Vesturland

Árgangur

Vesturland - 10.12.1949, Blaðsíða 7

Vesturland - 10.12.1949, Blaðsíða 7
VESTURLAND 7 Gullsmíðavinnustofan S A F F Ó. Allir þeir, sem vilja fá góða og vandaða silfurmuni til jólagjafa, komi sem fyrst í S A F F Ó. Þar fást hálsmen, armbönd, krossar, eyrnalokkar, brjóstnælur, beltispör, upphlutsborðar, millur og doppur á belti, karlmanns- skyrtuhnappar, silfurhringar, kvennskyrtuhnappar, úr- armbönd o.fl. Fólk er vinsamlega beðið að koma með silfurmuni, sem fyrst, ef þeir eiga að hreinsast fyrir jól. KAUPI GULL OG SILFUR. Höskuldur gullsmiður. TILKYNNING frá Iðnráði ísafjarðar: Þær eða þeir á Isafirði, sem telja sig hafa skilyrði til iðn- réttinda, eða próftöku, í kjólasaum og kvennaldæðskurði og óska að koma til greina í sambandi við undanþágur frá iðnlög- gjöfinni i þessu efni, sendi þar um beiðni í síðasta lagi 31 des. 1949 til formanns ráðsins Sigurðar Guðmundssonar, Silfurgötu 11, sími 88. Isafirði, 28. nóvember 1949. IÐNRÁÐ ISAFJARÐAR. Auglýsmg um lögtak. Tiikynning um greiðslur ellilífeyris til danskra, finnskra, norskra og sænskra ríkisborgara, sem búsettir eni hér á landi. Hinn 1. desember n.k. kemur til framkvæmda milliríkja- sanmingur milli Islands, Danmerkur, F'innlands, Noregs og Svíþjóðar um gagnkvæmar greiðslur ellilífeyris. Samkvæmt samningi þessum, eiga danskir, finnskir, norskir og sænskir ríkisborgarar, sem dvalist bafa samfleytt að minnsta kosti 5 síðustu ár á Islandi og orðnir eru fullra 67 ára, rétt til ellilífeyris á sama bátt og islenzkir rikisborgarar. Ennfremur eiga þeir rétt á lífeyri með börnum sínum yngri en 16 ára, sem hjá þeim dvelja og eru á þeirra framfæri, og koma til greina við ákvörðun uppbótar á lifeyrisgreiðslur til jafns við íslenzka rikis- borgara. Þeir erlendir ríkisborgarar, sem samningur þessi tekur til og vilja njóta þessara réttinda, eru hérmeð áminntir um að snúa sér til umboðsmanna Tryggingastofnunarinnar, hver í sinu um- dæmi, með umsóknir sínar, fyrir 1. desember n.k. og leggja fram sönnunargögn fyrir því, að þeir hafi dvalið hér á landi sam- fleytt 5 síðustu ár. Islendingar, sem dvelja og dvalist hafa í einhverju hinna Norðurlandanna saml'leytt síðustu 5 ár og náð hafa lífeyrisaldri, eiga rétt til ellilifeyris í dvalarlandi sínu eftir sömu reglum og ríkishorgarar hlutaðeigandi lands. Reykjavík, 11. nóvember 1949. Lögtak hefár verið úrskurðað á ógreiddum þinggjöldum ársins 1949, og verður hyrjað að framkvæma lögtökin cftir að átta dagar eru liðnir frá birtingu þessarar auglýsingar. Skrifstofu Isafjarðar, 2. des. 1949. Jóh. Gunnar Ólafsson. LÖGTAK. á öllum áföllnum ógreiddum iðgjöldum til Sj úkrasamlags Isafjarðar hefir verið úrskurðað í dag af bæjarfógeta og má það fara fram á kostnað gjaldanda að átta dögum liðnum frá birt- ingu þessarar auglýsingar. Þess er fastlega vænzt, að þeir samlagsmenn, sem skulda ál'all- in iðgjöld, greiði þau nú fyrir áramótin, svo ekki þurfi til lög- taks að koma. Isafirði, 2. desember 1949. Sjúkrasamlag Isafjarðar. LÆKNASKIPTI. Samlagsmeðlimir, sem óska að skipta um heimilislækni frá næstu áramótum, skulu tilkynna það á skrifstofu samlagsins fyrir 31. des. n. k., og sýna bækur sinar um leið. Eftir 31. desember verður heiðnum um læknaskipti ekki sinnt. Isafirði, 24. nóv. 1949. SJÚKRASAMLAG ISAFJARÐAR. Hús tíl sölu. Hálf húseignin Aðalstræti 26 A, Isafirði er til sölu. Upplýs- ingar gefur: Ólafur Júlíusson, skipstjóri — sími 149. Tryggingastofnun ríkisins. TILKYNNING frá Fjárhagsráði. Frá og með 21. nóvember mun fjárhagsráð veita móttöku nýjum umsóknum um fjárfestingarleyfi fyrir árið 1950. I því sambandi vill ráðið vekja atliygli væntanlegra um- sækjenda á eftirfarandi atriðum: 1. Eyðublöð fyrir umsóknir er hægt að fá hjá skrifstofu ráðsins í Arnarlivoli, Reykjavík, og lijá oddvitum og bæjarstjórum í öllum sveitarfélögum landsins utan Reykjavíkur. 2. Nauðsynlegt er að sækja um fjárfestingarleyfi fyrir öllum ný- hygginguin, sem áætlað er að kosti meira í efni og vinnu en kr. 10.000,00, og ennfremur til hyggingar útihúsa og votheysgryfja, enda þótt þær framkvæmdir kosti innan við þá fjárhæð. Um fjárfestingarleyfi þarf ekki að sækja vegna viðhalds. Sé hins vegar um verulega efnisnotkun að ræða vegna viðhalds eða framkvæmda, sem kosta innan við 10.000,00 kr., er mönnum ráðlagt að senda fjárhagsráði umsóknir um efnisleyfi. 3. Fjárhagsráð hefur horfið að því ráði að þessu sinni að ákveða ekki sérstakan umsóknarfrest, heldur mun ráðið veita umsóknum móttöku um óákveðinn tíma. Þyki síðar ástæða til að ákveða ann- að, verður það gert með nægum fyrirvara. 4. ölum þeim, sem fjárfestingarleyfi hafa fengið á þessu ári, hefur verið sent bréf og eyðublað til endurnýjunar. Skal beiðni um endurnýjun vera komin til fjárhagsráðs eða póstlögð fyrir 31. desember þ. á. Reykjavík, 17. nóv. 1949. FJÁRHAGSRÁÐ. TILBOÐ ÖSKAST fyrir 20. þ.m. í AGÆTA IBÚÐ í steinsteyptu húsi í Hnífsdal: 3herhergi, eldhús og W C, þurk loft og geymslupláss. Isafirði, 1. des. 1949. Jón Grímsson, sími 143. Smábarnakjólar úr enslcu ullarefni til sölu hjá Kristínu Ingimundardóttur, Hafnarstræti 14. Prentstofan Isrún h. f. 1949.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.