Vesturland

Árgangur

Vesturland - 07.11.1949, Blaðsíða 4

Vesturland - 07.11.1949, Blaðsíða 4
Athafnir í stað kyrrstöðu. Framhald af 3. síðu. starfa um áramótin á vegum Kaupfélags Isfirðingá í stað þeirrar gömlu, sem var alls ó- fullnægj andi. Mjólkin hefur mjög auldzt í bænmn og skyr og rjómi er nú oítar fáanlegur en áður var. Ef bændur gættu þess að láta standa vel á kúm sínum myndi ástandið stór- batna að haustinu og mjólkur- skorturinn verða úr sögunni. Elliheimili í widirbúningi. Mikil og knýjandi þörf er á nýju elliheimili. Bæjarstjóm hefur þegar hvað eftir annað skorað á Tryggingastofnun rík- isins að ákveðn að ellihehnili skuli staðsett á Isafirði. Vegna frestunar á heilsugæzlukafla laganna um almannatrygging- ar hefur staðsetningin enn ekki verið ákveðin. Tryggingarstofn uninni ber að styrkja byggingu ellihehnila með framlögum og lánum, en auk þess hefur Isa- fjarðarbær, Norður-Isaf j arðar- sj'sla og nokkrir einstaklingar lofað alhniklu fé til elliheimil- is hér á Isafirði. Eru því góðar horfur á að hægt sé að hefja framkvæmdir strax og Trygg- ingastofnunin hefur ákveðið staðsetningu elliheimilis hér. Þvottavélar. Or byggingu þvottahúss hefur ekki orðið enda verður að leysa það mál i nánu sam- bandi við byggingu elliheimil- is og starfsmannabústaðar þess og sjúkrahússins. Hinsvegar hefur Rafveitustjórn beitt sér fyrir kaupum á heimilisþvotta- vélum og fékk 1947 35 þvotta- vélar og átti von á allmörgum þvottavélum á þessu ári, ef gjaldeyrir hefði fengizt til kaupa á þeim. Iþrótta- og skólamál. 1. Iþróttafélögin í bænum verði studd til þess að koma upp fullkomnu íþróttasvæði þar sem unnt sé að iðka hvers- konar útiíþróttir. Sundhöllin og íþróttahúsið verði starfrækt 1 náinni samvinnu við íþróttafé- lög og skóla svo að þessi menn- ingartæki komi að sem fyllst- um notum fyrir æskuna í bæn- um. 2. Byggður verði á Isafirði sjómannaskóli fyrir Vestfirði, er veiti fiskimönnum nauðsyn- lega fræðslu í aðalgreinum sj ó- mennsku. 3. Stefnt verði að því að koma upp iðnskóla fyrir Vest- firði og lionum og öðrum skól- um bæjarins aflað fleiri hæfra kennara en þar starfa nú. 4. Nýr barnaskóli, sem sam- svari kröfum tímans, verði XXVI. árgangur. 7. nóvemöer 1949. 35. tölublað. byggður eins fljótt og frekast er kostur. 5. Hafin verði í skólum bæj- arins markviss bindindis- fræðsla og þannig lagður heil- brigður grundvöllur meðal æskunnar til útrýmingar á- fengisnautninni. I þessu sam- bandi verði einnig lögð á það megináherzla að beina hugum unglinganna að iðkun hvers- konar íþrótta. 6. Komið verði upp full- komnum barnaleikvelli og at- hugaðir möguleikar á stofnun dagheimilis fyrir börn. Sundhöll og íþróttahús. Sundhöll Isafjarðar tók til starfa 1. febr. 1946 og Iþrótta- húsið ári síðar og eru þessar stofnanir notaðar til hins ítrasta í þágu skóla- og íþrótta- æskunnar. Undirbúningur að fullkomnu íþróttasvæði innan við Torines er hafinn. Sj ómanna- og iðnfræðsl- an er í mótun og blæs ekki byrlega hjá ríkisvaldinu um stuðning við slíkar skóla- byggingar úti á landi, meðan verið er að ljúka hinum stór- glæsilega Sjómanna- og Iðn- skólabyggingu í Reykjavik. Krafa Vestfirðinga er engu að siðflr sú, að þeir eigi kost á verklegri kennslu hér heima. Barnaskólinn endurbættur Barnaskólinn hefur verið endurbættur mikið og er nú hið gamla skólahús mjög með öðrum svip en áður var. Þróttmilál íþróttaæska. Iþróttaáhugi hefur mjög vaxið með æsku bæjarins með bættri aðstöðu til íþróttaiðk- ana. Þróttmikil íþróttaæska er að vaxa upp og er úrslit bæjar- keppninnar við Siglfirðinga og Skíðalandsmótið gleggsta sönn- un þess. Tveir skíðaskálar hafa verið byggðir í hjáverkum fé- lagsmanna og sá þriðji stækk- aður verulega og skíðasvæðið í Stórurð hefur verið raflýst með styrk bæjarins. Mikill áhugi er að vakna fyrir byggingu barnaleikvallar og dagheimilis fyrir börn, sér- staklega meðal kvenna. Vísi að barnaleikvelli hefur verið kom ið upp en betur má ef að gagni á að koma. Er gleðilegt, ef kon- urnar taka