Vesturland

Árgangur

Vesturland - 15.10.1949, Blaðsíða 8

Vesturland - 15.10.1949, Blaðsíða 8
XXVI. árgangur. 15. október 1949. 30.—31. tölublað. Bolungarvíkurvegur- inn opnaður. S1. miðvikudag ók Sigurður Bjarnason, alþingismaður, fyrsta' bílnum til Bolungarvíkur. Samferðamenn hans voru Hannibal Valdimarsson, Aðalbjörn Pétursson og Einar Guðfinnsson. Framboðsfundir í N.-ísafjarðarsýsiu. Þegar hafa frambjóðendur í Norður-lsafjarðarsýslu haldið fundi á Sæbóli, Flæðareyri, Bolungarvik, Unaðsdal og Arn- gerðareyri. Sigurður Bjarnason hefur á öllum þessum fundum sýnt mikla yfirburði í ræðum sín- um fram yfir andstæðingana. Enda á Sigurður miklum vin- sældum að fagna í kjördæmi sínu og er enn traustari i sessi en nokkru sinni fyrr. Vesalings Hannibal, ýmist býður eða skipar fylgismönn- um Framsóknar að kjósa sig áfram og svo langt hefur hann gengið, að hann hefur krafist þess að frambjóðandi Fram- sóknar Þórður Hjaltason, kjósi sig líka. Á þetta vill Þórður ekki fallast, má hver lá hon- um sem vill. Norður-lsfirðing- ar skemmta sér vel að heyra Þórð og Bala bítast um Jíessar fáu Framsóknarsálir, sem ver- ið hafa leigukýr kratanna um langt árabil. Þá telur Hannibal eðlilegt, að hann fái atkvæði kommúnista fyrir dygga þjón- ustu við fimmtu herdeildina í utanríkismálum þjóðarinnar. Norður-lsfirðingur. -------o------- ER FINNUR FARINN AÐ KALKA? Finnur þykist sanna í Skutli, að Sj álfstæðisflokkurinn hafi sett á verzlunarhöftin 1943. Man hann ekki innflutnings- höftin fyrir stríð. Ekki voru Sjálfstæðsmenn þá við stjórn. Nei, þá stjórnuðu Framsókn- armenn og kratar. Á 10 árum fyrir stríð hækkuðu þeir tollar um 100% og skattar um 140%, hjálparlaust af Sjálfstæðis- flokknum. Er Finnur Jónsson farinn að kalka, eða getur hann aldrei farið með nema blekkingar og lygar. Af sama toga eru dvlgj- ur hans um að Sjálfstæðisflokk urinn vilji afnema. Alþýðu- tryggingalögin o.fl. Voru þessi lög ekki sett á stjórnarárum Ólafs Thors og greiddu ekki fleiri Sjálfstæðismenn atkvæði með þeim en Alþýðuflokks- menn?. Afmæli. Páll Arnason, smiður í Bol- ungarvík átti 80 ára afmæli 12. október. Vegamálastjóri, Geir G Zoega, hefur verið ó eftirlitsferð um Vestfirði að undanförnu. Var hann staddur á lsafirði s.l. finuntudag, en fór með Djúp- bátnum í gær inn í ögur að lita á ögurveg og að Melgrasey'ri að athuga Ármúlaveg. Siðan- fer hann suður Þorskafjarðar- heiði. Vesturland átti stutt samtal við vegamálastjóra um Bolung arvíkurveginn og vegamál á Vestfjörðum, en hann kom hingað frá Patreksfirði land- leið, svo sem kostur var á. Bolungarvíkurvegurinn. „Bolungarvíkurvegur er eitl örðugasta vegamannvirki, sem unnið hefur verið við ó íslandi og sem aðeins hefur tekizt að leysa af hendi með stórvirkum vélum undir öruggri og prýði- legri verkstjórn“, sagði vega- málastjóri. Lauk hann miklu lofsorði á verkstjórann Charl- es Bjarnason, og verkamenn hans fyrir aðdáanlega vel unn- in störf við hinar erfiðustu að- stæður. Vegamálastjóri tók það fram, að veginum væri ekki fulllokið, enda þótt um- ferð væri leyfð um hann. Eftir Á sunnudaginn hélt Verka- lýðsfélagið Baldur og Sjó- mannafélagið sameiginlegan fund. Var vel til fundarins hoð að og þess getið að Hannibal Valdimarsson og Finnur Jóns- son ætluðu að heiðra verka- menn með nærveru sinni. Logið á stálþráð. Fundurinn gat ekki hafist fyrr en rúmum hálftíma eftir væri að