Vesturland


Vesturland - 30.04.1951, Blaðsíða 1

Vesturland - 30.04.1951, Blaðsíða 1
 a/essrpmzxxH sdztQFssæmsMæma XXVIII. árgangur ísafjörður, 30. apríl 1950. 5. tölublað. ísafjörður fær nýjan togara, ísfirðingur h.f. verður eigandi hans. Þann 6. þ.m. var undirritaður samningur milli ríkis- stjórnarinnar og ísfirðings h.f. um kaup á einum hinna nýju togara, sem nú eru í smíðum í Englandi. Fjármálaráðherra, Eysteinn Jónsson, undirritaði samn- inginn f.h. ríkissjóðs, en þeir Sigurður Bjarnason og Ás- berg Sigurðsson f.h. ísfirðings h.f. Togari sá, er ísfirðingur h.f. hef- ur fest kaup á er byggður í skipa- smíðastöð Alexander Hall & Co., Ltd. Aberdeen og mun hann tilbú- inn til afhendingar í lok júnímán- aðar n.k. Núverandi nafn skipsins er Stígandi, en því verður að sjálf- sögðu breytt. Allir Isfirðingar munu fagna því, að ríkisstjórnin gaf þeim kost á að fá einn hinna nýju og glæsi- legu togara hingað til bæjarins með alveg sérstökum vildarkjör- um og þar með sýnt skilning sinn á því erfiða atvinnuástandi, sem hér hefur verið ríkjandi. Kaupverð togarans er áætlað 8,5 miljón krónur, en útborgunarverð hans var aðeins 300 þús. kr. Þessi einstæðu kostakjör byggjast á þingsályktunartillögu Sigurðar Bjarnasonar o.fl., sem samþykkt var skömmu fyrir jólin í vetur, um að heimila ríkisstjórninni að stað- setja nokkra hinna nýju togara í bæjarfélögum, sem ættu við sér- staklega erfitt atvinnuástand að búa. Skutull og Baldur bera sig illa yfir þeirri ákvörðun ríkisstjórnar- innar, að ráðstafa nýja togaranum til ísfirðings h.f., en ekki til fyrir- hugaðrar bæjarútgerðar ísaf jarðar Þessi ákvörðun ríkisstjórnar- innar, að láta Isfirðing h.f., sem stofnaður var fyrir 5 árum, fyrir forgöngu bæjarstjórnar ísaf jarðar, sem lagði fram meirihluta hluta- fjárins, er öllum heilskyggnum mönnum augljós og auðskiljanleg. Þetta félag á nú togarann ís- borg, sem seljanlegur væri í dag á ca. 5,5 milj. kr., en skuldar út á hann ca. 2,5 milj. Félagið ætti því um 3 milj. umfram skuldir, ef sala færi nú fram. Að reka tvo togara saman er sáralítið dýrara, en að reka aðeins einn togara, hvað snertir skrifstofuhald, verkstjórn og annan sameiginlegan kostnað. Að reka saman ódýran togara og dýran togara ætti og að vera hag- kvæmt og skapa lánveitanda, sem hér er ríkissjóður, meiri trygg- ingu, en ef nýtt útgerðarfélag, hvort sem væri nýtt hlutafélag eða bæjarútgerð, sem tæki við rekstri hins nýja, dýra skips. Akureyring- ar hugðust t.d. stofna nýtt hluta- félag um hið nýja skip, en ríkis- stjórnin setti það skilyrði, að Út- gerðarfélag Akureyringa h.f. yrði eigandi skipsins. Þessi sjónarmið réðu úrslitum um afstöðu ríkisstjórnarinnar við úthlutun togarans. Togaranum var úthlutað til hlutafélags, sem bæj- arstjórn Isafjarðar á meirihluta hlutafjársins í og bæjarstjórn Isa- fjarðar kýs meirihluta stjórnar í. Félag, sem bæjarstjórn ísafjarðar stofnaði í því skyni, að reka tog- araútgerð frá ísafirði. Bæjarstjórnin samþ. að sækja um tvo af hinum 10 togurum fyrir bæjarútgerð á Isafirði. Auk þess sem hún mælti með umsókn frá Isfirðing h.f. og Grími Kristgeirs- syni o.fl. M.a.o. var sótt um 4 tog- ara frá Isafirði af bæjarstjórn eða xneQ meðmælum hennar. Þessi samþ. vakti ekki traust, heldur var skoðuð sem hreint grín. Engum heilvita manni gat til hug- ar komið að hingað fengist 4 af 10 togurum, jafnvel þótt nógir peningar hefðu verið handbærir, til að greiða útborgun verðs