Vesturland

Årgang

Vesturland - 13.02.1951, Side 3

Vesturland - 13.02.1951, Side 3
VESTURLAND 3 Þjóðarpersónan og pínulitli flokk- urinn. Er Reykjavíkurvaldið orðið sterk- ara en sjálft Alþingi? Þjóðin líður vegna galla á við- skiptavélinni. Hlutverk hverrar rík- isstjórnar er, að finna leiðir til úr- bóta, — finna gallana og lagfæra þá. Allir, sem láta sig varða þjóð- arheill, eru sammála um sjálft markið. Skoðanamunur getur svo orðið um leiðir að settu marki. Nú verandi ríkisstjórn liefir reynt að skipuleggja ákveðna leið að markinu. Til þess að slík skipu- lagning nái árangri, þarf þjóðin að vera i heild samstillt. Áður en sú samstilling næst, getur ekkert það bjargráð sem reynt er, náð þeim árangri er því var ætlað. Það er hart, að hin hollustu ráð ná ekki að sanna gildi sitt vegna truflana sál- sjúkra skemmdarvarga. Þjóðinni hefur verið líkt við lif- andi persónu, ofurmennskri að visu, en með ástríðum, þrám og við- kvæmni. Ef sú líking stenzt, má segja að persónuleiki einnar þjóð- ar, mótist af þeim ráðamönnum er stjórnartaumana hafa i hendi — eða einhver ítök á þeim. Ef slíkir ráðamenn eru prýddir þolinmæði, hagsýni, óeigingirni og miskun- semi, sem er það sama og að vera prýddir heilbrigðri skynsemi, hlýt- ur þjóðarpersónan að vera prýdd sömu eiginleikum. En ef í stað hinnar heilbrigðu skynsemi, kemur heimska, móðursýki og vitfirrings- leg vanstilling og ofan á það ó- menskt siðgæði þeirra, er um stjórnvölinn halda, má búast við að þjóðarpersónan vitfirrist. Það hættulega við lýðræðisskipu- lag er það, að þeir sem um stjórn- völinn halda, verða meira og minna undir áhrifum flokka og manna, sem þjóðin hefir ekki treyst, en með litlum hluta þjóðarinnar að baki sér fá möguleika til skemmd- arstarfsemi. Vegna vitundar um smæð sína, mótast störf þeirra af hinum neikvæðu eiginleikum er áð- ur er lýst, og smæðin fær fullnæg- ingu í að vitfirra þjóðarpersónuna. Alþýðuflokkurinn hefur orðið fyrir því, að þjóðin treystir honum minna sem árin líða. Þetta er ekki aðeins vegna þess, að stefnuskrá flokksins sé of fjarri hugsjónakröf- um okkar, lieldur vegna hins, að Alþýðuflokkurinn, sem einnig má líkja við lifandi persónu, með fyr- nefndum ástríðum, þrám og við- kvæmni, cr orðinn mótaður af nei- kvæðum eiginleikum þeirra, er um stjórnvöl hans halda. Þessi flokkur, sem hefir aðeins 16 af hverjum 100 þjóðfélagsþegnum að bpki sér, hefir vegna lýðræðisskipulags okkar, að- stöðu til að vitfirra þjóðarpersón- una, og trufla ganginn í viðskipta- vélinni. Skörin færist þó of upp í bekk- inn, þegar flokkur með slíkt þjóð- arbrot að baki sér, nær völduin rneð oddaaðstöðu. Þá ber þjóðin voða í höndum. Alþýðuflokkurinn hefir ekki látið sér nægja að vinna einn, núverandi ríkisstjórn allt það ógagn, sem þeim af hugvitsemi sinni hefir dottið í hug, lieldur hafa þeir í samræmi við ómenskann siðgæðisþroska sinn gert samning við álíka siðferðis- lega þroskaðann flokk kommúnista um, að leggja torfærur á þann veg sem núverandi ríkisstjórn hugðist fara út úr yfirvofandi öngþveiti, sem