Vesturland


Vesturland - 13.02.1951, Blaðsíða 4

Vesturland - 13.02.1951, Blaðsíða 4
Pétur Pálsson á Kirkjubóli 65 ára. 1 dag, 11. febrúar, er Pétur Páls- son á Kirkjubóli 65 ára. Pétur á Kirkjubóli er sonur séra Páls Ólafssonar, alþingismanns og Arndísar Pétursdóttur, Eggertz. Séra Páll Ólafsson var sonur séra Ólafs Pálssonar, alþingismanns og dómkirkjuprests. Kona séra ólafs Pálssonar var Guðrún Ólafsdóttir, jústizrads í Viðey Stephensens. Arndís Pétursdóttir Eggertz var systir þeirra bræðra Guðmundar og Sigurðar Eggertz. Af þessu má sjá að í hvoruga ætt- ina standa að tilveru Péturs neinir veifiskatar. Pétur ber það líka með sér, að hann stendur ekki á grannstoðum úrkynjaðra ætta. Pétur ólst upp og mótaðist í föð- urhúsum til 28 ára aldurs. Árið 1914 hóf hann sjálfstæðan búskap að Bjarnastöðum, og var þar til 1921, að hann flutti á jörðina Hafnardal og þar bjó hann í 25 ár. Síðustu 5 ár hefur hann verið á Kirkjubóli í Skutulsfirði. Pétur hefir verið kenndur við Hafnardal. Það er bæði gagn og gaman að kynnast samtíðarmönnum eins og Pétri Pálssyni. Pétur er glaður og traustur alvörumaður. Ekki hefir hann dýrkað Mammon um dagana. Vefaldarauðurinn er þvi ekki stór. Allt fyrir það er Pétur auðugur. Hann hefir safnað auð endurminn- inganna, er lýsir og yljar sál hans meir en gullkistur margar dýrk- endum Mammons. Birtan, gleðin og það góða í lif- inu er það, sem Pétur hefir mótast af, — hið neikvæða sem vart mun hugsanlegt að 65 ára reynsla hafi ekki orðið fyrir — geymir Pétur í fylgsnum sem aðrir hafa ekki að- gang að. „Æfin hefir verið fljót að líða", sagði Pétur er hann var spurður í tilefni þessa afmælis. „Mér finnst ekkert vera komið enn", sagði hann einnig. Þetta er rétt. Almanaksárin telja sjaldnast hinn rétta aldur mannsins, heldur lífið sjálft hið innra sem hið ytra, óháð tíma. Pétri hefir hlotnast sú hamingja, að hann/ hefir haft hæfileika til að laga sig eftir aðstæðum. Þótt snjór og inflúenza hefti för margra er vildu heimsækja Pétur í dag, munu stofur hans samt óma af ( glöðum gestum, -— það mun Pétur sjá um — og hún Sigríður, hans góði „innanríkisráðherra". Hérmeð mínar beztu árnaðarósk- ir Pétur minn. Góður kunningi. XXVIII. árgangur. 13. febrúar 1951. 3. tölublað. Svigkeppni um Ármannsbikarana: Hörður sigraði í eldri flokki Hnífsdælingar i yngri flokki. - Sveitakeppni i svigi um Ár- mannsbikarana fór fram s.'l. sunnu- dag í Stórurð. Þátttaka var mikil í þessari keppni og sýnir að skíða- íþróttin stendur hér nú með mikl- um blóma. Arangur var yfirleitt góður hjá keppendum, en þó skorti margan úthald, enda var brautin löng. Keppnin sýndi þó, að Isfirð- ingar eiga afbragðs svigmenn og svigmannsefni. Isfirðingar eiga nú framundan harða og tvísýna keppni á væntanlegu landsmóti um beztu svigsveit íslands. Er að vænta að hbjörn seldi afla sinn í Fleetwood s.l. fimmtudag. Var hann með 650 kits, sem seldust fyrir 1422 sterlings- pund, sem er mjög slæm sala. Jón Karl Sigurosson undir hana verði vel æft. Athygli vakti frammistaða Hnífsdælinga og þó sérstaklega Harðar Árnasonar í eldri flokki. Hnífsdælingar unnu nú í annað skipti í röð sveitakeppn- ina í drengjaflokki. Til leiks í eldri flokki voru skráðir 28 þátttakendur og í yngri flokki 24. Úrslit í eldri flokki: 1. A-sveit Harðar 6:52,1 mín. 2. Armann, Skutulsf., 7:10,2 — 3. A-sveit Skíðaf. Isaf. 7:39,7 — 4. B-sveit Skíðaf. Isaf. 8:13,9 — 5. B-sveit Harðar 8:21,0 — 6. Sveit Þróttar 8:42,0 — 1 A-sveit Harðar voru: Jón Karl Sigurðsson, Haukur Ó. Sigurðsson og Hallgrímur Njarðvík. Beztum brautartíma náðu: 1. Jón