Vesturland

Árgangur

Vesturland - 13.02.1951, Síða 2

Vesturland - 13.02.1951, Síða 2
2 VESTURLAND c Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Sigurður Bjamason frá Vigur Skrifstofa Uppsölum, sími 193 Afgreiðsla og auglýsingar: Engilbert Ingvarsson, Hafnar- stræti 12 (Uppsalir). — Verð árgangsins krónur 20,00. __________________________________________________________j Nýr atvinnugrundvöllur. öllum er ljóst, að Isafjörður byggir afkomu sína svo til eingöngu á fiskveiðum og vinnslu sjávarafla. Svo hefur það verið og mun jafnan verða. Mál málanna í atvinnumálum þessa bœjar var því að treysta grundvöll fiskveiðanna og fiskvinnslunnar, á grundvelli þeirra mögu- leika, sem beztir voru fyrir hendi. Því miður átti ísafjarðarbær ekki þá forustumenn, sem skildu þessa nauðsyn, á þeim tíma, sem auðveldast var að hefjast handa — veltiárum stríðsins. Þessi ár voru látin liða hjá í að- gerðarleysi. Einu aðgerðirnar voru þær, að selja togarann Skutul burt úr bænum. Þar með var teningunum kastað. Tryggt var að stríðsgróðinn sigldi|fram lijá Isafirði og allt uppbyggingarstarf eftir stríðið torveldað stórlega. Sala Skutuls var táknræn um stefnu hins ráðandi flokks. Togara- útgerð átti að leggja niður á Isafirði, en byggja afkomuna eingöngu á vél- bátaflotanum. Foringjar kratanna, Guðm. Hagalín og Hannibal Valdimarsson, fóru ekki didt með þá stefnu sína og flokks síns. „Ihaldið má sjálft eiga sína hugmynd um togaraútgerð á Isafirði", sagði Hannibal eitt sinn. Um áhuga þingmannsins, Finns Jónssonar, fyrir togaraútgerð á Isafirði þarf enginn að fara í grafgötur. Þessi stefna krataflokksins í útgerðarmálum og sú þröngsýni, sem hún er tákn um, varð örlagarík fyrir þennan bæ. Það verður ekki sagt, að Vestfirðir séu ákjósanlegir til vélbátaútgerðar, og veldur þar uin erfitt tíðarfar á vetrum og léleg aflabrögð, sérstaklega eftir að ásókn togara á Vestfjarðarmiðin fór að gera meira vart við sig. Hinsvegar eru hvergi betri og nærtækari togaramið, en úti af Vestfjörðum. Þessa staðreynd vihlu kratarnir ekki viðurkenna eða skilja, og það, þrátt fyrir það, að vitað var, að síldveiðarnar á sumrin héldu vélbátaút- gerðinni fjárhagslega uppi árum saman. Uppbygging sjávarútvegsins eftir stríðið var mótuð af þessari stefnu. Keyptir voru 5 vélbátar frá Svíþjóð. Ráðgerð var bygging m.yndarlegs fiskiðjuvers og pantaðir voru tveir nýsköpunartogarar. Svíþjóðarbátarnir hafa reynzt illa, fiskiðjuverið var aldrei byggt og aðeins annar togarinn fékkst hingað til bæjarins. Var Isafjörður eini aðilinn, sem ekki fékk jafn marga togara og um var beðið. Hinsvegar fékk t.d. Norðfjörður, með 1200 íbúa, tvo togara. Alkunnugt er að jiingmaður Isfirðinga, Finnur Jónsson, eyðilagði bygg- ingu fiskiðjuversins með klofningsstarfsemi sinni í hópi útgerðarmanna, og andúð lians á togaraútgerð varð þess valdandi, að lsafjörður fékk að- eins einn togara. Ekkert var auðveldara fyrir ráðherra í nýsköpunar- stjórninni, en að tryggja kjördæmi sínu tvo togara og fiskiðjuver. En Finnur Jónsson bar ekki gæfu til þess. Það er nú ógæfa Isfirðinga. Síldveiðarnar fyrir Norðurlandi hafa nú brugðist árum saman. Þorsk- vertíðin hefur líka brugðist. Vélbátaflotinn er á barmi gjaldþrots. Hærra fiskverð kemur að engu gagni, ef afli fæst ekki úr sjónum, en svo virðist, sem togaraflotinn gangi svo nærri fiskigöngunum, að enginn fiskur nái að ganga á grunnmiðin. Það er nú komið á daginn, hve fávís og óraunsæ sú stefna kratanna í útgerðarmálum var og er, að byggja eingöngu á vélbátunum, þrátt fyrir þá staðreynd, að ágætustu togaramið landsins eru hér rétt við bæjar- dyrnar. Það er liart fyrir Isfirðinga að vita af togurum og jafnvel hundr- uðum togara fá ágæta veiði á þessum iniðum, en hafa ekki tæki til að hagnýta þau sjálfir. Isafjörður var afskiptur við úthlutun hinna fyrri nýsköpunartogara. Ríkisstjórnin liefur enn möguleika, til að bæta fyrir það misrétti og það verður að vænta þess, að hún vegi ekki oft í sama knérunn og tryggi ísa- firði a.m.k. einn af þeim 10 togurum, sem hún er nú að ráðstafa. Ekkert bæjarfélag landsins á skýlausari rétt á að fá einn af þessum togurum, en Isafjörður. „Lengi jórtrar tannlaust dýr á litlu fóðri.