Vesturland

Árgangur

Vesturland - 15.10.1949, Blaðsíða 5

Vesturland - 15.10.1949, Blaðsíða 5
VESTURLAND 5 Kjartan J. Jóhannsson: er Fiskiðjuver með fullkomnustu tækjum sem völ er á, mundi spara útgerðarmönnum og sjómönnum stórfé ár- lega og auk þess losa sjómennina við mikið erfiði og fyrir- höfn ísafjörður afskiptur Allir vissu, að nauðsynlegt og sjálfsagt var að stækka og bæta bátana til þess að bæta aðbúð fiskimanna, auka öryggi þeirra og afköst og þannig um leið afkomuhorfur þeirra, ef sæmilega áraði. Flestir vissu einnig, að jafn nauðsynlegt var, að bæta skilyrðin í landi lil þess að taka við afla bát- anna og vinna úr honum, sem bezta og auðselj anlegasta vöru. Það var og er nauðsynlegt, bæði vegna sjómannanna til þess að auka atvinnuöryggi þeirra og lika vegna þeirra, sem vinna að fiskinum í landi, til j)ess að bæta aðbúnað við fiskvinnsluna, minnka erl'iðið, auka afköstin, en tryggja um leið stöðugri og betri vinnu. Þetta mál — fiskiðj uvers- málið — var á dagskrá hér í bænum nokkru fyrir siðustu bæ j arstj órnarkosningar. Það var jafnvel „komið á pappír“ hj á krötunum svona fyrir kosn ingarnar. Auðvitað átti þetta að vera bæjarfyrirtæki, eða hvað haldið þið? Nei, ekki aldeilis. Bærinn gat ckki, að þeirra áliti, misst fé til sliks þá. Og svo hafa krataforsprakkarnir líklega ætlað að græða sjálfir um leið. Fyrirtækið átti nefnilega, éf það kæmist einhverntíma lengra en á pappírinn að vera lilutafélag, þetta þrönga félags- form auðvaldsins, eins og þeir segja stundum, og svo þröngt átti þetta hlutafélag að vera, að aðeins þeim hluta útgerðar- innar i bænum, sem þeir töldu á sínum pólitísku snærum átti að fá að vera. með. Þannig var nú samvinnuáhuginn þá. — Eftir að tekizt hafði að efnum sveita og þorpa hér vestanlands og einlægan vilja, til að vinna að þeim. Þau meðmæli, sem Sig- urður Bjarnason og Axel V. Tulinius hafa aflað sér með störfum sínum, hvor á sínum vettvangi, verða ábyggilega þyngst á metunum í augum kjós- endanna, þegar að kjör- borðinu kemur. hrinda oki kratanna af bæjar- búum við bæjarstjórnarkosn- ingarnar 1946 liéldu áhugasam ir bæjarbúar og bæjarstjórn áfram að vinna að málinu og var síðan boðað til stofnfund- ar hlutafélags um fiskiðjuver á Isafrði, semi fulltrúar allra útgerðarfélaga í hænum höfðu skriflega skuldbundið sig til að standa að. Þegar til átti að taka spilltu kratarnir þvi með alls konar vífilengjum og undan- brögðum að full samvinna tæk- izt um fiskiðj uverið meðal út- gerðarmanna, Þeir settu skil- yrði á skilyrði ofan fyrir því að vera með i félaginu og stofn uðu að lokum klofningsfélag, eftir að Fiskiðjuverið h.f. hafði verið stofnað til að keppa við það um leyfi og lán til fram- kvæmda., Síðan notaði Finnur Jónsson aðstöðu sína. til þess að hindra það, að Fiskiðj uverið h.f. feugi nauðsynleg lán og leyfi, til að hefja framkvæmdir. — — Dálagleg svikamylla, að 'hindra nauðsynlegar fram- kvæmdir í bænum af tómri meinfýsni og reiði við bæjar- búa fyrir að losa sig við krata- meirihlutann i bæjarstjórn. Á meðan ég var á þingi, sem varamaður Bjarna Benedikts- sonar, flutti ég frumvakp um fiskiðjuver rílcisins á Isafirði. Mér var ljóst, að útgerðin i bænum var ekki fær um að ieggja stórfé af mörkum til fiskiðjuversbyggingar og lagði því til, að rikið reisti liér fisk- iðjuver, en útgerðm. eignuðust það síðan með þvi að greiða á- kveðinn hlut af aflanum til þess. Með nýtízku vinnslu hefði aflinn orðið nokkru verðmæt- ari en áður og ætlaðist ég til þess, að sú verðaukning aflans nægði til þess, að útgerðar- menn gætu eignast og tekið við stjórn fiskiðjuversins á nokkr- um árum. Hannibal Valdimars son sá að hér var um merki- lega nýjung að ræða og gerðist meðflutningsmaður minn að frumvarpinu. Er mér ekki grunlaust um að lítið hafi vax- ið vinátta þeirra Finns Jónsson