Vesturland

Árgangur

Vesturland - 24.12.1949, Blaðsíða 14

Vesturland - 24.12.1949, Blaðsíða 14
14 VESTURLAND Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Sigurður Bjamason frá Vigur Skrifstofa Úppsölum, sími 193 Afgreiðsla og auglýsingar Hafnarstræti 12 (Uppsalir) Verð árgangsins krónur 20,00 --------------------------.________________________________j J Ó L Um allan hinn kristna heim eru jólin haldin hátíðleg til minn- ingar um fæðingu Jesú Krists. I svartasta skammdegi hins nor- ræna vetrar höldum við Islendingar heilög jól. Við fögnum ekki aðeins jólunum vegna þess boðskapar, friðar og kærleika, sem þau boða heldur og vegna þcss, að þá hefur skammdegið náð hámarki sínu og daginn tekur að lengja. Framundan eru lengri og bjartari dagar, vorið og sumarið, sem allir þrá. Einstaklingar og þjóðir þrá kærleik og frið, birtu og yl. Jólin hoða okkur hinn eilífa boðskap friðarins. Þessvegna fagna kristnar þjóðir jólunum öld eftir öld, hvort sem er stríð eða friður. Jólaboðskapurinn er von mannkynsins um betri heim og fegurra líf hér á jörðu. Ungir sem gamlir fagna jólunum. En sérstaklega eru jólin þó hátíð barnanna. Hið jdra er helgihald jólanna sérstaklega miðað við það að gleðja þau og gera þeim dagamun, enda þótt full- orðna fólkið njóti góðs af í misjafnlega ríkum mæli. Jólaannirn- ar eru miklar, sérstaklega hjá húsmæðrunum, sem kapj)kosta að gera heimilið sem vistlegast og fegurst, en enginn telur eftir sér fyrirhöfnina. Jólagleði barnanna, yfir kertaljósunum og jóla- gjöfum er svo einlæg og fölskvalaus, að hún snertir viðkvæm- ustu og beztu taugar hvers hjarta og rifjar upp gamlar minn- ingar um jól æskuáranna. Á jólunum verða flestir börn i vissum skilningi, hrífast með börnunum og taka þátt í gleði þeirra og hamingju og öðlast við það andlega sálubót. Það er hin innri birta í sálum ungra og gamalla, sem er aðalsmerki jólanna. Sú birta og sálubót mun berast frá kyni til kyns, svo lengi sem kristin jól eru haldin helg. Þegar islenzka þjóðin heldur jól að þessu sinni blasa við henni miklir erfiðleikar, eins og flestum þjóðum. Árið sem er að líða hefur um margt verið óhagstætt og veldur því m. a. að margir munu bera minna í hátiðahaldið en stundum áður. En jólin eru ekki síður velkomin fyrir því og þau verða haldin hátíðleg, eftir efnum og ástæðum, á hverj u einasta heimili í landinu, í sveit og við sjó. Það er ekki íburðurinn, dýrar gjafir og hlaðin borð, sem skapa jólagleðina, heldur það hugarfar, sem gjöfunum fylgir og veitir þeim móttöku. Framundan eru lengri og bjartari dagar. Það er von okkar allra, að með hækkandi sól megi hagur þjóðarinnar vænkast, og hún una hamingjusöm og frjáls í okkar kæra landi. Vesturland óskar lesendum sínum nær og fjær árs og friðar. Máttur orðsins Málsins göfga npphaf ómar alltaf þegar dagur Ijómar, endursögð um heiminn hljómar Herrans slápun: Verði Ijós. Orðin sundra öllum kvíða, — eins og söngvar helgitíða — vekja líf í alheims æðum, orkustraum til lands og sjós. Krafti máls um aldir alda enginn sgngur verðugt hrós. Þokur hæst í hæðum brunnu. Hnettir ngjar brautir runnu. Glóðu í mistri geislar sunnu. Gengu í bglgjum lönd og haf. Dreifði skuggum dagur feiminn. Drottinn var að skapa heiminn. Skipun hans, með helgikrafti, himni og jörðu framtíð gaf. Máttur orðs varð allra hluta uppistaða og fgrirvaf. Hjarðir krupu að lífsins lindum. Löndin náðu föstum mgndum. Gróður óx að efstu tindum, alla leið frá sævarströnd. Ægisbúum öldur sungu ástarljóð á hafsins tungu. Ár og lækir lendur skregttu líkt og fögur silfurbönd. Fossar þuldu ])gða sötigva, þegttu úða um gróðurlönd. Röðull 'vermdi grös á griindum, geisla rétti vík og sundum. Fuglar sungu t fögrum lundum, færðu Drottni þakkargjörð. Vizka og snilli voru að mætast. Vonir stærstu áttu að rætast. Mett af blessun láðs og lagar lifði farsæl dgrahjörð. Út úr mgrkri, auðn og tómi ORÐIÐ seiddi fagra jörð. Hreiðar E. Geirdal.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.