“ Mottó: Fjöldi nmnna felur sig á bak viö tjöldin, Jieir narta i orSsti nágrannanna, niöra þeirn, sern hafa völdin, eiga holu í hlgjum bœjurn, lilera og standa á gægjum, grafa undan stoöum sterkum, stollir af sínurn myrkra verkurn. Allar nætur, alla daga, er eöli þeirra og saga, aö líkjast rottunum meö löngu skottunurn og naga, og naga. D. St. Birgir Finnsson birti dæmalausa grein í síðasta tölublaði hins dæma- lausa blaðs, Skutuls. Nefnir hann ritsmíðina: „Hans dýra hátign“. Er þar á lævíslegan hátt reynt að koma því inn hjá lesendum blaðs- ins, að rafveitustjóri hafi tekið út 15 þús. kr. hjá Rafveitu Isafjarðar, sem hann hafi ekki staðið skil á. Segir svo í greininni: „. .auk þess (kaupsins) hefir hann tekið út hjá fyrirtækinu um 15 þús. kr„ og 3 þús. kr. húsaleigu, sem lionum ber að greiða, hefir hann ekki staðið í skilum með. — Fimmtán þúsundin og húsaleiguna hafa endurskoðend- ur fyrirtækisins gert athugasemdir við fyrir nokkru síðan, cn leiörélt- ing ekki fcngist“. (Leturbr. Vestur- lands). Hér eru þungar ásakanir bornar á rafveitustjóra. Er því dróttað að honum, að hann hafi dregið sér 15 þús. krónur úr kassa rafveitunnar, sem hann hafi ekki staðið skil á. ftver eru nú sannleiksgildi þessara orða? Guðmundur G. Kristjánsson, skrif- stofustjóri Rafveitunnar liefir lýst því yfir, að rafveitustjóri hafi greitt inn í reikning Rafveitu Isafjarðar hjá Electric h.f. í Reykjavík 17 þús. krónur, daginn áður en end- urskoðendur Rafveitúnnar gerðu sinar athugasemdir, enda skýrði skrifstofustjórinn endurskoðendun- um frá því, að þessi greiðsla hefði verið innt af höndum eða væri væntanleg einhvern næstu daga, er þeir gerðu sínar athugasemdir. Rúmum mánuði síðar, eða 2. febr., segir Birgir Finnsson, að leið- rétting hafi ekki fengizt, þó að hon- um hafi vafalaust verið kunnugt um, að hann færi þar með rangt mál. Hér virðist þvi koma til sjúk- legt hatur Birgis Finnssonar á raf- veitustjóra, hin meðfædda löngun til að „narta í orðsti nágrannanna“. I rúm fimm ár hefur Birgir Fmnsson ekkert tækifæri látið ó- notað, til að ófrægja rafveitustjóra. Þessar kjánalegu níðgreinar um rafveitustjóra, hafa að vonum haft gagnstæð áhrif, enda er rafveitu- stjóri sérlega vel liðinn maður. Það traust, sem hann liefir notið meðal lsfirðinga, er líka skýringin á því ofurkappi, sem kratarnir hafa lagt í að ófrægja hann, því að „allar nætur, alla daga, er eðli þeirra og saga, að likjast rottunum með löngu skottunum og naga, og naga“. Birgir Finnsson hefir ekki verið að skýra lesendum Skutuls frá því, að fyrir ötult starf rafveitustjóra, hefir orkutap Rafveitu Isafjarðar minnkað úr 17% í 6,5%, eða um rúm 10%. Þegar rafveitustjóri tók við starfi sínu árið 1945 var orku- tap rafveitunnar 17%, en er komið niður í 6,5%. Er það minnsta orku- tap hjá rafveitum á landinu. Fram- leiðsla stöðvarinnar á Fossum er upp undir 3 milj. k\v. st. á ári. Tíu prósent af ársfram- leiðslunni gera því hvorki meira né minna en 300 þús. kw.st. Meðal- verð hverrar útseldrar kw.st. mun nú vera um 35 aurar. Það eru því hvorki meira né minna en rúmar 100 þús. kr. tekjur á ári, sem raf- veitustjóri hefir raunverulega aflað rafveitunni með ötulu starfi sinu við að finna orkutap rafveitunnar. En Birgi Finnssyni finnst það að sjálfsögðu ekki þess vert, að skýra lesendum Skutuls frá þvi. Níðgreinar um rafveitustjórann eru lionum geðfelldara viðfangs- efni, heldur en að skýra lesendum frá því, hvað rafveitustjórinn hefir áunnið i starfi sinu. Það hefir verið venja kratanna hér frá fyrstu tíð, að rægja alla sér- menntaða menn, þvi að á sér- menntun og sérjiekkingu hafa þeir ávallt liaft hina mestu óbeit og fyr- irlitningu. Enda hefir þeim orðið furðulega ágengt i að svæla alla slíka menn héðan burtu. Tilvera þessa bæjar byggist á fiskveiðum og fiskvinnslu. Reynslan hef- ur sýnt, að hér vantar þau veiðitæki, sem bezt henta, til að skapa traust og blómlegt atvinnulíf á þessu sviði. Isafjörð vantar fleiri togara. Togara, sem leggja afla sinn á land meirihluta ársins. Því er treyst, að ríkisstjórnin skilji þessa þörf og þá staðreynd, að tog- araflotinn, sem stundar veiðar 8—10 rnánuði ársins hér út af, er að eyði- leggja aflamöguleika vélbátanna, og þar með þann grundvöll, sem atvinnu- líf Isfirðinga hefur hvílt á til þessa. Því verður að skapa nýjan grundvöll atvinnulífsins. Sá grundvöllur er aukin togaraútgerð héðan, og hagnýting togaraaflans í landi. I

x

Vesturland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.