malbera mikinn hluta hans, ræsa og breikka veginn á köflum og víða þyrfti að laga ki’öpp horn og beygjur. Bað liann blaðið að skora á bifreiða stjóra að aka veginn með fyllstu varúð. Sérstaklega væri varasamt að aka veginn í Vætu tíð að þarflitlu, vegna hættu á skriðuföllum og steinkasti. Skyldi jafnan varast að nema staðar, nema þar sem ekki væri hætta á ofanfalli. Aðrir vegir. Vegamálastjóri gat þess að mikil nauðsyn væri á að laga ýmsa vegi hér vestra. Sagði hann að í atlmgun væru umbæt ur á Breiðadalsheiðarvegi, að breikka Kinnina og taka af með öllu hinar hættulegu og illræmdu Skógarbrekkur. Einnig væri í athugun að lag færa beygjurnar á Súganda- fjarðarveginum o.fl. Vegurinn yfir Rafnseyrarheiði væri breiður og góður það sem full- gerl er, en væntanlega verður hann fullgerður á næsta ári. í ráði er að leggja veg inn fyrir Dýrafjörð, en sú leið er um 32 km. og mætti því búast við, að sú vegagerð tæki langan tíma. is. Guðmundur Kristjánsson, hinn fíni formaður Baldurs, setti fundinn og gaf því næst Hannibal orðið. Var þá borinn inn kassi, en Hannibal sást hvergi. Fundarmenn störðu með mikilli forvitni á kassann, sem allt í einu heyrðist tala. Röddin hafði ekki lengi látið til sín heyra þegar,fundarmenn urðu þess áskynja að þar var hinn mikli Hannibal — einn af frambjóðendum hækjuliðs- ins, og víðfræg ástmey komm- únsta og Framsóknarmanna. Gömul kona, sem var á fundin- um, hnyppti í sessunaut sinn og spurði: „Hversvegna lætur Finnur aumingja Hannibal í kassa? ég hélt að þess þyrfti ekki með, eftir að liann lagði niður rófuna.“ Gamla konan fékk ekkert svar, en röddin i kassanum sagði: Við Finnur erum hættir að hatast, við stönduin saman sem einn mað- ur. Ég telc það aftur sem ég sagði í vor, að Finnur sé gam- all, hugsjónalaus og værukær. Ég fullyrði að Finnur er þraut- reyndur verkalýðsforingi, gæddur miklum og göfugum lnigsjómim (þar átti hann við hugsjón Finns um að stofna fyrir sig sérstakt innkaupa- stjóraembætti), og framúrskar andi duglegur (að sníkja. sér siglingar á kostnað ríkisins). Við Finnur erum trúir málstað verkalj'ðsins og munum berjast gegn gengislækkun, sem er skerðingu á ykkar kjörum, kæru félagar. Ekki gat Hanni- bal þess, að Finnur flutti á ^Al- ]nngi 1939 gengislækkunar- frumvarpið og lyrsta ríkis- stjórn Alþýðuflokksins á Is- landi hefði nú fyrir örfáum vikum enn lækkað gengi okkar áður verð litlu krónu. Yerkamenn, fellið Finn! Hannibal skoraði á Fram- sóknarmenn, að styðja Finn og klykkti út með því að skora á verkamenn að fella gengis- lækkunarpostulana. Margir voru undrandi yfir því, að Hannibal skyldi ekki koma á fundinn, en orsök þess mun vera sú, að Finnur hafði ekki viljað ciga það á hættu, að hleypa óargardýrinu lausu, heldur talið tryggara að stál- binda kjaft þess. Áður eú Hannibal talaði inn á stálþráðinn hafði Finnur les- ið yfir handrit hans og í gleði sinni yfir hóli því er Hannibal laug á hann, sást honum yfir, að þegar Hannibal skoraði á verkamenn að fella gengis- lækkunarpostulana, að þá var þar átt við Finn Jónsson. -------0------- Prentvilla. Misritast liefur nafn Björns Hallgrímssonar, sem var verk- stjóri hjá Edinborg, í grein um Ingvar Pétursson sem birtist á öðrum stað í blaðinu. Karlinn í kassanum og Finnur. augl)'rstan tíma sakir fámenn- Norður- Isfirðingar! Kjósið Sigurð frá Vigur!

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.