Vesturland

Árgangur

Vesturland - 03.03.1951, Blaðsíða 4

Vesturland - 03.03.1951, Blaðsíða 4
Verða kosninga? í Bretlandi í vor? Winston Churchill. Attlee, forsætisráðherra Breta, skýrði frá því í brezka þinginu fyr- ir nokkru, að Atlantshafsríkin hefðu fallizt á, að fela bandarísk- um flotaforingja yfirstjórn sameig- inlegs flota Atlantshafsbandalags- ins. Churchill spurði Attlee þá, hvers vegna brezkum flotaforingja hefði ekki verið falið starfið_ Benti hann á, að Brefar hefðu sökkt 550 kafbátum í síðustu styrjöld á sama tíma og Bandaríkjamenn sökktu aðeins 174. Auk þess hefðu Bretar í margar aldir notið viður- kenningar allra þjóða, sem ein fremsta þjóð heimsins í sjóhernaði. Ráðstöfun þessi hefir einnig ver- ið gagnrýnd harðlega í lávarða- deildinni. Brezk blöð hafa yfirleitt öll gagnrýnt stjórnina fyrir undan- látssemi í þessu máli, m.a. aðalmál- gagn brezka Verkamannaflokksins, Daily Herald. Er almenn óánægja með það, að afhenda Bandaríkja- mönnum yfirróð hrezka flotans. I Bretlandi er almennt talið, að ekki geti dregizt lengi, að efnt verði til nýrra kosninga, og er jafnvel talað um nýjar kosnngar i vor. Skoðanakönnun sem ,,Gallup“ stofnunin efndi til fyrir skömmu leiddi í ljós, að íhaldsflokkurinn liefði 50% atkvæða. Verkamanna- flokkurinn 40%, Frjálslyndi flokk- urinn og hlutlausir 10%. Eru sigur- möguleikar Ihaldsflokksins taldir miklir í væntanlegum kosningum. --------0------- Húsið bíður autt. Fégræðgi kratahroddanna er al- kunn. Helgi Hannesson, bæjarstjóri i Hafnarfirði, vakti þó á sér alveg sérstaka athygli, er hann gat lagst svo lágt að biðja bæjarstjórn Hafn- arfjarðar um 500 króna húsaleigu- styrk á mánuði, á saina tíma, sem ££ne3 9/6SVF)<RZJl!Rn S3nGFS37E£))SmXm XXVIII. árgangur. 3. marz 1951. 4. tölublað. Ármann og Hörður unnu boð- gönguna í þriðja sinn í röð. Boðgöngukeppni fór fram s.l. sunnudag á vegum Skíðaráðs Isa- fjarðar. Gengið var í Dagverðardal og Tungudal. Færi var ógætt og veður hið bezta. Keppnin var mjög hörð og tvísýn í báðum flokkum til hins siðasta. I eldri flokki kepptu 4 sveitir, en í yngri flokki 5 sveit- ir. 1 eldri flokki var keppt um Grænagarðsbikar II., en um Harð- arbikarinn í yngri flokki. Þessir bikarar unnust nú háðir til eignar þar sem Ármann, í eldri flokki, og Hörður, í yngri flokki, hafa unnið þessar keppnir þrisvar i röð. Clrslit í eldri flokki: 1. A-sveit Ármanns 2:04:27 kl.st. 2. Sveit Harðar 2:11:27 — 3. Sveit Skíöaf. 2:18:12 — 4. B-sveit Ármanns 2:19:04 -— Brautin var 8 km. að lengd. I sveit Ármanns voru: Hreinn Jónsson, Ebenezer Þórarinsson, Oddur Pétursson og Gunnar Péturs- son. Beztum tíma í brautinni nóðu: 1. Gunnar Pétursson Á. 29:42 mín. 2. Sigurður Jónsson S. 30:05 — 3. Sigurjón Halldórss. Á 30:12 — 4. Haukur Sigurðsson H. 30:13 — 5. Oddur Pétursson Á 30:39 — 6. Iíbenezer Þórarinss. Á 30:43 — 7_ Bjarni Halldórsson Á 32:10 — 8. Guðm. Halldórsson H. 32:40 — 9. Jón Kristmannsson S 33:05 — 10. Hreinn Jónsson Á 33:22 — Úrslit í yngri flokki: 1. A-sveit Harðar 1:30:00 kl.st. 2. Sveil Skiðaf. 