Vesturland

Árgangur

Vesturland - 22.10.1949, Blaðsíða 2

Vesturland - 22.10.1949, Blaðsíða 2
2 ' * VESTURLAND PIWMI Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Sigurður Bjamason frá Vigur Afgreiðsla og auglýsingar Hafnarstræti 12 (Uppsalir) Verð árgangsins krónur 20,00 Skrifstofa Uppsölum, sími 193 Kjósandinn velur stjórnarfarið. Þjóðin er óánægð með stjórnarfar sitt. Allir flokkar eru ó- ánægðir, nema einn. Alþýðuflokkurinn er ánægður. Hann telur ástandið harla gott og þakkar sér. Alþýðuflokkurinn er ánægður með gjaldþrota útgerð bundna við bryggju. Hann vill meiri styrkjastefnu, meiri skömmtun og höft, hærri tolla og skatta, fleiri nefndir og ráð í Reykjavík. Þá fær flokkurinn fleirí bitlinga og stöðvir handa gæðingum sínum á kostnað almennings í ’andinu. Þessi flokkur sem segist vera á móti tollum, hefur hækkað tolla, á nauðsynjavöru um 35—50% — en það þýðir dulbúna gengislækkun um 25—30%, sem Alþýðuflokkurinn þykist berjast gegn. Alþýðuflokkurinn segist vera eini flokkur- inn, sem berjist móti kommúnistum, en hann hefur keppst við kommúnista að sprengja upp dýrtíðina í landinu — sem nú er að leggja atvinnulíf landsins i rústir og skapa atvinnuleysi og fátækt. Það er ástand, sem krötunum líkar. Þeir hafa talið sér trú um, að þeir séu svo góðir að stjórna fátæktinni. — En þjóðin vill ekki atvinnuleysi og fátækt. Hún vill styrkja- lausan atvinnurekstur, meira frelsi og minni höft, lægrí tolla og skatta, og færri nefndir og ráð. Þessvegna er Alþýðuflokkurinn nú í andstöðu við þjóðarviljann. Þjóðin er þreytt á samstjórnar- sukkinu, og því óheilbrigða stjórnarfari, sem síglt hefur í kjölfar þess. Þjóðinni er að verða ljóst, a,ð það er hægt að fá sterka og ábyrga stjórn eins flokks — Sjálfstæðisflokksins — i landinu, til þess að leysa þau fjölmörgu vandamál, sem nú steðja að þjóðinni. Sjálfstæðisflokkurinn hafði víð síðustu kosníngar um 40% þjóðarinnar — fólk úr öllum stéttum að baki sér. Ilann vantar ekki nema nokkra tugi atkvæða í 8—9 kjördæmum til að fá hreinan meirihluta á Alþingi. Islendíngar cíga að fara að dæmi frænda sinna, Norðmanna, og veita stærsta flokknum hreinan jnngmeirihluta. Norski verkamannaflokkurínn fékk 1945 tæplega 41% greiddra atkvæða, en 76 þingmenn af 150 i Stórþinginu. Þannig fékk Noregur sterka og ábyrga stjórn eins flokks — og heilbrigt stjórnarfar. Við kosningarnar á dögunum fékk verkamannaflokkurinn norski traustsyfirlýsingu þjóðar- innar fyrir meðferð sína á málum hennar. Hann fékk að vísu aðeins um 46% greiddra atkvæða, en 84 j)ingsæti af 150 i Stór- þinginu. Kommúnistar voru þurkaðir út af þingí og mínní flokk- arnir töpuðu yfirleitt. Þannig haga kjósendur sér i löndum, þar sem lýðræðið og þingræðið stendur föstum fótum. Kjósandinn velur stjómarfarið fyrst og fremst. Hann hugleiðir, hvernig hægt sé að stuðla að heilbrigðum stjórnarháttum og greiðir at- kvæði samkvæmt því. Þannig er þetta í Bretlandi og Bandaríkj- unum. Tveir flokkar fara með völdin á víxl. Þegar illa tekst til skipta kjósendur um og reyna nýja stjórn. Þennan hátt verða Islendingar að taka upp, ef vel á að fara. Þjóðin er óánægð. Sú óánægja er þýðingarlaus, nema hún leiði til þess að breytt sé um stefnu i stjórn landsins. Horfið sé frá fylgi við smáflokkana, sem valda glundroða og stjórnleysi — til fylgis við stærsta flokkinn, Sjálfstæðisflokkínn og honum falin stjórnarforusta. Það er þjóðarnauðsyn. Þetta sjá æ fleiri og fleiri kjósendur. Þessvegna munu j)eir við þessar kosningar fylkja sér um Sjálfstæðisflokkinn og kjósa frambjóðendur hans, hver í sínu kjördæmi. Isfirðingar, í bæ og sýslum. Kjósið frámbjóðendur Sjólfstæðis- flokksins. Kjósið Axel V. Tulinius, Kjartan Jóhannsson og Sig- urð Bjarnason frá Vigui’. Hversvegna kjósa konur Kjartan lækni. Konur lita þannig