Vesturland

Árgangur

Vesturland - 24.12.1949, Blaðsíða 16

Vesturland - 24.12.1949, Blaðsíða 16
16 VESTURLAND muni hann varla kosta undir 900 þús. kr. Kostnaður við brú á Ósá hefur þar að auki orðið um 320 þús. kr. Nær samhliða Bolungarvíkurvegi var hafist handa um vegagerð um Arnar- dal og Súðavíkurhlíð til Súða- víkur. En á þeirri leið var ein torfæra, sem allerfitt virtist í fyrstu að yfirstíga, Arnarnes- hamar. Verkfræðingar töldu hiklaust, að þá leið bæri frek- ar að fara en yfir Arnarnes- háls. Haustið 1947 var þjóðvegur- inn kominn að Hamrinum. Hafði þá einnig verið byggð ný brú á Arnardalsá. Var þá um haustið byrjað að sprengja göng eða rauf í þennan mikla klettadrang. Sú klöpp reynd- ist hin óhilgj arnasta. Steinbor- ar vegagerðarinnar unnu alls ekki á henni og var verkinu þá fljótlega hætt, en þá þegar pantaðir nýir og harðari borar frá Englandi. Stóð mjög lengi á þeim og var það fyrst haust- ið 1948, sem hægt var að hefja sprengingar að nýju með full- komnari tækjum. En þá gekk verkið mjög vel og var lokið á rúmum tveimur mánuðum. Voru sprengd 35 metra löng göng gegn um Hamarinn og eru það fyrstu jarðgöng á Is- landi. Seint á þessu hausti var lok- ið undirbyggingu vegai'ins alla leið inn í Súðavíkurþorp. En mikið brestur á, að hann sé full gerður en væntanlega verður lokið frágangi hans einhvem- líma á næsta sumri. Kostnaður við Súðavikur- veg frá Arnardalsbrú, þar með talin göngin gegn um Hamar- inn var í haust orðinn 440 þús. kr. Fullgerður mun vegurinn kosta um kr. 550 þús. Merkum áfanga náð. Með lagningu þjóðvegar til Bolungarvikur og Súðavíkur, er merkum áfanga náð í sam- göngumálum héraðsins. Ak- vegasamband hefur verið skap að milli allra sjávarþorpanna við sunnanvert Isafjarðardjúp og höfuðstaðar Vestfjarða, Isa- fjarðarkaupstað. — Vegalengd in frá Bolungarvík til Súðavík- ur er 35 km. En vegurinn ligg- ur um landslag, sem er eins erf itt og hugsast getur, snarbratt- ar hlíðar, hamrabelti og kletta- dranga. En um þetta land er nú kominn nýr þj óðvegur til tveggj a byggðarlaga, sem rúm- lega eitt ])úsund manns byggja. Verkamennirnir, þeir sem stjórnuðu vegýtunum, borun- um og sprengingunum á Ós- hlíð, við Arnameshamar og á Súðavíkurhlíð, verðskulda miklar þakkir fyrir ötult starf, sem oft var unnið við verulega áhættu. Verkstjórinn, Charles Bjarnason, hefur með verk- stjórn sinni við þessar sérstæðu vegagerðir, unnið merkilegt starf. I þessu sambandi vil ég heldur elcki láta hjá liða að minnast vakandi áhuga Ceirs G. Zoega, vegamálastjóra, fyr- ir þessum vegaframkvæmdum. Þeir, sem fyrir vegafram- kvæmdum standa í oklcar landi fá oft orð í eyra fyrir ýmsar ákvarðanir sínar. Þess er þá síður gætt, að vegamála- stjórnin, verkfræðingar hennar og verkstjórar, hafa oftast orð- ið að vinna að viðfangsefnum sínum með litlum verkfæra- kosti og takmörkuðu fjár- magni. Fjölþætt áhrif á líf fólksins. Hinir nýju þjóðvegir til Bol- ungarvíkur og Súðavíkur munu ekki aðeins hafa fjöl- þætt áhrif á líf fólksins, sem byggir þessi byggðarlög. Þeir munu færa fólkið við utanvert Isaf jarðardjúp saman, bæta að stöðu þess til atvinnulegs og fé- lagslegs samstarfs og sam- vinnu. Vegalengdin milli Bol- ungarvíkur og Súðavíkur, 35 km., er ekki löng. En hinar veglausu hlíðar hafa samt hald ið fólki þessara byggðalaga meira og minna, einöngruðu og gert líf þess erfiðara og fá- breyttara. Það er