Vesturland

Árgangur

Vesturland - 22.10.1949, Blaðsíða 1

Vesturland - 22.10.1949, Blaðsíða 1
XXVI. árgangur Isafjörður, 22. olctóber 1949. 33. tölublað. Kjartan læknir á þing. Isfirðingar! 1 ársbyrjun 1946 hrunduð þið meirihluta kratanna í bæjarstjórn. Ungir og á- hugasamir menn tóku við völdum í bænum. Stórfelld- ar framfarir og umbætur hafa síðan átt sér stað, þrátt fyrir mjög erfitt ár- ferði. Enn er margt eftir ó- gert. Stæi*stu hagsmunamál bæjarfélagsins, uppbygging atvinnulífsins á sjó og í landi og samhliða því stór- aukin raforka til vinnslu sjávarafurða og annars iðn- aðar, bíður úrlausnar. Því miður hefur ekki tekizt að leysa þessi mál hér, enda þótt flestir aðrir útgerðar- bæir landsins hafi fengið tækifæri til að koma þessum málum í gott horf, eins og Vestmannaeyjar, Keflavík og Akranes, sem hafa Sjálf- stæðisþingmenn. Þetta staf- ar af því, að ísfirðing- um sást yfir það. að skipta um þingmann sumarið 1946. Það er staðreynd, að Finnur Jónsson hefur unnið leynt og Ijóst gegn hagsmunamál- um bæjarins innan þings og utan. Hann hefui ekki get- að borið það af sér. Þetta bitnar að sjálfsögðu ekki eingöngu á bæjarstjórninni heldur öllum bæjarbúum. Á morgun eigið þið að velja þingmann fyrir næstu 4 ár. Finni er ekki að treysta — það hefur hann sýnt. Á morgun veljið þið ykkur nýjan þingmann, — Kjartan lækni, sem allir bæjarbúar þekkja og vita að hefur áhuga og dugnað til að vinna að velferðar- og hagsmunamálum þessa bæj- ar, sem hann þekkir manna bezt. Kjartan er frambjóðandi stærsta og frjálslyndasta stjórnmálaflokksins á Is- landi og hefur því betri skil- yrði en fulltrúi „pínulitla flokksins“ til að koma mál- um Isfirðinga fram. Allir ísfirðingar verða þessvegna að sameinast um kosningu Kjartans og veita með því Finni verðskuldaða ráðningu fyrir svikin _og dugleysið. Atkvæði á komm únista- og framsóknarfram- bjóðendurna stuðla ein- göngu að kosningu Finns Jónssonar. Allir andstæð- ingar Finns verða því að sameinast um Kjartan ísfirðingar! Gerið sigur Sjálfstæðis- flokksins glæsilegan, trygg- ið ykkur ungan og áhuga- saman fulltrúa á Alþing Is- lendinga. Kjartan læknir á þing!

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.