þeirra, hvað þá er vitanlegt var, að ekk- ert fé til slíks var fyrir hendi. Þessi fyrstu afskipti bæjarstjórn- ar af málinu var því ábyrgðarlaust hneyksli, sem flestir ísfirðingar skömmuðust sín fyrir. Blöð hinna nýtrúlofuðu, Skutull og Baldur, hafa gert togaramálið að umræðuefni að undanförnu og gætir mikillar gremju, einkum í því fyrr nefnda, út í það að Isfirð- ingur h.f. skuli af ríkisstjórninni hafa verið úthlutað togara. Sjálfstæðismönnum kemur ekk- ert á óvart hnútur frá krötunum í þessu máli, því kratarnir hafa löngum sýnt togaramálum fullan f jandskap. Þeir seldu Skutul burtu í byrjun mesta blómaskeiðs tog- araútgerðarinnar hér á landi. J>egar Isfirðingur h.f. sótti um bæjarábyrgð á stofnlánum hins nýja skips, þorðu kratarnir ekki annað en greiða henni atkvæði af ótta við fólkið. Þeir hafa hlotið fyrirlitningu alls almennings í bænum fyrir skrípaleik sinn í tog- aramálinu, því að almenningur gerir sér fyllilega ljóst, að þeir hafa aldrei haft hug á því, að ísa- fjörður verði togaraútgerðarbær. Það er fyrir velvilja ríkisstjórn- arinnar að þetta skiþ fékkst og fyr ir harðfylgi og dugnað helztu for- ystumanna Sjálfstæðisflokksins hér í bæ, þeirra sömu manna og rauðu flokkarnir nú svívirða mest. Stofnlánin eru tryggð með 1. og 2. veðrétti í skipinu sjálfu, auk þess sem 1. veðréttarlánið er tryggt með ábyrgð ríkissjóðs og 2. veðréttarlánið með veði í fiski- mjölsframleiðslu skipsins. Má því öllum vera ljóst, að bæjarábyrgð á þessum lánum er formsatriði eitt, þar sem lánin eru margtryggð á annan hátt. Samstarf rofið. — Samstarf hafíð. Flokkar sundrungar og óheUinda hafa lagst í eina sæng. Þau tíðindi gerðust á aukafundi bæjarstjórnar s.l. þriðjudagskvöld, að fulltrúi sósíalista, Haraldur Steinþórsson, kvaddi sér hljóðs ut- an dagskrár í fundarbyrjun og til- kynnti þá samþykkt Sósíalistafé- lags ísafjarðar „að segja fyrir- varalaust slitið samstarfi við Sjálfstæðismenn í bæjarstjórn ísafjarðar og jafnframt að sam- starf við Alþýðuflokkinn um stjórn bæjarmála væri hafið. Tók fulltrúi sósíalista sér sæti við hlið Alþýðuflokksmanna á íundinum. Hinir nýju samstarfsflokkar gáfu enga tilkynningu um hver yrði bæjarstjóri þeirra, en boðuðu það, að nýs bæjarstjóra væri að vænta næstu daga. Fyrr um dag- inn hafði Sjálfstæðisflokknum borizt eftirfarandi bréf frá Sósíal- istafélagi Isafjarðar.: „ísafirði, 24. apríl 1951. Á fundi Sósíalistafélags ísa- fjarðar í gær var eftirfarandi til- laga samþykkt éinróma: „Sósíalistafélag Isafjarðar sam- þykkir að segja slitið samstarfi því, sem verið hefur um stjórn bæjarmálefha milli Sjálfstæðis- flokksins og sósíalista og lýsir yf- ir, að það telur því málefnasamn- ing flokka þessara úr gildi fallinn. Ástæður fyrir ákvörðun þessari eru fyrst og fremst eftirfarandi: 1. Forustumenn Sjálfstæðis- flokksins, þar á meðal forseti bæj- arstjórnar, hafa af alefli beitt sér gegn því, að togari sá, sem Isfirð- ingum var úthlutað, yrði afhentur bæjarstjórn ísafjarðar, sem ein hafði ítrekað umsókn sína um tog- ara samkvæmt því sem fyrir var lagt af ríkisstjórn. 1 þess stað beittu þeir áhrifum sínum til að ná yfirráðum yfir skipi þessu til handa ísfirðingi h.f., sem þessir sömu menn hafa alger- lega yfirráð yfir, og það jafnvel þótt vitað væri, að bæjarsjóður mundi þurfa að ábyrgjast alger- lega áhvílandi lán vegna kaupa á togaranum. Þetta sýnir fullkomna lítilsvirð-

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.