Vesturland

Árgangur

Vesturland - 24.12.1949, Blaðsíða 4

Vesturland - 24.12.1949, Blaðsíða 4
4 VESTURLAND Vinabær ísafjarðar í Svíþjóð /i fundi sínum 15. sept. 1948 samþykkti bæjarstjórn Isa- fjarðar einróma, að Isafjörður skyldi gerast aðili að vináttu- sambandi milli fimm bæja á Norðurlöndum, þ. e. Roskilde i Danmörku, Tönsberg i Noregi, Linköping í Svíþjóð og Joen- suu í Finnlandi, auk Isafjarð- ar. Samhljóða samþykkt var um svipað leyti gerð i stjórn deildar Norrænafélagsins hér. Tildrög þessara samþykkta voru þau, að í júnímánuði 1948 barst mér i hendur bréf frá Roskilde, þar sem þess var ósk- að, að ísafjarðarkaupstaður gerðist aðili að framangreindu vináttusambandi. Var ákvörð- un tekin um að leita eftir þátt- Carl Hilmer Johanson, aSalritstjóri. Hann er fæddur í smábæ í Mið- Svíþjóð, Götlunda, Niirke, árið 1905. Var fyrst landbúnaðarverka- maður, en fór síðan á lýðháskóla. Fyrsta blaðagreinin birtist eftir liann þegar hann var 15 ára gamall. Hann hefur frá því árið 1927 verið blaðamaður og ritstjóri við ýms af blöðum jafnaðarmanna í Svíþjóð. En frá 1. des. 1945 hefur hann ver- ið aðalritstjóri og ábyrgur útgef- andi dagblaðsins „Östgöten“ í Lin- köpin, er hóf göngu sína árið 1872. 1 s. l. 26 ár hefur hann verið á- liugasamur þátttakandi í stjórn- málabaráttunni í Svíþjóð bæði sem rithöfundur og ræðumaður og verið einn af helztu leiðandi mönnunum varðandi fræðslustarfsemi verka- lýðssamtakanna, Arbetarnas Bildn- ingsförbund (A. B. F.). Hann á sæti í bæjarstjórninni í Linköping, á sæti í fjárveitinganefnd, ásamt stjórnum ýmsra félaga og nefndum. Hann er varaformaður í deild Nor- rænafélagsins í Linköping, og var áður formaður deildarinnar í Söd- erhamn. Pá er hann áhugamaður og starfandi félagi í blaðamannafé- laginu í Svíþjóð, í félagi sænskra blaðaútgefenda og fulltrúi i alþjóða félagsskap esperantómælandi blaða- manna. Árið 1928 gaf hann út kvæðabók. S. 1. sumar var hann í Sviss að kynna sér efnahag Sam- einuðu þjóðanna. Linköping er fornfrægur bær, fall- egur og vel byggður. Bærinn hefir verið í örum vexti undanfarið, er nú að íbúatölu á stærð við Reykjavík. töku Isafjarðar í vináttusam- bandi þessu á fundi, sem hald- inn var í Tönsberg sumarið 1947 og á voru mættir fulltrú- ar frá öllum hinum vinabæj- unum fjórum. Ég lagði mál þetta þegar fyr- ir bæjarstjórn ísafjarðar til at- hugunar og ályktunar og gerði auk þess stjórn deildar Nor- rænafélagsins hér grein fyrir málinu og óskaði álits hennar í sambandi við það. Báðir þessir aðilar hafa, eins og að framan getur, lýst sig einróma samþykka því, að Isafjörður gerðist blutaðeigandi að um- ræddu vináttusambandi, og hefur nú verið fonnlega frá því gengið, með samþykki bæjar- stjórna allra bæjanna fimm og deilda Norrænafélagsins í við- komandi bæjum. Laust eftir að síðustu heims- styrjöld lauk, vaknaði mikill áliugi fyrir því hjá ýmsum á- hrifamestu forystumönnum um norræna samvinnu, að koma á sem víðtækustu sam- starfi milli allra Norðurland- anna fimm og ibúa þeirra. Hafði hinn blóði drifni harm- leikur stríðsins opnað augu margra hugsandi manna fyrir brýnni nauðsýn þess, að hinar smærri þjóðir þjöppuðu sér betur saman en verið hafði, til að þær gætu á auðveldari liátt varist ásælni og yfirgangi hinna stærri og voldugri þj óða. Þessari hugmynd var þó því aðeins unnt að koma í fram- kvæmd, að vakinn yrði almenn ur skilningur og samúð milli íbúa þeirra landa, sem hlut ættu að máli, og sá skilning- ur og sú samúð varð að byggj- ast á auknu samstarfi og vax- andi kynningu milli þjóðanna og einstaklinga þeirra, sem þær mynda. Ein leiðin til þess að auka og efla