á, að vanda beri valið á þeim mönn- um, er sitja eiga á Alþingi Is- lendinga. Þessvegna kjósum við þann mann, er við þekkjum öllum öðrum betur að skyldurækni og drengskap. Kjartan læknir, ásamt fleiri góðum þegnum okkar lands, berst fyrir þá stefnu, sem lík- legust er að skapi okkur meira öiyggi, meira athafnafrelsi og betri afkomu. Því má enginn Sjálfstæðismaður bregðast skyldu sinni. Við verðum að t^yggja S j álfstæðisflokknum alls staðar á landinu meiri og glæsilegri sigur en nokkru sinni fyrr. Blaðið „lsfirðingur“ kemur hvað eftir annað með yfirlj’s- ingar fró „Sjálfstæðiskonu41 um, að þær muni ekki kjósa Kjai’tan, vegna þess, að hann sé góður læknir og megi ekki fara úr bænum. Greinarliöfundur, sem reynd ar er nú engin Sjálfstæðis- kona, má gjaman skýla sér, með nafninu, því eflaust setur að honum hroll eftir úrslitin á sunnudaginn kemur. Hann, gerir lítið úr dómgreind ís- firzkra kvenna og kunnum við honum litlar þakkir fyrir. Það er nú eitt fyrir sig, að okkur sé ekki ljóst um þau a.t- kvæði, er falla á landslista flokksins, og eins, að okkur finnst ómögulegt að bjóða fram mann, sem hefur rækt skyldustörf sín vel, og enn- fremur, að Kjartan hafi verið neyddur í framboð. Þetta gegnir furðu, að nokkr um skuli láta sér slíkt um munn fara og sýnir ljósara en noltkuð annað eftir hvaða mælikvarða þessir flokkar hafa valið sína frambjóðend- ur. Við, konur, látum ekki ó- svarað slíkum svívirðingum á okkur. Við vituin, að Kjartan Jó- hannsson fer í framboð af á- huga.fyrir góðu málefni og við munum kjósa hann einmitt vegna þess, að við þekkjum hann og treystum honum öll- uni öðrum fremur til að vinna ötullega að hinum ótalmörgu verkefnum, sem óleyst eru fyr- ir ókkar bæjarfélag. Við, kon- ur, sýnum þegnskap okkar í því að kjósa Kjartan Jóhanns- son, sem reyndist okkur vel sem læknir, og mun líka gera það, sem þingmaður. Það er löngu kominn tími til að Isfirðingar fái dugandi full- trúa á Alþingi Islendinga. G.B. O Opið bréf. Hr. Finnur Jónsson. Háttvirti frambjóðandi og forstjóri. Ég hefi verið að velta því fyrir mér, siðan ég hlust- aði á framsöguræðu þína á framboðsfundinum hér s.l. mánudag, hvað fyrir þér muni hafa vakað, þegar þú kaust að leggja að mestu til hliðar um- ræður um bæjar- og þjóðmál en verja álitlegum hluta ræðu- tímans í fjálglegar endurminn- ingar um liðna veru þína hér í bæ, sem lauk með þessum orð- um: — Isfirðingar þekkja mig. — M. ö. o. Hér þarf ég ekki annað en sýna mig í svip fyrir hverjar kosningar. Ég þarf ekki einu sinni að ómaka mig til að skýra afstöðu mína til helztu áhuga- og hagsmuna- mála bæjarbúa. Þeir munu þrátt fyrir það falla fram og veita mér lotningu sína og at- kvæði í ljóma þeirra endur- minninga, sem þeir eiga um mína hérveru og viðkynning- una við mig — Finn Jónsson! Eða er þessi státni kosninga- boðskapur aðeins vesöl upp- gjöf? A.m.k. þarf ekki mikið á sig að leggja til að berja sér á brjóst og segja: Sjáið mann- inn, sem var hj á ykkur í 30 ár, og sem þið trúðuð svo vel. Ykk- ur er alveg óhætt að halda á- fram að trúa á hann, þótt hann geti ekki sagt ykkur neinar merkisfréttir af afrekum sín- um eða síns flokks til handa ykkur eða þjóðinni. — Sú var tíðin, að Isfirðingar töldu sig þekkja Finn Jónsson. Á meðan þú þurftir á aðstoð þeirra að halda til að fika þig áfram til auðs og metorða, var nauðsynlegt að vera ofurlítið alþýðulegur, sýna einhvem lit á að vinna fyrir fólkið og þá jafnvel ómaksvert að skýra því frá gangi þess eigin mála. En nú er þessa ekki lengur þörf. Nú þykist þú þess fullviss að GOTT DÆMI UM SUKKIÐ. Eitt hundrað og tíu þús- und króna eyðsla Stefáns Jóhanns í sumarbústað sinn á Þingvöllum á tveimur ár- um er gott dæmi um með- ferð kratanna á ríkisfé. t

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.