Vesturland

Árgangur

Vesturland - 10.12.1949, Blaðsíða 5

Vesturland - 10.12.1949, Blaðsíða 5
VESTURLAND 5 Sölvi Betúelsson: Kosningin í Norður-lsafjarðarsýslu I 35. tbl. Skutuls þ.á., er grein með ofannefndri fyrir- sögn um kosninguna 23. okt. s. 1. Greinin er í samtalsformi við Hannibal Valdimarsson. Það sem sérstaklega vekur athygli mina á þessari grein og sem aðallega hvetur mig til að skrifa þessar línur, eru um- mæli hans um óvandlegan frá- gang undirkj örstj óma i sýsl- unni á kj örgögnum og atkvæða kössum. Það er sjálfsagt og rétt, að slíkar athugasemdir komi fram, ef eitthvað er öðruvísi en vera ber á frágangi kjörgagna, og einmitt slíkar athugasemdir geta verið til lærdóms og leið- heiningar fyrir þær kj örstj órn- ir, sem misfellurnar liafa gert, en til þess hefðu nöfn þeirra átt að vera hirt jafnframt mis- fellunum. Með því móti gátu þær hezt áttað sig á að láta þau víti ekki henda sig aftur. Því liér mun vera um að kenna, annaðhvort vangá eða, van- kunnáttu í starfinu en ekki á- sctningssyndum. Skv. 104 gr. kosningalaganna ætti öllum kjörstjórnum að vera ljóst, að innsigluð kjörgögn og innsigli kjörstjórnar eiga ekki að vera í höndum sama aðila, En það er ekki ljóst af sömu grein, að umslag um lykil að kjörkassan um eigi að vera sérstaklega lokað með innsigli kjörstjórn- ar. 1 nefndri grein er ekki minnst á að setja beri innsigli kjörstjórnar á neitt, nema fyr- irbandið fyrir striga.pokanum, sem kjörkassinn og kjörgögnin eru látin i. Greinin talar að- eins um að loka umslögunum (þ.e. lírna þau aftur). en minn- ist ekki á að innsigla þau. Hins vegar er mér vel kunnugt, að aðalumslaginu, sem umslag um Ivkil og öll önnur kjörgögn eru látin í til yfirkjörstjórnar, hef- ur oft verið innsiglað með inn- sigli kjörstjórnar (og var gert hér nú), án þess að það sé tal- in skylda eftir fyrirmælum nefndrar groinar. Ég er því mjög í vafa um, að hægt sé að ásaka undirkj örstj órnir fyrir það, að setja ekki innsigli sér- staklega á umslag um lýkilinn, þar sem það er ekki tekið fram að svo skuld vera. Undirkjör stjórnir eru áminntar um að ganga frá kjörgögnum lögum sctmkvæmt. Tel ég vafalaust að sá skilningur muni ríkjandi þeirra á meðal, að þær hafi gert það með því, að líma um- slögin aftur. En ef maður veit að sú regla ein skuli gilda, að loka öllum umslögunum með innsigli kj örstj órnar, þá mun þeirri reglu, án efa, verða fylgt, því að það ætti að vera metnað- armál hverrar kj örstj órnar, að leysa þessi störf sín sem rétt- ast og bezt af hendi. Framfarirnar á síðast- liðnum 3 árum: Þá get ég ekki stillt mig um að minnast á, að Hannibal virðist vera mjög vonsvikinn með úrslit kosninganna hér í Norðursýslunni, getur þó alveg gefið það út opinberlega, hvar í sýslunni hann hefur fengið þessi atkvæði sin. Þykir mér að hann sjái þar vel í gegn um aílar þessar leynilegu kosning- ar. Ég hefði nú samt haldið, að Hannibal hafi ekki getað orð- ið fyrir neinum vonbrigðum, nema öðruvisi hefði farið en lór. Ég hélt að hann gæti ekki búizt við, að Norður-lsfirðing- ar færu að snúa baki við þeim þingmanni, sem mest og bezt hcfur stutt að framfaramálum kjördæmisins, síðan hann komst^á þing, burt séð í'rá, að bann fyllir þann flokk, sem við eigum að fela okkar forystu. Hanniibal vill þó eigna sér bróðurpartinn af framkvæmd- um s. 1. þrj ú ár. Skal ég engu þar um svara, nema hvað Sléttuhrepp viðvíkui*, því að einmitt á þessum þremur s.l. árum hefur orðið algert stanz á þeim framkvæmdum hér, sem komnar voru á rekspöl á árunum 1942 —1946. Það virð- ist því alveg liafa gleymst að „ýta á eftir“ í framfaramálum Sléttuhrepps, hvað sem er um hina hreppana. Ég viil minna Hannibal á, að þann 11. sept. 1946, sat hreppsnefnd Sléttu- hrepps fund vestur á Isafirði með honum og þingmanni kjör dæmisins, og gerði þar uppá- stungur um ýms mál, sem til úrbóta mættu verða, var þeim báðum faldð að flytja þessi mál sameiginlega fyrir sveitarfélagið. En árang- urinn er sá, að ekki eitt einasta af þeim hefur komizt til fram- kvæmda. Það eina, sem við höfum af þeim heyrt frá Hanni bal, var háðsgrein sem birtist í Skutli með fyrirsögninni: „Neyðarkallið úr Sléttu- hreppi“ !! Ef til vilL hefur þetta átt að vera okkur nægileg huggun, úr þeirri átt í fram- kvæmdanna stað. Einstaklingsframtakið. Við. sem höfum búið og bú- um ennþá hér á þessum norð- urhjara. lifum mest af okkar eigin framtaki. Við tökum