þjóðin er stödd i. Núverandi ríkisstjórn verður því að velja aðr- ar leiðir, krókóttari og í eðli sínu óæskilegri. Sem dæmi um samkomulag þess- ara óráðsömu flokka, má geta þess, að nýskeð hefir Alþýðuflokkurinn í , Alþýðusambandi Islands og Kommúnistaflokkurinn í Verkalýðs- félaginu Dagsbrún, gert samkomu- lag um, að krefjast fullrar vísitölu á laun, þrátt fyrir að löggjafinn hef- ir fest vísitölu ársins á launa- greiðslu í 123 stig fyrir árið 1951. Þegar Stefán Jóhann, hinn þekkti „alþýðupostuli", hélt um stjórnvöl þjóðarskútunnar frá 1948, festi vísitölu og greiðslu verðlagsuppbót- ar í 300 stig, allt fyrir að hún reyndist langt hærri, þaggaði Al- þýðuflokkurinn niður í öllum kröf- um um bætt kjör. Hver er sá, sem ekki skilur innræti slíkra óheil- indamanna? Hugsunin er nú. Gátt- ir verðbólguflóðsins skulu opnað- ar. Valdagræðgin drepur þá skyn- semi sem óheilindamennirnir liöfðu. Finnur Jónsson, þingmannsnefna Isfirðinga, lék hlutverk Alþýðu- flokksins vel á fundi L.I.Ú., er rík- isstjórnin reyndi með tillögum sínum að fá starfsgrundvöll fyrir vélbátaflota þjóðarinnar. Þetta er sérstaklega athugunarvert fyrir okkur Isfirðinga. Finnur reyndi að eyðileggja tillögur ríkisstjórnarinn- ar um, að útvegsmenn fengju helin- ing gjaldeyris til ráðstöfunar. Finnur Jónsson heimtaði í þess stað áframhaldandi uppbótagreiðsl- ur úr ríkissjóði, þrátt fyrir það, að reynslan hefir sýnt að slíkt er ó- lmgsanlegt til langframa. Bak við Finn þingmannsnefnu, voru tvö öfl er knúðu á. 1 fyrsta lagi sú stefna flokks lians, að gera núverandi ríkisstjórn ómögulegt að koma þjóðinni út úr yfirvofandi öngþveiti, og í öðru lagi föðurleg hugsun hans um soninn, sem heita á frainkvæmdastjóri stærsta út- gerðarfélagsins á Isafirði. Faðirinn veit, að auðnuleysingja þeim kemur betur að þiggja upbótagreiðslur úr ríkissjóði; það er léttara, en ávaxta það pund er útgerðinni hlotnast í gjaldeyri. Til að ávaxta það pund, þarf tvennt: Nokkurn dugnað og skynsemi. Faðirinn sem þekkti af- kvæmið efaðist um hæfni þess. Reykjavík er borg sendinefnda. Allt þarf að sækja til Reykjavíkur. Nú eru í Reykjavik sendinefndir frá bæjarfélögum á Austfjörðum, Siglufirði, Isafirði, Patreksfirði og Akranesi. Alffcr þessar sendinefndir eru í sömu erindagerðum, en það er, að fá einn hinna þriggja ný- sköpunartogara, sem eftir eru af þeim 10 togurum, sem ríkisstjórnin lætur smíða í Englandi. Nú hafa Akureyri, Hafnarfjörður og Pat- reksfjörður fengið einn af þessum togurum, en Reykjavík 4. Um bæj- arfélögin á Austfjörðum, sem og Siglufjörð og Isafjörð má segja, að sama atvinnuleysisástand ríki á öllum stöðum. Þörf þessara bæjar- félaga fyrir auknum grundvelli til atvinnubóta, liefir sjálft Álþingi viðurkennt með samþykkt þingsá- lyktunartillögu Sigurðar Bjarna- sonar og Vilhjálms Hjálmarss., sem þeir báru fram á Alþingi í vetur. Þingsályktunartillagan fjallaði um, að nýsköpunartogararnir yrðu staðsettir á þeim stöðum úti á landi, sem atvinnulega eru illa staddir. Sýndi löggjafinn þar meiri skilning á ríkjandi ástandi inargra