óslc mín að hinir nýju vegir megi verða þessum þróttmildu framleiðslu stöðvum til hagræðis, þroska og vaxtar. Víðtæk verkefni framundan. En þeir vegir; sem hér hef- ur verið lýst, eru þó aðeins hyrjunin að miklu viðtækari framkvæmdum í vegamálum okkar héraðs. Fram til þessa dags hafa sveitir héraðsins verið nær veglausar. Þær hafa orðið að bíða meðan akvega- sambandið var skapað við hér- aðið og þorpin við sjávarsið- una tengd saman. Ég veit, að þótt fólkið í sveitunum hafi sýnt fullkominn skiln. á nauð- syn þessara vinnubragða við vegagerðir í héraðinu, þá þyk- ir því þó biðin orðin löng eftir samgöngubótnm í byggðarlög- um sínum. E.t.v. finnst engum hún þó eins löng og mér, sem unnið hef að þessum málum á Alþingi. En hér helur sama sagan gerzt og á svo mörgum öðrum sviðum í íslenzku þjóð- lífi. Þörfin kallar allsstaðar að, svo að segja samtímis. Ein kynslóð verður að vinna verk margra liðinna kynslóða. sem lifðu fátækar við ])röngan kost í þessu stóra og strjálhýla landi. Það, sem framundan er í vegamálum sveitanna við Isa- fjarðardjúp, er markvís bar- átta fyrir vegagerðum með- fram allri strandlcngju þessa mikla flóa. Þessi stefna hefur þegar verið mörkuð og frá henni verður ekki hvikað. Hún hefir að visu verið gagnrýnd, en sú gagnrýni bvggist á nns- skilningi. Sá misskilningur byggist á því, að gagnrýnend- urnir hafa ekki áttað sig á ])ýð- ingu tækninnar fyrir vegafrani kvæmdir. Við lagningu veg- anna milli Bolungarvíkur og Súðavikur höfðum við vélar, að vísu of afkastalitlar. Með þessum vélum voru verstu toi'- færurnar í öllu héi’aðinu sigr- aðar á 3—4 árum. I kring um flesta firðina við sunnanvert Djúpið er vegagerð margfalt auðveldari en um Óshlíð og Súðavíkurhlíð. Með fullkomn- um vélum þarf hun þessvegna hvoi’ki að vei’ða óbærilega kostnaðai-söm né að taka mjög langan tíma. Næstu sporin. Næstu sporin, sem að stigin vei’ða i vegaframkvæmdum okkar er lagning vegarins lir Isaf jarðai’botni út um Revkja- fjai’ðai’hrepp og úr ögri um Laugardal og Mjóafjörð í sam- bandi við Isafjarðai'veginn. Jafnhliða ætti að vei’a unnt að halda Súðavíkurvegi áfram kringum Álftafjörð og inn í Seyðisfjörð og ennfremur að Ijúka veginum um Nauteyrar- hrepp, sem að mestu hefur þeg ar verið undirbyggður. Til fróðleiks má geta þess, að vega- lengdir. úr Súðavík, um Álfta- fjörð, Seyðisf j öx-ð, Hestf jörð og Skötufjörð í ögur er 66 km. Vegalengdin úr ögri að Ara- gerðareyi-i, kringum innfirði Djúpsins, er hinsvegar 88 km. og vegalengdin frá Arngerðar- eyri að Sandeyi’i 52 lun. Sameiginlegir hagsmunir sveita og sjávarsíðu. Ég veit, að einhverjir rnuni telja þessar ráðstafanir býsna óraunhæfar. En ég er sannfærð ur um það, að eftir nokkur ár munu fáir kannast við tregðu sína gagnvart þeim. Hagsmun- ir sveita og sjávarsíðu eru í fáu jafn nátengdir og einmitt í sam göngumálum. Þróttmikill land- búnaður er beinlínis lífsnauð- synlegur fyrir sjávarsíðuna. Hér við Isafjarðardjúp hefur lengstum ríkt og ríkir enn verulegur skortur á mjólk, smjöri, og ýmsum öðrum land- afurðum. En fimmskilyrði þess að byggð haldist í sveitunum hér vestra eru bættar samgöng- ur, vegir, ferjubryggjnr, símar. llér sést hluti af hinum uijja þjóðvegi milli Bolungaruíkur og ísaf jarðar. Er hann sprengdur utan í snarbratt klettabelti Á þeSsum stað er ráðgert að reisa uígt krossmark.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.