Vesturland

Árgangur

Vesturland - 24.12.1949, Blaðsíða 20

Vesturland - 24.12.1949, Blaðsíða 20
VESTURLAND HUNDESTED Hundested fiskibátavél- in hefur hvarvetna hlotið frœgð fyrir gæði og vand- aðan frágang, enda tví- niælalaust öruggasta vél fiskiskipaflotans. STÆRÐIR: 10—220 hestöfl. AFGREIÐSLA: Eftir samkomulagi. VERÐ: Mun ódýrari en aðrar vélar. MARSTAL Marstal smábátavélin, er vélin, sem rutt hefir sér til rúms i Danmörku hin síðari ár sökum gæða og tæknislegra kosta fram yfir aðrar vélar. STÆRÐIR: 3—4 HK. — 8—10 HK. AFGREIÐSLA: Eftir samkomulagi. VERÐ: Mun lægra en á öðrum vélum. Allar upplýsingar gefur umboðsmaður fyrir: Vesturland: Sverrir Matthíasson, Bíldudal. Tilkynnin Nr. 31/1949. Tilkynning Viðskiptanefndin hefur ákveðið eftirfarandi hámarksverð á henzíni og olíum: 1. Benzín..............kr. 1,07 pr. ltr. 2. Hráolía ............. — 425,00 - tonn 3. Ljósaolía.......... -— 685,00 - — Ofangreint verð á benzíni og hráolíu er miðað við afhendingu frá „tank“ í Reykjavík eða annari innflutningshöfn, en ljósa- olíuverðið við afhendingu á tunnum í Reykjavík eða annara innflutningshöfn. Sé hráolía og benzín aflient í tunnum má verð- ið vera 3 aurum hærra hvert kiló af hráolíu, og hver litri af benzíni. 1 Hafnarfirði skal henzínverð vera sama og í Reykjavík. I Borgarnesi má benzínverð vera 5 aurum hærra hver lítri, og á Skagaströnd, Sauðárkróki, Akureyri Húsavík og Eskifirði má verðið vera 7 aurum hærra hver lítri. Ef benzín er flutt á landi frá einhverjum framangreindra staða, má bæta einum eyri pr. lítra við g]'iini\.vcrðið á jjessum stöðum fyrir hverja 15 km., sem benzínið er flutt og má reikna gjaldið, ef um er að ræða helming jreirrar vegalengdar eða meira. Á öðrum stöðum utan Reykjavíkur, sem bcnzínið er flutt til sjóleiðis, má verðið vera 11 aurum hærra en i Reykjavík. Verðlagsstjóri ákveður verðið á hverjum sölustað samkvæmt framansögðu. I Hafnarfirði skal verðið á hráolíu vera liið sama og í Reylcja- vík. 1 verstöðvum við Faxaflóa og á Suðurnesjum má verðið vera kr. 40.00 hærra pr. tonn, en annars staðar á landinu kr. 50.00 pr. tonn, ef olian er ekki flutt inn beint frá útlöndum. 1 Hafnarfirði skal verðið á Ijósaolíu vera hið sama og í Reykjavík, en annars staðar á landinu má jiað vera kr. 70.00 hærra pr. tonn, ef olían er ekki flutt beint frá útlöndum. Söluskattur á benzíni og ljósaolíu er innifalinn í verðinu. Ofangreint hámarksverð gildir frá og með 1. des. 1949. Reykjavík, 1. des. 1949. V erðlagsst j órinn. frá Brunabótafélagi Islands til brunavátryggjenda. Að gefnu tilefni er vakin athygli brunavátryggjenda á því, að ef brunatjón verður, ber að tilkynna það til um- boðsmanns eða skrjfstofu félagsins innan 48 klukkustunda frá því tjón varð. Ef það er ekki gert má draga frá bruna- bótum, og ef engin tilkynning er gerð eða bótakrafa innan eins mánaðar frá því að brunatjón varð, hefir sá er fyrir tjóninu varð, misst allan rétt til brunabóta. Framvegis verður farið stranglega eftir þessum ákvæð- um. BRUNABÖTAFÉLAG ISLANDS. Þeir, sem vitu af verkfærum Þorsteins Kristinssonar. lög- regtuþjóns, eða hafa þau í vörzlum, eru beðnir að tilk'ynna undirrituðum það. Skiptaráðandinn á ísafirði, 10. des. 1949. frá Brunavarriareftirliti ríkísins um uppsetningu og notkun olíukyndingartækja. Samkvæmt 26. gr. reglugerðar um brunavarnir og brunamál frá 10. okt. 1949, sem gengur í gildi 1. janúar 1950, má einungis setja upp þau olíukyndingartæki utan Reykjavíkur, sem viðurkennd hafa verið af Brunavarnar- eftirliti ríkisins. Með tilvísun til þessa, er hér með skorað á alla þá, sem fást við smíði, sölu og uppsetningu slíkra tækja, að senda hið fyrsta uppdrætti ásamt fullnægjandi lýsingu af tækj- unum til Verksmiðju og vélaeftirlitsins í Reykjavík, sem f.h. Brunavarnareftirlitsins hefur tekið að sér eftirlit með því að tækin fullnægi öryggiskröfum reglugerðarinnar. Eftir 1. janúar 1950 er óheimilt að setja upp önnur tæki en þau, sem hlotið hafa viðurkenningu Verksmiðju- og vélaeftirlitsins. Brunavarnareftirlit ríkisins.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.