bæjarfélaga, en sjálft félagsmála- ráðuneytið með frumv. sínu til laga, sem heimilar Tryggingarst. ríkisins að velja sér ákveðin útsvör svelt- andi bæjarfélaga, til að auka við sjóði sína. Hefði félagsmálaráðu- neytinu verið sæmra að standa á bak við þingsályktunartillögu þeirra Sigurðar Bjarnasonar og Vilhjálms Hjálmarss., sömu bæjar- félögum lil bjargar. Akranes, sem liggur bezt flestra bæja við fiski- miðum vélbáta, hefir engan rétt, til Flokkssjónarmið, og að auki per- sónuleg hagsmunasjónarmið, réðu þar að öllu skemmdarstarfj Finns Jónssonar þingmannsnefnu. Heill bátaútvegsins og þar með þjóðar- innar átti að fórna á altari valda- græðgi og sérhagsmuna. Af hverju er Alþýðuflokkurinn á Islandi ekki í sömu metum hjá okk- ur, eins og Alþýðflokkar nágranna- landanna hjá þeim þjóðum? Þvi er til að svara: Alþýðuflokkar nágrannalandanna og forustumenn þeirra aðhyllast á- kveðna þjóðfélagsstefnu, og vinna af þjóðfélagslegri hvöt að fram- gangi stefnu sinnar, af ósérplægni. Forustumenn Alþýðuflokksins ís- lenzka, vinna ekki af þjóðfélags- legri livöt, heldur reka þeir eigin- hagsmunapólitík. Vegna þessa lief- ir flokkurinn lilotið nafnið „For- ■Stjóraflokkurinn“. Slíkur flokkur, með slikuin for- ustumönnum, hefir ekki rétt á að hafa áhrif á þjóðarpersónu. að fá einn þessara þriggja tog- ara, sem eftir eru. Auk þess, að liggja vel við fiskimiðum vélbáta, fær Akranes sementsverksmiðju, sem verður ekki minni undirstaða fyrir auknu atvinnulífi en einn tog- uri. Patreksfjörður hefir þegar und- irskrifað kaupsamning fyrir einum togara, en nýjustu fréttir herma, að Patreksfjörður hafi þegar fengið loforð ríkisstjórnarinnar fyrir öðr- um togara. Ef svo er, þá eru að- eins eftir tveir togarar. Hverjir fá þá? Þau bæjarfélög, sem verst eru stödd atvinnulega hafa enn ekki fengið vilyrði eða loforð ríkis- stjórnarinnar um togara. Hvað veldur? Ætlar ríkisvaldið að hunsa þingsályktunartillögu þeirra Sig- urðar og Vilhjálms, sem samþykkt var af Alþingi? Þessi spurning er ekki úl í loftið, því heyrzt hefir frá hærri stöðum, að Reykjavík geri nú kröfu um, að fá einn eða tvo togara til viðbótar þeim 4, sem þegar er ákveðið. Reykjavíkurvaldið vill svo láta af hendi 1 eða 2 hinna eldri togara fyrir 5 miljónir til hinna sveltandi bæjarfélaga úti á landi. Krafa liefir komið frá Isfirðing- um um einn togara. Krafa hefir komið frá verstöðvum við Isafjarðr ardjúp um, að einn togari verði staðsettur á Isafirði. Við Isafjarðar- djúp búa í verstöðvum á 5. þús. manns. Ætlar ríkisstjórnin að hunsa kröfu lífrænustu þjóðfélags- þegna um mannsæmandi atvinnu- skilyrði? Á hér að sannast, að Reykjavíkurvaldið verði ofjarl sjálfs ríkisvaldsins. Það kemur í ljós. Bifreiðaviðgerðir, Landbúnaðarvélaviðgerðir, Varahlutir. VÉLSMIÐJAN ÞÓR H.F. ísafirði — Sími 41. Ibúð til sölu. Ennfremur eitt eða tvo her- bergi til leigu. Jens Steindórsson. Herbergi til leigu. Ágúst Ingibjartsson, Pólgötu 5. Herbergi til leigu. Upplýsingar í Sundstræti 31.

x

Vesturland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.