samstarfið milli hinna nor- rænu þjóða, er hin svokallaða vinabæj ahreyfing. En hún er í því fólgin að fimrn bæir, einn í hvoru landi fyrir sig, myndi með sér vináttusamband og komi á sem víðtækustu sam- starfi sín í milli. Verður hér ekki lit í það farið, að skýra frá því í hverju það samstarf er einkum fólgið né hvaða þýð- ingu það getur haft fyrir við- komandi bæjarfélög í heild, enda er það ekki tilgangurinn með grein þessari, þó að æski- legt væri að liún gæti vakið aukinn áhuga almennings hér i bæ fyrir gagnsemi þessara mála. Að þessu sinni var það að- eins ætlun mín, að gefa lesend- um Vesturlands lítilsháttar, og þvi miður mjög ófullnægj andi upplýsingar um einn af vina- bæjum Isafjarðar, en það er vinabæ okkar i Svíþjóð, Lin- köping. Upphaf sambandsins við Linköbing. Snemma í janúar 1949 bár- ust mér tvö bréf frá Linköping, annað frá aðalritstj óra dag- blaðsins „Östgöten“, C. Ililmer Johanson, og hitt frá forseta bæj arstj órnarinnar í Linköp- ing, Cai’l Johansson. Bréf for- setans var þess efnis, að hjóða Isafjörð velkominn í vináttu- sambandið, jafnframt þvi sem þar er gert nokkuð að umræðu- efni sá gagnkvæmi hagnaður sem þessir tveir bæjir geta haft af samstarfinu. Bréf ritstjór- ans var þess efnis, að biðja mig að senda hlaði hans upp- lýsingar um Isafjörð. Varð ég að sjálfsögðu við þeirri óslc og birtist grein mín nokkru síðar í blaðinu og fylgdu henni fimm myndir héðan frá Isafirði. Að- ur hafði ég birt svipaða grem í Roskilde Avis, og fylgdu henni einnig myndir héðan frá bæn- úm. Frá því, að mér bárust fram- angreind bréf hefi ég haft stöð- ugt bréfasamband við C. Hilm- er Johanson, ritstjóra, og hef- ur hann sent mér marga pésa og bæklinga um Linköping, sem gert hafa mér mögulegt að taka saman þær upplýsingar um Linköping, sem hér fara á eftir. Skal þess einnig getið hér, að ritstjórinn sendir mér að staðaldri dagblaðið „Östgöten“, sem gefið er út í Linköping og er mjög stórt og myndarlegt blað. Kann ég að sjálfsögðu herra C. Hilmer Johansson, sem er hinn merkasti maður, góðar þakkir fyrir þá velvild og vinsemd, sem hann hefur sýnt mér með þessu og á ýms- an hátt annan. Einn af elztu bæjum Svíþjóðar. Svo sem flestum mun kunn- ugt, er Svíþjóð skipt í fylki eða lén, líkt og Norðlendingar og Austfirðingar hafa lagt til að tekið yrði upp hér, í sambandi við breytingar á stjórnar- skránni. Æðsti maður hvers fylkis er nefndur landshöfð- ingi. Fylki það, sem Linköping tilheyrir, heitir östgöten, og er í suðaustur Svíþjóð, skammt fyrir sunnan Stockholm á milli Vettem og Eystrasalts. I Östgöten eru margir bæir, en Linköping er þeirra stærst- Carl Johansson, forstjóri. Ilann hefur verið forseti bæjar- stjórnarinnar í Linköping síðan 1. janúar 1947. Hann er fæddur ár- ið 1895. ur og talinn helzti bær fylkis- ins. Tala íhúanna er svipuð og í Reykjavík eða 52 þús., og hefur bærinn verið i mjög ör- um vexti upp á síðkastið. Á s.l. sex árum hefur íbúatalan auk- izt um níu þúsundir. LinkÖping er einn af elztu bæjunum í Svíþjóð og er mjög sögufrægur staður. Að vísu er ekki vitað með vissu hve gam- all hann er, en talið sennilegt að þétthýli hafi verið farið að myndast þar um árið 1000, og á því tímabili er talið að þar hafi fyrst verið reist kirkja,St. Lars kirkja. Árið 1120 var á- kveðið að Linköping skyldi vera biskupssetur og ætla menn að dómkirkjan þar hafi verið reíst árið 1152, þegar haldinn var þar hinn fyrsti biskupafundur, sem haldinn var í Svíþjóð. Annars skal hér ekki farið út í að rekja sögu staðarins, enda brestur mig til þess þekkingu, en rétt er þó að

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.