1:30:15 — 3. B-sveit Ilarðar 1:39:15 — 4_ Sveit Vestra 1:41:10 -— I sveit Harðar voru: Birgir Valdi- marsson, Sigurður G. Sigurðsson, Elías Helgason og Einar Valur Kristjánsson. Brautin var 4 km. hann leigði íbúð sína hér á ísafirði fyrir eitt þúsund krónur á mánuði. Þetta tiltæki Helga mæltist mjög illa fyrir í Hafnarfirði og hefur mjög aukið andúðina á bæjarstjór- anum og var þó ekki á bætandi. Jafnvel hans eigin flokksmenn reiddust svo, að þeir vildu losa sig við bæjarstjórann og var leitað eft- ir öðrum manni í starfið. Má því búast við, að Helgi verði sendur heim á sína sveit fyrr en varir, enda hefur hann ekki þorað að leigja hús sitt hér í bænum af þeim sökum. --------O-------- Forsetinn 70 ára. Framhald af 1. síðu. landsins og hefur manna mest mót- að íslenzka utanríkisljjónustu. Sem ríkisstjóri og síðar forseti hefur hann mótað vald hins íslenzka þjóð- höfðingja með virðuleik og festu. Forsetasetrið og búskapurinn á Bessastöðum er verk lians og munu allir sammála uin, að þar hafi þjóð- höfðingjavaldinu verið búið smekk- legt og virðulegt aðsetur lil fram- búðar. Á sjötugsafmæli forseta Islands hefur Sveini Björnssyni verið marg- hátlaður sómi sýndur af innlendum virðingarmönnum i nafni íslenzka þjóðarinnar og erlendum þjóðhöfð- ingjum. Laugardag og Sunnudag kl. 9: Konunffur í útlegð Spennandi og vel leikin amerísk mynd í eðlilegum litum. Aðalhlutverk: DOUGLAS FAIRBANKS, Jr# MARIA MONTEZ Sunnudag kl. 5: Meðal mannæta og / villidýra. Síðasta sinn. Laugardag kl. 11—2: Dansleikur í Alþýðuhúsinu. S.K.A. Prentstofan Isrún li.l'. 1951. URBÆ OG BYGGÐ. B.v. ísborg. B. .v lsborg landaði liér s.l. fimmtudag 130 tonnum af fiski, eft- ir 6 daga veiðar. Aflinn fór allur til vinnslu hér í bænum. Um helm- ingur aflans var hraðfrystur, en liinn helmingurinn fór í söltun og herzlu. Aflinn var mest megnis þorskur og ýsa. Isborg fór strax aft- ur á veiðar. Gæftir og aflabrögb. Afli linubátanna hefir verið mjög tregur að undanförnu, svo að ör- deyða má heita. Hefir aflinn yfir- leitt verið um 1—3 tonn í róðri, og jafnvel farið niður í 600 kg. Lítið hefir orðið vart við steinbít og er þó kominn sá tími, sem hann á að vera genginn á grunnmiðin. Pól- stjarnan var með mestan afla í febr- úarmánuði, um 50 tonn í 15 róðr- um. Slunda úlilegu. Hafdís og Freydís eru nú báðar komnar suður á land, og munu verða á útilegu í vetur. Leggur Hafdís upp í Reykjavík, en Frey- dís í Keflavík. Hafdís kom inn um miðja vikuna með 65 tonn, eftir- 8 lagnir. Vébjörn er nú kominn suð- ur á Iand og mun verða á útilegu frá Akranesi í vetur. Ásúlfur er á förum suður og ætlar að stunda togveiðar. Balciur segir upp samningum. Verkalýðsfélagið Baldur samþ. 28. febr. s l. að segja upp kaup- gjaldssamningi félagsins við at- vinnurekendur dags. 18. júní 1949, frá og með 1. apríl 1951, og fellur því sumningurinn úr gildi frá og með þeim degi. Andlát. Þann 8. f.m., andaðist Rósinkar Albertsson í Sjúkrahúsi Isafjarðar. Ekkjan Sólveig Kristjánsdóttir, Silfurgötu 8, andaðist að heimili sínu þann 23. f.m. 82 ára að aldri. Frú Ástríður Ebenezersdóttir lézt á Sjúkraliúsi Isafjarðar jjann 19. f.m., 77 ára að aldri. Ástríður heitin liafði átt við langvarandi vanlieilsu að búa. Nýlega andaðist af völdum inn- flúenzu stúlkubarn, dóttir hjónanna Unnar Konráðsdóttur og Eyjólfs Bjarnasonar. Hjónaband. 1 dag verða gefin saman i hjóna- band, í Reykjavík, ungfrú Halldóra Daníelsdóttirf Rögnvaldssonar) og Magnús Jónsson, húsgagnasmiður, Reykjavík. Athugasemd. Vesturlandi liefur borizt grein frá vitamálastjóra, Emil Jónsson, ineð fyrirsögninni: „Smánarframlag til lsafjarðarhafnar“. Vegna rúmleysis í blaðinu að þessu sinni er ekki ha'gl að birta greinina. Hinsvegar verður greinin tekin til nánari al- hugunar i næsta tölublaði.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.