Vesturland


Vesturland - 07.11.1949, Blaðsíða 1

Vesturland - 07.11.1949, Blaðsíða 1
\"# 8jgrs> a/esgrFmzonfiHsdðGFS3i£$»sfflNjm XXVI. árgangur Isafjörður, 7. nóvember 1949. 35. tölublað. „Himnastíginn". Athafnir í stað kyrrstöðu. Efling atvinnulífsins, úrbætur í húsnæðismálum og menningarmálum. Víðtækar verklegar framkvæmdir. 1 síðustu bæjarstjórnarkosningum völdu ísfirðingar nýja stefnu og nýja og frjálslynda menn til að stjórna bænum. Hinir „hugsjónalausu, gömlu og værukæru" krat- ar fengu hvíld. Sjálfstæðismenn birtu bæjarmálastefnuskrá, sem gerði ráð fyrir heilbrigðri og nauðsynlegri þróun í umbótamál- um bæjarbúa. En viti menn, kratarnir gerðu mikið hróp og æptu „himnastigi, himnastigi". Hinir „hugsjónalausu" forráðamenn bæjarins gátu ekki hugsað sér að á Isafirði yrðu framfarir og umbætur, eins og í öðrum bæjum. Slíkt hnoss gætu Isf irðingar aðeins öðlast á himnum. Þess- vegna kölluðu þeir hina sjálfsögðu umbótastefnu Sjálf- stæðismanna „himnastiga". Isfirðingum var það ljóst, að þeir höfðu verið afskiptir um framfarir og umbætur. Þeir vildu ekki biða þess að þeir færu til himnaríkis til að fá þær. Þeir gáfu krötunum hvíld. Á þessu kjörtímabili heíur verið unnið markvisst að fram- förum á grundvelli „himnastigans". Þrátt fyrir eindæma erfitt árferði, lánsfjárleysi og andóf ríkisvaldsins hefur tekizt merki- lega vel að framkvæma umbótastefnu Sjálfstæðismanna. Hér er stefnuskráin „himnastiginn" birt í heild og það nokkuð rakið bæjarbúum til fróðleiks, hvað áunnizt hefur: Inngangur. Að sjálfsögðu ber ekki að líta þannig á neðangreinda stefnu- skrá, að með henni heiti Sj álf- stæðisflokkurinn öllum þeim framkvæmdum, sem þar eru nefndar, í einu, til þess eru verkefnin of víðtæk, hið van- rækta og ógerða í bæjarfélag- inu of margt. En að þeim at- riðum, sem þar eru nefnd verð ur unnið með fullum krafti og djörfung. Um mörg þessara mála verð- ur að leita fulltíngis fjárveit- ingarvaldsins og Alþingis og það því fremur sem núverandi f járhagur bæjarins er mjög lé- legur grundvöllur undir þær fjölþættu framkvæmdir, sem hér er þörf. S j á varútvegsmál. 1. Stofnað verði til togaraút- gerðar. Verði stofnað hlutafé- lag sem bæjarsjóður sé einn stærsti eða aðalhluthafinn í en atvinnufyrirtækjum og ein- staklingum sé jafnframt gef- inn kostur á þátttöku. 2. Byggð verði iryggja við uppfyllinguna við Bátahöfnina og uppfyllingin framlengd eft- ir þörfum. 3. Bátahöfnin, verði dýpkuð og stækkuð. 4. Beist verði nauðsynleg út- vegshiis á uppfyllingu Báta- hafnarinnar, ennfremur verka- mannaskýli og vistlegar ver- búðir fyrir sjómenn á hentug- um stað í bænum. 5. Hafist verði handa um lag- færingu uppsáturs eða bygg- ingu trillubátahafnar. 6. Byggð verði ný bryggja í Norðurtanganum. 7. Greitt verði fyrir byggingu fullkominnar dráttarbrautar, sem tekið geti upp til viðgerð- ar skip á stærð við togara. 8. Unnið verði að stofnun hins fyrirhugaða fiskiðnaðar- fyrirtækis á frjálsum hlutafé- lags- eða samvinnugrundvelli. Iðnfyrirtækið vinni að full- kominni hagnýtingu sjávaraf- urða, svo sem niðursuðu, hrað- frystingu, lýsisbræðslu og beinam j ölsf ramleiðslu. 9. Innsiglingin inn á Pollinn (Sundin) verði dýpkuð og byrjað á landfyllingu til þess að koma í veg fyrir landbrot í Suðurtanga og stækka bæjar- landið. Togarakaup. Togarafélagið Isfirðingur h.f. var stofnað 13. j úní 1946 en tog arinn Isborg kom hingað til ísafjarðdr 5. mai 1948. Hlutafé félagsins er kr. 733 þús. krón- ur. Þar af á bæjarsjóður 480 þús. kr., og bæjarstjórn kýs meirihluta stj órnarinnar. Bátakaup. Styrkt voru kaup á 5 bátum frá Svíþjóð og lánaði bavjátv sjóður kr. 37 500,00 á hvern bát. Þá Jagði bæjarsjóður fram kr. 20 þús. til kaupa á skipi til selveiða, Arnarnesi. Til báta- kaupa befur þannig verið var- ið rúml. kr. 200 þús. Tvívegis gekk bæjarsjóður í ábyrgð fyrir hlutatryggingu pjómanna til að koma útgerð- inni í bænum af stað. Hafnarmannvirki. Hafnarbakkinn í Neðsta- kaupstað, sem er 220 metra iangur, er nú að mestu full- gerður. Eftir er að fylla upp hið mikla athafnasvæði er hann myndar. Grettir, dýpkun- arskip hafnarmálastj órnarinn- ar hefur enn ekki fengizt til að vinna það verk og önnur svo sem dýpkun bátahafnarinnar og Sundanna. Hafnarbakkinn er hið glæsilegasta mannvirki, sem gerbreyta mun allri að- stöðu til útgerðar hér í bænum. T.d. gætu 4 togarar athafnað sig við hann samtímis. Áætlað er að hann kosti kr. 3,25 milj. Þar af á ríkissjóður að leggja fram kr. 1,3 milj., en hafnar- sjóður hefur tekið að láni kr. 1, 95 miljónir. Verður því erf-: itt um vik hjá hafnarsj óði um framkv. fyrst um sinn, enda lánsfé með öllu ófáanlegt. Lóðsbátur. Nýr lóðsbátur er nú fullgerð- uf og verður tekinn i notkun næstu daga. Er hinn nýji bát- ur mjög vandaður og traustur. Dýpkun Sundanna. S.l. sumar voru Sundin kort- lögð og er von á tillögum vita- málastjóra um það, hvernig þau verði dýpkuð og löguð á hagkvæmastan hátt. Drdttarbraut. Hafnarnefnd hefur hinn mesta áhuga á að hér komi upp myndarleg dráttarbraut. Gerð var tilraun til að kaupa dráttarbraut af Slippfélaginu í Beykjavik, en vegna ómögu- leika á öflun lánsfjár, varð ekki úr framkvæmdum. Þá hef ur Skipasmíðastöð M. Bern- harðssonar h.f., látið gera at- huganir á slippstæði og fengið mjög hagstætt tilboð um bygg- ingu nýtízku dráttarbrautar frá Ameríku. Fjárhágsráð hef- ur þó synjað um f j árfestingar- leyfi. Fiskiðjuver. Hvernig fór með byggingu fiskiðjuversins er öllum bæjar- Framhald á 3. síðu.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.