Karl Sigurðsson H. 2:06,5 2. Oddur Pétursson A. 2:09,0 3. Gunnar Pétursson A. 2:13,2 4. Haukur Ó. Sigurðsson H. 2:19,6 5. Hörður Árnason Þ. 2:20,0 6. Hallgrímur P. Njarðvík H. 2:26,0 7. Sigúrður Jónsson S.l. 2:27,3 8. Guðmundur Helgason S.I. 2:30,0 9. Einar Valur Kristjánss. H. 2:34,2 10. Jóhann Símonarsson H. 2:36,8 Brautin var 600 m. löng. Hæðar- mismunur 250 m., portin 36. Urslit í yngri flokki: 1. Sveit Þróttar, Hn.d. 4:13,8 mín. 2. A-sveit Harðar 4:28,0 — 3. Armann 6:04,9 — 4. B-sveit Harðar 6:07,2 — Beztum brautartíma náðu: 1. Björn Helgason Þ. 1:18,1 2. Óskar Benediktsson Þ. 1:19,0 3.- Elías Helgason H. 1:21,2 I sveit Þróttar voru: Björn Helga- son, Óskar Benediktsson og Helgi Geirmundsson. Brautin var 300 m. löng. Hæðar- mismunur 150 m., portin 24. ÍSBORG. sigldi með afla sinn til Bretlands fyrir helgina, og fór skipið beint af miðum. Seldi hún afla sinn í Aberdeen í gær og dag, en ekki hef- ir enn frétzt um söluna. Var aflinn. mestmegnis þorskur. Markaðurinn í Brellandi var heldur lakari seinni hluta síðustu viku, en féll svo al- gjörlega eftir helgina. Var yfirfullt af fiski í öllum hafnarborgum Bret- lands í gær og dag, og er búizt við, að svo verði næstu daga. Messað í Hnífsdal n.k. sunnudag. Barnamessa kl. 11 f. h. Alm. messa kl. 2 e.h. s Þriðjudag og Miðvikudag | | kl. 9: | Tumi litli v : | Ágæt mynd. Tekin eftir sögu 1 | MarkTwains | Fimmtudag kl. 9: | 5 I Ástartöfrar : Norsk stórmynd. | Síðasta sinn. § lllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll Sexíugur. Hjörtur Guðmundsson, útgerðar- maður á Brekku í Hnífsdal, varð sextugur þann 2. febr. s.l. Hjónaefni. Þann 4. febr. s.l. opinberuðu trú- lofun sína frk. Helga Þórðardóttir, Jóhannssonar, úrsmiðs, og Hall- grímur P. Njarðvík. Nýr lœknir. Tómas Árni Jónasson, Tómasson- ar, bóksala, hefir nýlega lokið kandídatsprófi við Háskóla Islands. Hlaut hann 1. eink;, 151% stig. Tómas Árni er nú aðstoðarlæknir á Landakoti. Ándlát. Magnús Vagnsson, yfirmatsstjóri á Siglufirði, andaðist í gær. Magnús er gamall Isfirðingur en hefur ver- ið búsettur á Siglufirði hin síðari ár. Hann var formaður Vestfirð- ingafélagsins á Siglufirði. Ögæftir og ördeyo'a. Undanfarið hafa gæftir verið mjög slæmar og afli sáratregur, svo að ördeyða má héita. Hefir aflinn undanfarið verið 1—2 smálestir á bát, og hefir fiskurinn verið sér- staklega smár. Hefir megnið af afl- anum stundum verið handfiskur undir 12 tommum. Vertíðarfiskur sést ekki. Fiskur hækkar í verSi. Samkv. auglýsingu verðlags- skrifstofunnar frá 6. febr. hækkar bolfiskur um 2 aura, flakaður fisk- ur með roði um 45 aura og bein- laus og roðflettur fiskiir um 78 aura. Er verð á hauslausri ýsii nú kr. 2.10 kg., þorski kr. 1,90 kg. og kola kr. 4,00 kg. Adalfundur Skipstjórafélagsins „Bylgjan" var haldinn s.l. sunnudag, og vár stjórnin öll endurkosin, en hana skipa: Símon Helgason, formáður. Gunnar Pálsson, ritari. Jóh. Júlíusson, gjaldkeri. Fundurinn samþykkti einróma, að kjósa Guðm. Júní Asgeirsson, skipstjóra á Þingeyri, heiðursíé- laga. SúHavikurlæknishéraö. A fimmtudaginn s.l. samþykkti Alþingi frumvarp um breytingu á skipun læknishéraða. Gera lög þessi ráð fyrir nýju læknishéraði i stað tveggja. Er það Súðayíkurhér- að, sem nær yjfir þessa hreppa: Súðavíkurhreppur, ögurhreppur, Reykjarfjarðarhreppur, Nauteyrar- hreppur, Snæfjallahreppur, Grunna víkurhreppur og Sléttuhreppur. — Læknissetur í Súðavík. Ibúar héraðsins utan Súðavíkur- hrepps eiga þó jöfnum höndum til- kall til héraðlæknis á Isafirði.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.