Vesturland

Årgang

Vesturland - 31.10.1949, Side 1

Vesturland - 31.10.1949, Side 1
EINSTÆÐ KOSNINGAÚRSLIT: Kjartan fékk fleiri atkvæði en Finnur. Krataframbjóðandinn skreið inn á atkvæðum fólks, sem vildi hann ekki. Glæsiiegur sigur Kjartans læknis og Sjálfstæðisflokksins á ísafirði. Sá einstæði atburður gerðist í kosningunum hér á Isa- firði, að enda þótt frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins fengi 19 persónulegum atkvæðum fleira en Finnur Jónsson þá skreið krataframbjóðandinn inn á Alþingi á atkvæðum fólks, sem ekki kaus hann heldur landslista Alþýðuflokks- ins. Er það háðulegasta hlutskipti, sem vitað er um, að nokkur þingmaður í lýðræðislandi hafi nokkurn tíman hlotið. Frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins, Kjartan J. Jóhanns- son, læknir, er hinn raunverulegi sigurvegari þessara kosninga. Hann hlaut 598 persónuleg atkvæði og 18 á landslista, samtals 616 atkv. Finnur Jónsson hlaut aðeins 579 persónuleg atkvæði eða 19 atkv. færra en Kjartan. Landslisti Alþýðuflokksins hlaut hinsvegar 49 atkvæði, sem samkv. kosningalögunum dugði til þess að fleyta þessum „hugsjónalausa, gamla og værukæra“ ríkisheild- sala enn einu sinni inn á þing. En þetta verður áreiðanlega í síðasta skipti, sem „maðurinn á leiksviðinua kemst á þing fyrir Isfirðinga. Svik hans við mál bæjarbúa og hin háðulegu kosningaúrslit ættu að hafa sannfært hann uin, að Isfirðingar þekkja hann nægilega vel til þess, að fram- boð hans við næstu kosningar er gjörsamlega vonlaust. Vakti athygli. Hinn glæsilegi kosningasigur Kjartans læknis og Sjálfstæð- isflokksins vakti mikla athygli um land allt. Hann stakk greinilega í stúf við rógsskrif Alþýðublaðsins uni stjórn Sjálfstæðismanna á bænum, kærumálin og hótunina um op- inbert eftirlit. Enginn kaup- staður hefur verið rægður jafn miskunárlaust og Isafjörður, en aldrei befur þingmaður kaupstaðarins séð ástæðu til að mótmæla eða leiðrétta þau skril'. Isfirðingar þekkja Finn. Ai' skrifum AlþýðuWaðsins og aðgerðaleysi þingmannsins i málum Isafjarðar, innan þings og utan, hafa Isfirðingar lært, að þekkja Finn Jónsson. Þessi maður hefur ekki aðeins gerl sig beran að aðgerðarleysi held ur beinum skemmdarstörfum í málum Isafjarðar, eins og flokksmenn hans í bæjarstjórn inni. Makleg málagjöld. Sigur Sj álfstæðisflokksins kom krötunum á óvart. Þeir höfðu ekkert til sparað við kosningaundirhúninginn. Smalar flokksins gengu hús úr lnisi síðustu vikurnar fyrir kosningarnar. Félagasamtök- um var beitt af fremsta, megni. I áróðrinum var forðast að tala um landsmál eða störf þingmannsins. Hinsvegar varð smölunum tíðrætt uin bæjar- málin og þau afflutt og rang- færð, en allt kom fyrir ekki. Fylgið hrundi af Finni og flokki hans. Isfirðingar eru orðnir dauðleiðir á rógi þeirra og blekkingum og sárgramir þeim yfir því að flytja þennan róg um ísafjörð vit um.allt land og upp í stjórnarráð. Þeir fyrirlíta slik vinnubrögð, sem til þess eins eru fallin, að skaða bæjarfélagið. Svar þeirra, var hin háðulega útreið Finns. Það mun heimsmet að fá þingsæti með minna fylgi en andstæð- ingurinn. Það eru makleg mála gjöld. Sjaldan er ein bára stök Þetta er þriðji sigur Sjálf- stæðisflokksins á Isafirði í röð. I bæj arst j órnarkosningunum 1946 fékk hann 533 atkvæði í alþingiskosningunum 1946 fékk hann 564 atkvæði og nú 616 atkvæði. Hann hefur því á tæpum 4 árum bætt við sig 83 atkvæðum, en Alþýðuflokkur- inn hefur tapað 85 atkvæðum l'rá alþingiskosningunum 1946. Allir sjá hvert stefnir. Kratarn- ir eru að missa hér allt traust og áhrif. Hin jákvæða stefna sigrar. Það sem veldur fylgisaukn- ingu S j álfstæðisflokksins á Isafirði er hin jákvæða um- bótastefna hans. Á Isafirði, sem annars staðar, hefur Sjálfstæð- isflokkurinn fært með sér um- bætur og framfarir. Þetta sjá og viðurkenna Is- firðingar. Skólar, vatnsveita og rafstöð, hafnarframkvæmdir, togari og bátar er tákn þessa, Allt eru þetta frumstæðar þarf ir, en þær hafa verið leystar undir stjórn Sjálfstæðismanna. Isfirðingar vilja auknar fram- farir. Þess vegna skipa þeir sér undir merki Sjálfstæðisstefn- unnar. Ávarp til ísfirðinga; Góðir Isfirðingar! Ég þakka ykkur öllum, i sem á einn eða annan hátt unnuð að hinum glæsi-í ; lega árangri, sem við náð- í um hinn 23. okt. s.l. ogj sýndu mér traust og vin- j áttu. Ég mun ábyggilega j gera mitt ítrasta, til að j bregðast ekki því trausti j og halda áfram að vinna j af alefli að framgangij þeirra mála sem ég tel að i séu okkur til heilla ogi hagsbóta. Herðum enn róðurinn. Það má enginn liggja áj liði sínu. Vinnum af al-j efli að enn glæsilegri ár- angri næst. Kjartan J. Jóhannsson.j

x

Vesturland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.