Vesturland

Árgangur

Vesturland - 22.10.1949, Blaðsíða 3

Vesturland - 22.10.1949, Blaðsíða 3
VESTURLAND 3 Fiskiðjuverið sem Finnur sveik. FISKIÐJUVERIÐ - 1 mr Wl BEE ' ■■rvw-.: jaoL mt pHr m Þannig átti hið sameiginlega fiskiðjuver útgerðarinnar á fsafirði að líta út. Kratarnir eyðilögðu all.t samkomulag um það mál. Finnur sveik kosningaloforð sitt um að vinna að framgangi þess. Nú segir hann, að enginn maður með viti vilji koma nálægt útgerð. ísfirðingar svara fyrir sig á morgun, og FELLA Finn! gömul falsbros þín til þessa fólks, sem hætti að vera þér nokkurs virði um leið og flokk- ur þinn hafði ekki lengur meirihlutaaðstöðu í Isafjarðar- kaupstað, muni nægja til að viðhalda þvi falska mati, sem almenningur þessa bæjar kann að hafa lagt á þig á þeim ár- um, þegar stoðir voru að renna undir framtið forstjóranefn- unnar Finns Jónssonar. Til eru menn, sem eru þann- ig gerðir, að þeir geta ekki hrifist af neinu málefni, og ekki lagt því lið, nema sjá um leið hylla undir persónu- legan ávinning af því. Ósér- plægni og drengileg liðveizla við mál, sem engan þátt geta átt í þeirra eigin framgangi, eru þeim óþekkt fyrirbrigði. Þessi einkenni hafa mótað póli tískan feril þinn og fjölmargra flokksbræðra þinna, sem eitt sinn gengu undir gæru alþýðu- ástar og hugsjóna. — Enn er ég ekki húinn að átta mig til fulls á því andlega heilsufari, sem leynist bak við þá fullyrðingu þína, sem ég drap á í upphafi. Líklegast þyk ir mér, að þessi vesaldarlegu sjálfsummæli þín séu elliglöp og lúi þess manns, sem loks er orðinn uppgefinn á að fara með fals og dár fvrir gömlum samherjum og kjósendum. Vertu sæll, Finnur Jónsson og góða skemmtun við endurminn ingar gamals manns um eril- sama daga, en að lokum rólega stöðu fyrir ómerkilegu gerfi- fyrirtæki, og vertu viss um að við kjörborðið 23. okt. munu ísfirzkir kjósendur unna þér næðis til þessa dundurs en fó þingmannsumboðið í hendur Kjartani Jóhannssyni lækni. Fundarkona. Hrakfarir Hannibals í Bolungarvík. Síðasti framboðsfundur í N.- Isafjarðarsýslu, var haldinn í Bolungarvílc í gæi’kvöldi fyrir fullu húsi. Fór frambjóðandi „hækj uliðsins“ Hannibal Valdi marsson þar hinar mestu hrak farir fyrir Sigurði Bjarnasyni, sem hafði mikla yfirburði á fundinum. Framboðsfundirnir í sýslunni hafa yfirleitt borið vott traustu fylgi Sjálfstæðis- flokksins. Málflutningur Hanni bals hefur hinsvegar verið með endemum lélegur og unditekt- ir við mál hans eftir þvi. Flokkur fyrv. bænda, Frarn- sóknarflokkurinn, og komm- únistar hafa sáralitlu fylgi átt að fagna. -------O ...... Að kjósa A-listann, lands- lista Alþýðuflokksins er sama og kjósa Finn. Kosningasmalar kratanna breiða það út um bæinn við fólk, sem kosið hefur Alþýðu- flokkinn á undanförnum ár- um, og nú neitar að styðja Finn, að það skuli nú kjósa landslista Alþýðuflokksins, því að þau atkvæði falli ekki til Finns. Þetta eru helber ósctnnindi, hvert atkvæði sem fellur á landslista Alþýðuflokksins er lagt við atkvæði Finns. Kjósið Kjartan lækni, gefið Finni hvíld, lofið Finni að njóta samkvæmislífsins i höf- uðstaðnum, því að hugur hans allur snýst nú um þú sálma, en ekki hina „ófínu“ baráttu ykk- ar. Afmæli. Frú Guðbjörg Jensdóttir, Vallarborg, átti 73 ára afmæli 17. þ.m. Sýnishorn af kjörseðli við Alþingiskosningarnar á Isa- firði 23. október 1949. Finnur Jónsson frambjóðandi Alþýðuflokksins Jón Á. Jóhannsson frambj óðandi Framsóknarflokksins Aðalbjörn Pétursson frambj óðandi Sósíalistaflokksins X Kjartan J. Jóhannsson frambj óðandi Sj álfstæðisflokksins A Landslisti Alþýðuflokksins B Landslisti Framsóknarflokksins C Landslisti Sósíalistaflokksins D Landslisti S j álf stæðisf lokksins Þannig lítur kjörseðillinn út, þegar kjósandi hefur kosið Kjartan lækni, frambjóðanda Sjálfstæðisflokksins á Isa- firði. K j örf undur til Alþingiskosninga fyrir Isaf jarðarkaupstað verður haldinn sunnudaginn 23. okt. n.k. í Barnaskólanum og hefst kl. 10 f.h. Kjósendum er skipt i þrjár kjördeildir: A—G, H—N og 0—ö. Undirkj örstj ói’nir mæti á kjöi-stað kl. 9 árdegis stundvíslega. Yfirkjörstjórnin í ísaf jarðarkaupstað 21. okt. 1949. Halldór Halldórsson, Magnús Ólafsson, Jóh. Gunnar Ólafsson.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.