Vesturland

Ukioqatigiit

Vesturland - 10.12.1949, Qupperneq 1

Vesturland - 10.12.1949, Qupperneq 1
<2£fí® a/essrFWzxm 83úGFSsræ$»SMæoin XXVI. árgangur Isafjörður, 10. desember 1949. 37.-38. tölublað. tr,—W — t— t I Halldór Halldórsson 1 bankastjóri Eftir ein d sirönd viS stöndam, stönim eftir svörtum nökkva, • sem «ð burtn lífs frá löndum lætur út á hafið dökkva. Farmurinn er enn fagri laukur, felldur snöggt af noröanvindi, farmurinn er enn fallni haukur, farmurinn er lífsins gndi. (G. Th.) Halldór Halldórsson í'æddist í Reykjavík, 27. nóvember árið 1900, yngstur finun barna þeirra Halldórs Jónssonar, bankagj aldkera, og konu hans Kristjönu Pétursdóttur, Guð- johnsen. Hann varð student úr Menntaskólanum í Reykjavík 1920, stundaði siðan verzlunar- nám í Kaupmannahöfn, gerðist starfsmaður í Islandsbanka, Reykjavík, árið 1923. Vann j)ar og í Útvegsbanka Islands uni 10 ára skeið. En árið 1933 var hann skipaður forstjóri útibús Útvegsbankans hér á Isafirði, og gegndi hann því starfi til dauðadags. Ilalldór var fluttur í Sjúkrahús Isafjarðar 30. f.m. til uppskurðar, en andaðist eft- ir stutta en stranga legu að morgni hins 5. desember. Ég sá Halldór Halldórsson i fyrsta skipti hinn 8. febrú- ar 1933, er hann, í fylgd með Helga Guðmundssyni, banka- stjóra, kom hingað til þess að taka við hinni nýj u stöðu sinni. En á l'ertugasta og níunda al'- mælisdegi hans, 27. f. m., leit ég hann í síðasta sinn, aðeins nolcknr augnablik, og datt mér j)á sízt í hug, að svona skammt vrði, þar til kallið kæmi til hans, sem allir yerða að gegna. öll þau ár, sem hér liggja í milli, roá segja að við Halldór Iiittumst nær því daglega, eða ættum tal saman. Átti ég j)ví kost j)ess að kynnast honum noklcuð umfram j)að venju- l(^ga, og er nú ekkert í huga minum, nema góðar endur- minningar um hreina og föiskvalausa vináttu. Ég get ekki munað eftir einu einasta missætti okkar i milli allan þennan tima, og vorum við þó að vísu ekki alltaf algerlega á sama máli í öllum greinum. En slíkt varð aldrei til sundurlynd is, og þakka ég það hans með- fædda góðvilja til að virða sjónarmið annara, og sem allt- af vildi greiða úr öllum vanda- málum og jal'na þau á sem beztan hátt. Auk aðalstarfsins hlóðust ýmis störf á Halldór Halldórs- son, þrátt fyrir það, að hann var að eðlisfari hlédrægur og vildi sizt af öllu trana sér fram opinberlega. En hjá ýmsum af- skiptum af opinberum málum varð samt ekki komist. Hann var norskur vararæðismaður fyrir Vestur-umdæmi Islands, átti sæti í yfirkjörstjórn Isa- fjarðar. Hann var einn aðal- hvatamaður að stofnun Tón- listarfél. Isafjarðar. Hann var einn aðalhvatamaður að stofn- un Rotaryklúblis Isaf j arðar. Þá var hann alla tíð öflugur stuðningsmaður Sj álfstæðis- fiokksins og starfsemi hans hér í bænUm, og átti m. a. sæti um skeið í bæjarstjórn Isafjarðar. Halldór iðkaði og unni tónlist, eins og margir móðurfrændur hans, og vildi efla tónlistarlíf hér á Isafirði, en einn þáttur þess var stofnun og starf Tón- listarfélagsins. Halldór Halldórsson var með- almaður að stærð, þykkur und- ir hönd og breiður um brjóst og herðar og bar sig veí. Hann var líkamlega