði með persónulegum áhrifum og blaðaskrifum. Þetta lókst, og fyrir ötula for- göngu hans og Sig. Bjarnason- ar, alþm., tókst að léysa málið á viðunandi hátt fyrir byggð- arlagið. Almenningur fagnaði þess- um málalokum og hefði enda fylgt þeim félögum fast að mál inu. Árangurinn af þessu er sá, að útgerð hér stendur nú með meiri blóma eh áður var. Annað velferðarmól skal hér nefnt, sem þeir Axel V. Tulin- ius og Sigurður Bjarnason hafa haft mikinn áhuga fyrir. Er það rafveitumálið. Ymsir óyfirstíganlegir örðugleikar hafa valdið því, að ekki hcfir enn orðið úr þeim framkvæmd um, þó að ýmsar leiðir hafi verið reyndar. Þó er ékki von- laust um, að úr því rætist. All- ir hljóta að fagna því, ef það mál verður farsællega til lykta leitt, áður en langt líður. Ilér skal einnig bent á eitt mál, sem Sigurður Bjarnason hefir bar- izt fyrir á Alþingi og snertir allan almennng þessa lands. Á síðasta þingi báru þeir Sigurður Bj arnason, Gunnar Thoroddsen og Jóhann Haf- stein fram frumvarp um skatt- frelsi aukavinnu manna við byggingu eigin íbúða. Áður var sú vinna, sem menn i tóm- stundum frá annari vinnu lögðu í að koma sér upp íbúð- um metin til tekna, og varð að greiða skatt af því sem öðrum tekjum. Var þetta þungur baggi og ósanngjarnt og von- um seinna, að þetta óréttlæti væri leiðrétt. Þessa sem annara starfa Sigurðar Bjarnasonar á Al- þingi og utan þess minnast kjósendur i Norður-Isafj arðar- sýslu á kjördegi og greiða hon- um óhikað atkvæði sin i fullu trausti þess, að hann, hér eftir sem hingað til, tialdi skelegg- lega á málefnum kjördæmis- ins og öðrum góðum málum á Alþingi. Það væri ekkj nema hálfsögð saga, ef aðeins væri drepið á áhuga Axels V. Thuliniusar fyrir framkvæmdum í atvinnu- málum héraðsins. Engu síður hefir hann í embættisfærslu sinni sýnt, að hann hefir skiln- ing og vilja til að ljá persónu- legum mólefnum héraðsbúa liðsinni. Nægir í því efni að nefna með hvílíkri alúð og skilningi hann hefir komið fram við gamalmenni og ör- yrkja. Er það fyllilega rétt da'ini, að hann hafi fró upp- hafi notað aðstöðu sina, til þess að hjálpa hverjum, sem i hlut hefir átt, til þess að ná og standa á rétti sínum í hví- vetna. Af þeim kynnum, sem við Bolvíkingar höfum af Axel V. Tulinius, má fullyrða, að um leið og Vestur-lsfirðingar grciða honum atkvæði sín 23. október næstk. kjósa þeir ung- an og áhugasaman mann, sem hefir næman skilning á mál- frumvarp hans 1939 og svik hans i fiskiðjuversmálinu sanha bezt. Isfirðingar dæma, Finn eftir verkum hans en ekki af orðum, því á þau er ekkert að byggja. Hann er þrautreyndur í þvi að svíkja sin loforð og sín stefnumál. Þessvegna kjósa þeir hann aldrci framar á þing.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.