hér forustuna með öflugum stuðningi bæjarfélags- ins. Þá er málunum vel borgið. Flughöfn. Nú þegar verði hafizt handa um byggingu margræddrar flugdráttarbrautar og flugskýl- is, sem Alþingi hefur veitt fé til og þar með sköpuð aðstaða til stórbættra flugsamgangna við bæinn. Flughöfn byggð. Flugsamgöngur við Isafjörð hafa mjög vaxið og batnað. Flugbrautin í Suðurtanga var byggð 1946 og nú er verið að 1 j úka byggingu flugskýlisins. Lendingarskilyrði hafa og ver- ið bætt framan við Apótekið með lagningu járnplata í fjör- una. Þá hefur tveim flugvéla- baujum verið komið fyrir. — Sá galli er á flughöfninni í Suðurtanga, að bæði brautirn- ar og skýlið mun ófullnægj- andi fyrir Catalínu-flugbáta, sem nú eru mest notaðir hér. * * Ber því nauðsyn til að byggj a nýja flugbraut beint fram af flugskýlinu og jafnframt að lengja flugskýlið til suðurs og breikka það. Væri þá flughöfn- in hin ákjósanlegasta bæði fyr- ir minni og stærri sj óflugvélar. Gistihús. Með tilliti til vaxandi ferða-. mannastraums til bæjarins verði unnið að því að koma hér upp gistihúsi, sem veitt geti ferðamönnum sæmilegan beina. Gistihús fyrirhugað. Mikil þörf er á að fá hér gisti- hús. Má segja að hreint neyð- arástand ríki í þeim málum, sérstaklega á sumrin, er fjöldi manna er hér á ferð. Bættar samgöngur á landi munu og auka ferðamannastrauminn. Vitað er til að einstaklingur, sem lóð á á ágætum stað í mið- bænum, hafi sótt um leyfi til að reisa stórbyggingu, þar sem hann fyrirhugaði að starf- rækja gistihús, en var synjað um fjárfestingarleyfi. Gatnagerð. Samfara endurnýjun vatns- veitukerfisins verði nokkrar aðalgötur bæjarins malbikaðar og gangstéttir lagðar meðfram þeim. Gatnaframkvæmdir. Mikið hefur verið unnið að gatnagerð enda þótt götur hafi ekki verið malbikaðar. Vegna vatnsveitufram- kvæmdanna hefur slíkt ekki verið tiltældlegt til þessa. Flestir munu og þeirrar skoðunar að heppilegast og ó- dýrast muni að steypa götur hér á ísafirði. Malbilcunartæki eru mjög dýr og malbikun gatna hefur ekki reynst vel hér á landi. Ekki er hægt að hugsa sér heppilegra land til að steypa götur á en hið þétta jarðlag á eyrinni. Miklu fé hef- ur verið varið til gatnagerðar á þessum árum, sem enga bið þoldi. T.d. Engjavegur, fram- lenging Hliðarvegar og stór- felld breikkun Seljalandsveg- ar. Austurvegur endurbættur og gangstétt um 250 metra löng lögð meðfram honuin. Þá hafa veiúð steyptar hellur og kants- steinar i Hafnarstræti, frá Austurveg og upp að Kirkju. Verður sú gangstétt lögð iunan skamms, ef tið leyfir. Aukin sérþekking. Lögð verði megináherzla á að ráðnir verði sérfróðir menn til umsjónar og forystu um verklegar framkvæmdir í bæn- um en horfið frá þeirri ein- dæma kákstefnu, sem hér hef- ur rikt undanfarin ár og bak- áð hefur bænum miljóna tjón. i: . Bæ jarverkfræðingur. Strax á fyrsta vori, sem Sj álfstæðismenn voru með um stjórn bæjarfélagsins var feng- inn hingað bæjarverkfræðing- ur. Var það danskur maður Jens Högh Nielsen. Jafnframt bæj arverkfræðingsstarfinu var hann byggingafulltrúi bæjar- ins og hafði auk þess eftirlit með ýmsum stærri mannvirkj- um í bænum svo sem flugbraut inni, vélsmiðjunni Þór, hafnar- framkvæmdum o.fl. Það var mikið tjón fyrir bæjarfélagið að missa hann á s.]..liausti frá störfum, en fjandskap kraL anna við hann var um að kenna. A nær öllum sviðum hafa stórfelldar umbætur verið gerð ar, sem blasa við livers manns augum, sem vill sjá. Togari, 5 stórir vélbátar, lóðsbátur, skólabyggingar, íbúðarhús, vatnsveita, dieselrafstöð, hafn- arbakkinn, flughöfn, sjúkra- óg lögreglubifreið og slökkvi- bifreið, ný mulningsgerð, nýjar götur, breikkaðir vegir og gangstéttir. Allt er þetta tákn framfara og umbóta, sem orð- ið hafa undir stjórn Sjálfstæð- ismanna á Isafirði. Allt þetta er ávöxtur „himnastigans“. Það hefur verið stefnt mark- visst að umbótum og framför- um, eins og heitið var. Þilplötur masonite trétex fást í Timburverzluninni BJÖRK.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.