hraustur alla æfi, unz hann kenndi meins j)ess, er dró hann til dauða. En hami var einnig andlega heilbrigður í j)ess orðs beztu merkingu til æfiloka. Hann var gætinn í starfi sínu, mildur í dómum um aðra, bæði menn og málefni. Og hann var meiri trúmður en almennt gerist nú á dögum. Um trúmál áttum við oft tal saman, og get ég því bor- ið vitni um það, að slíkt var Iialldóri engin uppgerð. Það var honum þvert á móti hjart- ans mál. I þessu efni, eins og fleirum, á ég honum mildð að þakka. Fjöldinn af olckur hugs ar minna um þessi mál en skyldi, fyrr en á eileftu stund, en í huga Halldórs voru trú- ar- og eilifðarmálin sívakandi. Ég sakna þess nú af heilum hug, að eiga ekld framar -kost á að ræða við hann um hugðar- efni okkar, bæði þau alvarlegu og eins hin gamansamari, sem gerðu skapið léttara og hjartað yngra. Hinn 15. desember 1934' kvæntist Halldór eftirlifandi konu sinni, Liv Ingibjörg, dótt- ur Marie og Othar Ellingsen Reykjavík. Varð þeim fimm barna auðið, sem öll eru enn i æsku. Ég átti því láni að fagna, að koma oft á heimili þeirra hjóna og eru minningar þaðan allar á eina lund: Gestrisni, góðvild og glaðværð. Þau voru samhent um j)að hjónin. Og Halldór varði öllum frístund- um sínum, er liann átti frá skyldustörfunum, heima hjá eiginkonu og börnum. Þar þótti honum itezl að una. Þar var hans heimur. Mér eru minnis- stæðar margar sólskinsstundir, er ég og fjölskylda mín áttum hjá þeim hjónum í sumarbú- stað þeirra í Tunguskógi. Þá var hversdags áhyggjum hent fvrir borð, og við eldri menn- irnir urðum ungir í annað sinn eins og börnin, sem léku sér áhyggjulaus um laut og hól. Já, það er margs að minn- ast og allt eru það hreinar og huglj úfar endurminningar. Það eru margir, sem sakna Halldórs Halldórssonai’, kunn- ingjar, vinir, ættingjar og borg- arar þessa bæjar. En mestur og sárastur söknuður er þó hjá eiginkonu og börnum, þar sem missirinn cr tilfinnanlegastur: Ástríkur eiginmaður og fað’ir, sem hafði unun af að lielga sig og krafta sína heimilinu og vel- ferð þess. En við þau mundi Ráðuneyti Ólafs Thors. Ólafur Thors. Á ríkisráðsfundi síðast- liðinn þriðjudag lagði Ólaf- ur Thors, fram ráðherra- lista sinn. Ríkisstjórn hans er þannig skipuð: Ólafur Thors, fo'rsætis- og félagsmálaráðherra. Bjarni Benediktsson, ut- anríkis,- dóms- og mennta- málaráðherra, Björn Ólafsson, f jármála- og viðskiptamálaráðherra. Jóhann Þ. Jósefsson, at- vinnumálaráðherra. Jón Pálmason, landbún- aðarráðherra. hann hafa sagt: Lifið lifinu þann veg, að ég geti glaðst af því, þar sem ég nú er, og helg- ið líf ykkar og krafta fóstur- jörðinni og þjóðinni til heilla. Ég enda þessar fátæklegu línur með næsta erindi við þau tvö, sem tilfærð eru hér að framan: Ein er huggun, ei fær grandaft ólgusjór, né fær á skeri dauöans hann i dimmu strandaö. Drottinn sjálfur stýrir kneri. Já, það er enginn vafi á því, að skip Halldórs Halldórsson- ar hefur ekki strandað. Þar var Drotfinn sjálfur við stýrið, þegar hann sigldi hurt frá lífs- ins löndum, í hina hinztu ferð, til enn bjartari stranda. G. E. J. --------o-------

x

Vesturland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.