okk- ar bjargræði af gæðum lands og sjávar, eftir því, sem til feli- ur. Það er okkar einstaklings- framtak, sem að mestu ieyti skapar það, hvað við berum úr bítum í baráttunni við breyti- legt árferði og tíðarfar. Á bak við okkar störf eru engar kaup- tryggingar frá æðri stöðum. Við berum sjálfir áhættuna. Grundvöllurinn fyrir okkar starfi stendur og feilur með okkar eigin framtaki. Ef við hættum að vera okkar eigin herrar, hættum að vinna okkar brauð með eigin framtaki, þá fer kotið okkar i auðn og kof- inn stendur eftir með neglt fyr- ir glugga. Þegjandi vitni um viðurstyggð eyðileggingar- innar. Það hljómar því mjög einkennilega i minum eyrum, þegar pólitískir leiðangrar koma hingað með þá sósíalist- isku kenningu, að einstaklings- framtakið eigi að hverfa úr sögunni. Það á ekki að vera til. Af því á að stafa allskonar ó- öld og ógæfa. Ágæti þessarar kenningar hefi ég aldrei getað skilið og get ekki ennþá. Eig- um við þá allir að hætta að hugsa um að bjargast á eigin spýtur? Eigum við allir að leggja árar i bát með að hugsa um að framleiða okkar braiið sjálfir? Hvernig fer, ef allir bændur og búaliðar hætta að búa, verði verkamtnn í kaup- stað, rétta fætur sínar undir amuu’a borð og biðja um vinnu? Þá hugsum við ekki sjálfsíætt lengur. Þá erum við orðniv nokkurs ltonar leigu- verkfæri, sem höfum um það eitt að hugsa, að hlýða okkar húsbændum. Þá erum við komnir á náðir þessara bless- aðra spekúlanta jafnaðar- mennskunnar og sósíalismans. I kaupstöðum á að byggja yfir okkur hús og hallir, ef við er- um þar góðir og þægir verka- menn. Þá fyrst edgum við rétt á að lifa og fá okkar vinnu vel borgaða, að dómi sósíalis- manns. En þá er spurningin: Hvaðan á að skaffa vei’ka- manninum ti'affíkina, ef bónd- inn hættir búskapnum, sjó- maðurinn hættir að fara á sjó- inn og útgei'ðarmaðurinn hætt- ir að gera út? Vei'ður ekki þetta að styðja hvort annað? Getur hagur vei'kamannsins staðizt, nema því aðeins að bóndinn fáist til að búa, sjó- maðurinn fáist til að fara á sj óinn og útgerðai'maðurinn hafi möguleika til að geta gert út skipið sitt? Þetta er spum- ingin, sem sósialisminn virðist vilja ganga framhjá í lengstu lög. Enginn skal skilj a oi'ð min svo, að verkamaðurinn sé ekki verður launa sinna. En það má eklci ganga svo langt, að allir sjái sér hag í þvi, að hætta við framleiðslustöi’fin og verða verkamenn. Það er einmitt þetta, sem hefur skeð á síðast- liðnum árum. Fer það nú ekki að hefna sín? Er það rétt að halda lengra áfram á þeirri braut? „Sýn mér trú þína í verkum þínum“. Er hún ekki hlýleg í garð bændastéttarinnar, lánaða greinin eftir Erling Friðjóns- son i áðui'nefndu tbl. Skutuls? Þannig ski'ifa þeir um bænda- stéttina. Þar er þeirra um- hyggja fyi’ir þeiri'a hagsmun- um i sinni réttu mynd. En j afn- framt og þedr skrifa svona, senda þeir pólitiska bx'æður sína út í sveitirnar og biðla bændur um atkvæði. Þéir halda víst, að sveitakarlarnir séu skammsýnir, ef þeir trúa því að þeir sjái ekki i gegnum svona lagað. Hvei’svegna koma ekki þessir blessaðir fuglar út í sveitir og stofna sjálfir búskap til að slá sér upp á þessurn stórgi’óða búskaparins? Hvei’s- vegna eru heilar sveitir lands- ins að hvei’fa úr sögunni, þrátt fyrir þennan stói’gróða á bú- skapnum? Hversvegna eru op- inberir bæj arbúskapdr reknir með stórtapi árlega þrátt fyrir allt of hátt afurðavei'ð? Ekki getur það verið kaupgjaldið, sem skapar þennan mikla tap- rekstur þessara opinbei'u búa? Jafnaðarmaðurinn segii’, að það sé of lágt miðað við afurða verðið. Það væri fróðlegt að heyi’a skýringu á því, af hvaða ástæðu þessir opinberu bú- rekstrar stórtapa á rekstri sín- um, á sarna tíma og höfundur segir að aði'ir stói'græði. Hér hlýtur að vera eitthvað séi’- stakt, sem liggur til grundvall- ai', fyi'st að það er ekki kaup- gjaldið og afui'ðavei’ðið, sem stangast á. Gi'einarhöfundur mdnnist ekkert á það, hvað bóndinn fær miikið af þessmn kr. 13,00, sem hann lcallar neytendaverð á kjöti o.s.frv. Hann minnist ekkert á, að það er milliliður milli framleið- anda og neytenda. En þeir, sem búskap stunda og hafa stund- að, þeir vita mjög vel að á leiðinni milli framleiðenda og neytenda hverfur nokkuð af 13 kx'óna vei'ðinu. Skutull er heldur ekkert að leiði’étta þetta. Nei, greinin er ágæt til að slá ryki i augu verkamannsins í Framhald á 8. síðu.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.