ar við það. Því miður náði þetta frumvarp eklci fram að ganga á Alþingi, enda hafði ég ekki aðstöðu til að fylgja því eftir. Sumarið 1947 sameinuð- ust allir útgerðarmenn i bæn- um um stofnun Fiskiðjusam- lags útvegsmanna á Isafirði til lausnar fiskiðj uversmálinu. En þá var í óefni komið. Dráttur- inn, sem orsakaðist af því, að Finnur Jónsson spilti fyrir sam lcomulagi hér á sama tíma, sem Jóhann Þ. Jósefsson vann að samkomrdagi útgerðar- mann í Veshnannaeyjum, olli þvi að nú var allt slórum örð- ugra viðfangs. Hag útgerðar- manna hafði mjög hrakað, vegna aflabrests og jafnframt var mun örðugra oi’ðið að afla lánsfjár. Raunin hefur og orð- ið sú, að F. Ú. I. hefur enn ekki haft bolmagn til annars en kaupa eignir h.f. Fiskimjöl á Torfnesi og fá þar nýjar vélar til að vinna úr blautum bein- um og í vetur verður væntan- lega hægt að nýta lifur nokkru betur en áður. Lengra er eklci komið. Ekkert fiskiðjuvcr i Neðstakaupstað er risið aí' grunni og allt er í óvissu um Nú líður senn aiýkosningum til Alþingis Islendinga, kosn- ingum í lýðfrjálsu landi, þar sein hver atkvæðisbær maður velur fulltrúa til setu á Al- þingi. Hér er það hverjum kjósanda í sjálfsvald sett, hvaða stefna eða flokkur ræð- ur málefnum landsins næsta kjörtímabil. Það hvílir mikil ábyrgð á hverjum kjósanda, sem gengur að kjörborðinu þann 23. okt. n. k. Sá kjósandi, sem athugað hefir stefnur þeirra stjórnmála flokka, sem nú eru uppi i land inu, á hverju þær byggjast og hvernig þeir flokkar hafa hald- ið á málum landsins hin síð- ustu ár, hann er ekki í neinum vafa um, hvaða flokkur það er, sem líklegastur væri til að ráða fram úr málum landsins á sem beztan hátt næsta kjörtímabil, ef hann fengi nægilegt fylgi til þess, en það er án efa Sjálf- stæðisflokkurinn. lausn þessa mikla hagsmuna- máls bæjarins. Þrátt fyrir ráðherradóm- þingmanns Isafjarðar og odda- aðstöðu í Fjárhagsráði hefur Isafjörður verið afskiptur af ríkisvaldinu á flestum sviðum. Á sama tíma og rikisvaldið veitir Norðfirði og Vestmanna- eyjum heimild fyrir tvehnur togurum, fskiðjuverum og raf- orkuverum, skammtar ríkis- valdið Isafirði einn togara og neitar honum um fisiðjuver og raforkuver, svo dæmi séu nefnd af ótal mörgum svipuð- um. Er ekki eitthvað bogið við þetta? Er þingmaður kaup- staðaiáns, þessi „þrautreyndi“ stj ómmálamaður ekki ske- leggri en það, að kjördæmi hans fer alltaf með skarðastan hlut frá borði? Til þess að menn l'ái nokkra hugmynd um þann skaða, sem útgerðarmenn og bæjarbúar hafa heðið af skennndarstarf- semi kratanna í fiskiðj uvers- málinu, má geta þess, að Vest- mannaeyjar telja sig hafa sparað a.m.k. 25 þús. krónur á bát á ári við hinn bætta aðbún- að til móttöku fiskjarins. Það munar um minna. Höldum því áfram að losa okkur við mennina, sem meta pólitíska hagsmuni sína og flokks síns meir en hagsmuni bæj arf élagsins. Allir flokkar og stefnur hafa sína galla en mismunandi mikla. Sá flokkur, sem liyggð- ur er á traustustum grundvelli er Sj álfstæðisflokkurinn. Undirstaða stefnu Sjálfstæð- isflokksins er framtak livers borgara í þjóðfélaginu. Sem dæmi þess má nefna bóndann, sem yrkir jörð sína, hvort hún er stór eða smá, sjó- manninn, sem rær á sínum eig- in bát og gerir hann út. Þessir menn vinna sjálfir að sínum eignum, stjórna þeim án íhlut- unar liins opinhera, veita. öði’- um verkefni og jafnframt líf- eyri. Þessir rnenn byggja lífs- afkornu sína og annara á sinni framtakssemi og atorku. Þar sem hver stétt styður aði’a. þar stendur lífsafkoma fólksíns í lieild traustum fót- um. Kjöi’orð Sjáifstæðisflokks- ins er þess vegna og verður á- vallt: „Stétt með stétt“, einka- framtak en ekki ríkisrekstur. Sjálfstæðisstefnan er stefna Vestur-ísfirðinga. Vestur- Isfirðingar! Kjósið Axel V. Tulinius! i V

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.