Vesturland

Ukioqatigiit

Vesturland - 03.03.1951, Qupperneq 1

Vesturland - 03.03.1951, Qupperneq 1
@jGR§) 2/eSSÍF)$lZ0iíffl 8dÚGFS3’Æ$»SM£lNNfÍ XXVIII. árgangur Isafjörður, 3. marz 1951. 4 . tölublað. Forseti íslands 70 ára. Sveinn Bjurnsson. Forseti Islands, Sveinn Björns- son, varð 70 ára hinn 27. febrúar s.l. Hann er fæddur í Kaupmanna- höfn 27. febr. 1881. Foreldrar hans voru Björn Jónsson, ráðherra, og kona hans Elísabet Guðný Sveins- dóttir. Sveinn Björnsson lauk stúdents- prófi í Reykjavik árið 1900 og inn- ritaðist í Kaupmannaliafnarháskóla sama ár. Bar lauk hann embættis- prófi í lögfræði árð 1907 Að námi loknu kom Sveinn Björnsson heim til Islands og stundaði lögfræði- störf í Reykjavík til 1920. Á þeim árum var liann bæjarfulltrúi í Reykjavík og alþingismaður fyrir Reykjavík. Sendiherra Islands i Kaupmanna- höfn var Sveinn Björnsson frá 1920—1940. Vorið 1941 var hann kosinn rík- isstjóri Islands og var það til lýð- veldisstofnunarinnar 1944, að hann var kosinn forseti Islands til eins árs. Árið eftir átti þjóðaratkvæði um forsetakjör að fara fram. Sveinn Björnsson var þá eini frambjóðand- inn og því sjálfkjörinn. Á sömu leið fór 1949 og sýnir það gleggst álit það og traust, sem hann nýtur með þjóðinni. Sveinn Björnsson liefur verið merkur brautryðjandi í íslenzku þjóðlífi. Hann var einn af stofnend- um fjölmargra þjóðþrifafyrirtækja, svo sem Eimskipafélags Islands h.f., Sjóvátryggingarfélags Islands h.f., Brunabótafélags Islands og Rauða- Aukin vernd fískímiða i íyrir Vestíjörðum. Stærsta hagsmunamál Vestfirðinga. Tillaga Sigurðar Bjarnasonar þingmanns Morður-Isfirðinga á Alþingi. Sigurður Bjarnason þingmaður Norður-lsfirðinga flyt- ur á Alþingi svohljóðandi þingsályktunartillögu um vernd- un fiskimiða fyrir Vestfjörðum: „Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að hraða sem mest má verða setningu reglugerðar um verndun fiskimiða fyrir Vestfjíörðum, á svæðinu frá Horni að Látrabjargi, á grundvelli laga nr. 44 frá 5. apríl 1948, um vísindalega verndun fiskimiða landgrunnsins.“ í greinargerð tillögunnar segir svo: I 1. gr. laga nr. 44 frá 5. apríl stöðvum. Til þeSS ber þeSS 1948, um vísindalega verndun fiski- miða landgrunnsins, segir, að sjáv- arútvegsmálaráðuneytið skuli með reglugerð ákvarða takmörk vernd- arsvæða við strendur landsins inn- an endimarka landgrunnsins, þar sem allar veiðar slculi háðar íslenzk reglum og eftirliti. Ilinn 22. um apríl 1950 var á grundvelli laga þessara gefin út reglugerð um verndun fiskimiða fyrir Norður- landi, og nær sú reglugerð til ým- issa þýðingarmikilla hrygningar- og uppeldisstöðva nytjafiska. vegna brýna nauðsyn, að fiskimiðin fyrir Vestfjörð- um fái svipaða vernd og Norðurlandsmiðin. Að sjálfsögðu er rétt að miða slík verndarsvæði við vísindalegar rannsóknir, en vegna þeirrar hættu, sem Vestfjarðamiðunum er nú búin, er nauðsynlegt, að at- hugunum í sambandi við setningu reglugerðar um verndun þeirra verði hraðað svo sem mest má verða. Aflabrestur. Vestfirðingar hafa und- anfarin ár orðið fyrir mikl- um áföllum af völdum botn- vörpuveiða á miðum sínum. Er nú svo komið, að um margra ára skeið hafa fiski- göngur á grunnmið þeirra, sem vélbátaflotinn aðallega sækir á, orðið stórum treg- ari. Má raunar segja, að al- gert aflaleysi verði þar stöð- ugt algengara. Hefur það hin óheillavænlegustu áhrif á alla afltomu almennings í hinum vestfirzku útgerðar- kross Islands, svo nokkur séu nefnd. Hann varð fyrsti sendiherra Framhald á 4. síðu. Stærsta hagsmunamálið. I framsöguræðu, sem Sigurður Bjarnason flutti í Sameinuðu Al- þingi fyrir skömmu um þetta mál, lagði hann áherzlu á, að auk- in vernd fiskimiðanna fyrir Vest- fjörðum væri nú stærsta hagsmuna- mál Vestfirðinga. Vestfirzkur út- vegur byggðist svo að segja ein- göngu á vélbátunum. Togarar væru þar aðeins gerðir út frá tveimur stöðum og líkur væru til þess að svo yrði enn um skeið. Atvinna al- mennings í landi væri liinsvegar að mestu háð starfrækslu hraðfrysti- liúsanna, sem vélbátarnir legðu afla sinn upp i. Þegar afli þeirra brigðist væri allt atliafnalíf sjávar- þorpanna lamað og afkoma fólksins hin bábornasta. Hinni gegndar- lausu rányrkju botnvörpunnar á grunnmiðunum yrði að linna. Ella væri hreinn voði fyrir dyrum. Kvaðst Sigurður Bjarnason vænta þess, að þessari lillögu yrði vel tek- ið á Alþingi og að ríkisstjórnin gerði sér allt far um, að hraða frain- kvæmd hennar. Miklu nauðsynjamáli hreyft. Sigurður Bjarnason hef- ur með flutningi ofan- greindrar tillögu á Al- þingi hreyft miklu nauð- synjamáli, sem allir Vest- firðingar, og þá ekki sízt sjómenn og útvegsmenn, munu standa einhuga saman um. Vestfirðingar geta ekki lengur horft þegjandi á, að mið þeirra séu eyðilögð og allri af- komu fólks í þessum lands hluta stefnt í hina mestu hættu. Víkkun landhelg- innar fyrir Vestfjörðum, á svipaðan hátt og fyrir Norðurlandi, verður að gerast eins fljótt og frek- ast er kostur. 1 þessu sambandi má einnig geta liess, að Alþingi samþykkti rétt fyr- ir ár^mótin frumvarp, sem Sigurð- ur Bjarnason og Halldór Ásgríms- son fluttu um, að rýmka heimild atvinnumálaráðherra til þess að friða firði og víkur fyrir dragnóta- veiðum. Við Islendingar verðum að gera okkur það ljóst, að hverskonar rán- yrkja á fiskimiðunum hefnir sín, einnig sú, sem við sjálfir fram- kvæmum. Að sjálfsögðu hefur hinn mikli erlendi togarafloti átt ríkast- an þátt í eyðileggingu grunnmið- anna kring um landið. En sú rán- yrkja hefur bitnað sérstaklega harl á Vestfirðingum, þar sem að ein aflasælustu mið þjóðarinnar liggja einmitt út af Vestfjörðum.

x

Vesturland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.