Vesturland

Árgangur

Vesturland - 31.10.1949, Blaðsíða 4

Vesturland - 31.10.1949, Blaðsíða 4
Kann Alþýðuflokkur- inn ekki að meta „sín eigin verk“. Það er athyglisvert, að að- eins Isafjörður og Reykjavík byggðu ibúðir til að útrýma heilsuspillandi húsnæði sam- kvæmt lögum, sem kratarnir hafa eignað Finni Jónssyni og Alþýðuflokknum. 1 Reykjavík ráða Sjálfstæð- ismenn og á Isafirði eru Sjálf- stæðismenn mikils ráðandi. Hvernig stendur á því, að bæir sem Alþýðuflokkurinn stjóm- ar, eins og Hafnarfjörður, Vestmannaeyjar og Siglufjörð- ur hafa ekki byggt íbúðir sam- kvæmt þessum lögum, sem flokkurinn eignar sér. Voru lögin bara sett til þess að flagga með þeim framan í kjós endur svona fyrir kosningar? Hinsvegar skeður það merki- lega, að flokkurinn, sem er út- hrópaður fyrir að vilja afnema allar félagslegar umbætur frá ' síðari árum, lætur einn byggja íbúðir samkvæmt þessari lög- gjöf? Hvernig stendur á þessu? Það stendur þannig á því, að það var Sj álfstæðisflokkurinn sem flutti þetta mál fyrstur á Alþingi og hafði einn flokka á- huga fyrir þessari lögggjöf og framkvæmd hennar, eins og á daginn hefur komið. Var það vegna ódugnaðar bæjarstjórn- ar Isafj., að hún byggði og dugnaðar hinna bæjarstjórn- anna að þær byggðu ekki? Ef til vill er ekkert heilsuspillandi húsnæði í Hafnarfirði þar sem byggðar . hafa verið 80 verka- mannaíbúðir samkv. lögum á meðan forkólfar kratanna á Isafirði byggðu aðeins 16 íbúð- ir. Ef gert er ráð fyrir að 5 manna fjölskylda búi í hverri íbúð, búa 400 manns í verka- mannabústöðum í Hafnarfirði, en aðeins 80 manns á Isafirði. Nú eru íbúar í Hafnarfirði um 4500 en um 3000 á Isafirði, en það svarar til þess, að 11 hver maður í Hafnarfirði, en 36. hver maður á Isafirði búi í verkamannabústöðum. Það er ekki nóg að fá góð mál lögfest og lofsyngja þau. Það verður að framkvæma þau. 1 10 ár svikust kratarnir á Isafirði um að greiða framlög bæjarins samkv. lögunum um verkamannabústaði, sem þeir lofsyngja nú. Það var allur á- hugi þeirra fyrir að bæta úr húsnæðismálum verkamanna. Þannig var dugnaður þeirra. Þess vegna hefur ísafjörður orðið útnndan. Þess vegna býr hér nú fjöldi fólks í heilsu- spillandi húsnæði. Prentstofan lsrún h.f. rnmrn w &jsn® sjJesyFwzovjm saíteFssœdJsmxm XXVI. árgangur. 31. október 1949. 34. tölublað. Glæsileg kosning Sigurðar Bjarnasonar í Norður-Ísaíjarðarsýslu. Ávarp til Norður-ísfirðinga. Góðir Norður-Isfirðingar! Eftir þessar kosningar í héraði okkar hefi ég ekki síður ástæðu til þess en áð- ur, að þakka ykkur fyrir ör- uggan stuðning við mig og stefnu Sjálfstæðisflokksins. Þrátt fyrir mikla fólksfækk un í sveitum héraðsins stendur hreinn meirihluti kjósenda þess bak við kosn- ingu mína. Fyrir þetta mikla traust og örugga fylgi tel ég mér rétt og skylt að þakka fólk- inu í sýslunni, í sveit og við sjó. Ég fagna því að eiga þess kost enn um skeið að vinna áfram á Alþingi að lausn hinna fjölþættu og óleystu nauðsynjamála okkar víð- lenda og fagra héraðs. 