Vesturland

Árgangur

Vesturland - 03.02.1951, Blaðsíða 3

Vesturland - 03.02.1951, Blaðsíða 3
VESTURLAND 3 Nr. 1/1951. Tilkynning Fjárhagsráð hefur ákveðið eftirfarandi hámarksverð á benzíni og olíum: 1. Benzín............... pr. líter kr. 1,51 2. Ljósaolía.............. — tonn — 1050,00 3. Hráolía ............... — líter — 0,63 Ofangreint verð á benzíni og hráolíu er miðað við af- hendingu frá „tank“ í Reykjavík eða annarri innflutnings- höfn, en ljósaolíuverðið við afhendingu á tunnum í Reykja- vík eða annarri innflutningshöfn. Sé hráolía og benzín af- hent í tunnum má verðið vera 2y2 eyri hærra hver líter af hráolíu og 3 aurum hærri hver líter af benzíni. 1 Hafnarfirði skal benzínverð vera sama og í Reykjavík. 1 Borgarnesi má benzínverð vera 5 aurum hærra hver lítri, og í Stykkishólmi, ísafirði, Skagaströnd, Sauðár- króki, Siglufirði, Akureyri, Húsavík, Þórshöfn, Norðfirði og Eskifirði má verðið vera 7 aurum hærra hver lítri. Ef benzín er flutt á landi frá einhvejum framangreindra staða má bæta einum eyri pr. lítra við grunnverðið á þess- um stöðum fyrir hverja 15 km., sem benzínið er flutt og má reikna gjaldið, ef um er að ræða helming þeirrar vega- lengdar eða meira. Á öðrum stöðum utan Reykjavíkur, sem benzín er flutt til sjóleiðis, má verðið vera 11 aurum hærra en í Reykja- vík. Verðgæzlustjóri ákveður verðið á hverjum sölustað sam- kvæmt framansögðu. í Hafnarfirði skal verðið á hráolíu vera hið sama og í Reykjavík. 1 verstöðvum við Faxaflóa og á Suðurnesjum má verðið vera Sy2 eyri hærra pr. líter, en annars staðar á landinu 414 eyri pr. líter, ef olían er ekki flutt inn beint frá útlöndum. 1 Hafnarfirði skal verðið á ljósaolíu vera hið sama og í Reykjavík, en annars staðar á landinu má það vera kr. 70,00 hærra pr. tonn, ef olían er ekki flutt beint frá útlöndum. Söluskattur á benzíni og ljósaolíu er innifalinn í verðinu. Ofangreint hámarksverð gildir frá og með 7. jan. 1951. Reykjavík, 6. janúar 1951. Verðlagsskrifstofan. Nr. 2/1951. Tilkynning Fjárhagsráð hefur ákveðið nýtt hámarksverð á smjör- líki sem hér segir: Niðurgreitt: Óniðurgreitt: Heildsöluverð án söluskatts .. kr. 5,86 kr. 11,68 Heildsöluverð með söluskatti — 6,21 — 12,03 Smásöluverð án söluskatts .. — 6,77 — 12,60 Smásöluverð með söluskatti .. — 6,90 — 12,85 Reykjavík, 27. janúar 1951, V erðlagsskrif stof an. Auglýsing nr. 24/1950 Samkvæmt heimild í 3. gr. reglugerðar frá 23. sept. 1947, um vöruskömmtun, takmörkun á sölu, dreifingu og afhendingu vara, hefir verið ákveðið að úthluta skuli nýjum skömmtunarseðli, er gildij frá 1. janúar 1951. Nefnist hann „Fyrsti skömmtunarseðill 1951“, prentað- ur á hvítann pappír, í svörtum og rauðum lit, og gildir hann sam- kvæmt því sem hér segir: Reitirnir: Sykur 1—10, 1951, (báðir meðtaldir) gildi fyrir 500 grömmum af sykri hver reitur. Reitir þessir gilda til og með 31. marz 1951, þó þannig, að í janúar mánuði 1951, er óheimilt að afgreiða sykur út á aðra af þessum nýju sykur- reitum en þá, sem bera númerin 1, 2 og 3. Reitirnir: Smjörliki 1—5, 1951, (báðir meSlaldir)^ gildi fyrir 500 grömmum af smjörlíki hver reitur. Reitir þessir gilda til og með 31. marz 1951. „Fyrsti skömmtunarseðill 1951“, afhendist aðeins gegn því, að út- hlutunarstjórum sé samtímis skilað stofni af „Fjórða skömmtunar- seðli 1950“, með áletruðu nafni og heimilisfangi, svo og fæðingardegi og ári, eins og form hans segir til um. Fólki skal hent á, að „skammtur 18“, (fjólublár litur) af „Fjórða skömmtunarseðli 1950“, heldur gildi sínu fyrir 250 grömmum af smjöri til febrúarloka 1951. Ennfremur skal fólki bent á, að geyma vandlega „Skammta 20, 21 og 22, af „Fjórða skömmtunarseðli 1950“, svo og „Skammta 1—5“, af þessum“ Fyrsta skömmtunarseðli 1951“, ef til þess kæmi, að þeim yrði gefið gildi síðar. Reykjavík, 30. desember 1950. Skömmtunarstjóri. Tryggingastofnun ríkisins tilkynnir: Skv. 61. gr. almannatryggingalaga reiknast bætur frá fyrsta degi þess mánaðar, sem Tryggingastofnun ríkisins eða umboðsmaður hennar fær umsóknina, nema umsækj- andi öðlist bótaréttinn síðar, þá frá þeim.tíma, sem um- sækjandinn uppfyllir skilyrði til bótanna. Þeir, sem sækja um bætur, eru því hér með alvarlega áminntir um, að láta alls ekki dragast að sækja um bætur, þegar þeir telja sig eiga rétt til þeirra, þar sem vanræksla í þessu efni skerðir bótaréttinn og veldur jafnvel réttinda- missi. Tryggingastofnunin lætur í té allar upplýsingar um bótaréttinn þeim, er þess óska. Tryggingastofmm ríkisins. Auglýsing nr. 1/1951. Ákveðið hefir verið, að „skammtur 2—1951“ (rauður litur) af núgild- andi „Fyrsta skömmtunarseðli 1951“ skuli vera lögleg ínnkaupalieimild fyrir 500 grömmum af smjöri, frá og ineð deginum í dag og til apríl loka 1951. Reykjavík, 16. janúar 1951.. Skiömmtunarstjóri.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.