1 því starfi vænti ég, að ég njóti framvegis sem hingað til góðrar samvinnu við héraðs búa í öllum stjórnmálaflokk um. Lifið heilir, Norður-ís- firðingar. Vigur, 28. okt. 1949. Sigurður Bjaraason frá Vigur. Innileqa þakka éq öllum kunningjum minum og venzlafólki fyrir þá ánægju, sem það sýndi mér á 60 ára afmæli mínu. ÁGOSTA STEINDÖRSDÖTTIR UNlFSDAL. I I--------------------------- Beztu þakkir til allra vina oq vandamanna á Vest- fjörðum, er á ýmsan hátt sýndu okkur lijónunum vin- semd oq virðinqu á qullbrúðkaupsdegi okkar 1. þ. m. — Bæði félaqsstjórnir oq einstaklinqar, — sem á þann hátt hafa svo fallcga minnst löngu liðinna samveru og sam- starfsstunda. Heill ykkur í nútíð oq framtíð. Kristjana oq Tryggvi Pálsson frá Kirkjubóli. -______________________________________________i Aðalfundur í Vélsmiðjan Þór li.f., verður haldinn í hinu nýja luisi félags- ins við Suðurgötu, Isafirði, laugardaginn 12. nóvember n.k. kl. 16. Dagskrá samkvæmt félagslögum. Isafirði, 28. október 1949. STJÓRNIN. TIL SÖLU rúmfataskápur. Upplýsingar hjá Albert Rósinkarssyni, Hj álpræðishernum. Hús til söiu. Ibúðarhúsið Tröð I. er lil sölu, ef um semst. Senija ber við Þorvarð Hjaltason, Súðavík. Úr bæ og byggð. Hjónaband. S. 1. laugardag voru gefin saman í hjónaband ungfrú Svandis Matthiasdóttir (heitins Ásgeirssonar) og Haukur Krist jánsson, læknir á Keflavikur- flugvelli. Karlakór Isafjarðar hélt aðalfund sinn 16. þ.m. Óskar Sigurðsson baðst undan endurkosningu sem formaður. 1 stjórn voru kosnir: Gísli Kristj ánsson, form., Séra Sig. Kristjúnsson, ritari, Samúel Jónsson, gjaldkeri og Finnur Finnsson meðstj órnandi. Ákveðið er að hefja söngæf- ingar bráðlegá. Kórinn óskar að bæta við nokkrum söng- mönnuin. Þeir, sem hefðu á- huga fyrir að gerast söngfélag- ar ættu að koma að máli við söngstjóra kórsins Ragnar H. Ragnar, eða einhvern úr stjórn inni, sem allra lyrst. Læknabústaður i Bolunqarvík. Nú fyrir skömmu var hyrjað að grafa fyrir grunni '’aaitan- legs læknisbústaðar í Bolungar vík. Gert er rúð fyrir, að í byggingu þessari verði, auk í- þúðar læknis, nokkur sjúkra- rúm og stofa fyrir ljóslækn- ingar. Bygging þessi kemur til með að bæta úr brýnni þörf Bolvík- inga. á sjúkraskýli, því að hingað til hefir orðið að senda hvern þann sjúkling burt úr þorpinu, er þarfnast hefir sj úkravistar. Hið háa Fjár- hagsráð sýndi í uþphafi lítinn skilning á þörfum Bolvíkinga í þessu efni og horfði málið óvænlega um hríð, en nú hef- ir tekizt m.a. fyrir ötula fyrir- greiðslu þingmanns Norður-ls- firðinga, að hrinda máli jiessu á nokkurn rekspöl. Andlát. Frú Sigríður Isaksdóttir, kona Valdimars Valdimarsson- ar, Silfurgötu 12 hér í hæ, and- aðisl í Landspítalanum s. 1. mánudag. ------0------- SEGIR RlKISST J ÓRNIN AFSÉR? Ráðherrar Framsóknar- flokksins hafa lagt fram lausnarbeiðni sína úr ríkis- stjórninni. Búist er við að öll ríkisstjórnin segi af sér næstu daga. Mun forseti Is- lands þá hefja umleitanir við stjórnmálaflokkana um myndun nýrrar ríkisstjórn- ar.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.