Vesturland

Árgangur

Vesturland - 30.04.1951, Blaðsíða 3

Vesturland - 30.04.1951, Blaðsíða 3
VESTURLAND 3 Hjónaefni. Afmæli. Nýlega hafa opinberað trúlofun sína ungfrú Geirþrúður Charles- dóttir, verzlunarmær og Jón B. Guðjónsson, járnsmíðanemi. Andlát. Ole G. Syre, andaðist í Sjúkra- húsi Isafjarðar í gærmorgun. Jónas Tómasson, tónskáld, átti sjötugsafmæli 13. þ.m. Jónas hefur lagt mikinn skerf til tónlistarinnar hér í bæ. Frú Guðmunda Pétursdóttir, veitingakona, átti fimmtugs af- mæli 5. þ.m. Ingimundur ögmundsson, Hlíð- arv. 12, átti sjötugsafmæli 16.þ.m. Mitt bezta þakklæti votta ég öllum, sem á 65 ára afmæli mínu 2. apríl s.l., glöddu mig á ýmsan hátt. Sérstaklega vil ég þakka Sjómannafélagi ísfirðinga myndarlega bókagjöf og þeim félög- um mínum, sem buðu mér til kaffidrykkju þá um kvöldið. Guðs friður sé með ykkur öllum. Isafirði, 5. apríl 1951. Sigurgeir Sigurðsson. Öllum þeim, sem heiðruðu mig og glöddu á ýmsan hátt á sjötugsafmæli mínu sendi ég beztu kveðju og innilegt þakklæti. Gleðilegt sumar. Á sumardaginn fyrsta 1951, Jónas Tómasson. A U G L Y S I N G nr. 5/1951. Alúðarfyllstu þakkir sendum við öllum fjær og nær, sem sýndu okkur samúð og vinarhug, við fráfall og jarðarför konu minnar og móður okkar, Guðrúnar Jónsdóttur. Guð blessi ykkur öll. Júlíus Geirmundsson og börn. A U G L Y S I N G nr. 4/1951. Frá skömmtunarstjóra. Samkvæmt heimild í 3. gr. reglugerðar frá 23. sept 1947, um vöru- skömmtun, takmörkun á sölu, dreifingu og afhendingu vara, hefir verið ákveðið að úthluta skuli nýjum skömmtunarseðli, er gildir frá 1. apríl 1951. Nefnist hann „Annar skömmtunarseðill 1951“, prentaður á hvítan pappír, í svörtum og grænum lit, og gildir hann samkv. því sem hér segir: Reitirnir: Smjörlíki 6—10, 1951, (báðir meðtaldir) gildir fyrir 500 gr. af smjörlíki, hver reitur. Reitir þessir gilda til og með 30. júní 1951. „Arínar skömmtunarseðill 1951“, afhendist aðeins gégn því, að úthlut- unarstjórum sé samtímis skilað stofni af „Fyrsta skömmtunarseðli 1951“, með áletruðu nafni og heimilisfangi, svo og fæðingardegi og ári, eins og form hans segir til um. Fólki skal bent á eftirfarandi: „Skammtur 18“, (fjólublár litur) af „Fjórða skömmtunarseðli 1950“, fyrir 250 grömmum af smjöri, og „Skammtur 2“, (rauður litur) af „Fyrsta skömmtunarseðli 1951“, fyrir 500 gr. af smjöri, gilda báðir, eins og áður hefir verið auglýst til apríl loka 1951. Sykurreitir, 11—20, 1951, af þessum „Öðrum skömmtunarseðli 1951, eru með öllu ógildir, þar sem sykurskömmtun er hætt. Geymið vandlega „Skammta 6—9“, af þessum Öðrum skömmtunar- seðli 1951, ef til þess kæmi, að þeim yrði gefið gildi síðar. Reykjavík, 30. marz 1951. SKÖMMTUNARSTJÓRI. Miðstöðvarofnar JAFNAN FYRIRLIGGJANDI. SENDUM GEGN PÖSTKRÖFU. HELGIMAGNUSSON & CO, Sími 3184 — Reykjavík. Ákveðið hefir verið, að frá og með deginum í dag skuli heimilt að selja smjörlíki með fullu óniðurgreiddu verði, án skömmtunarseðla. Skömmtunarseðlarnir gilda aftur á móti fyrir niðurgreiddu smjörlíki, eins og verið hefur. Smjörlíkisframleiðendur fá aðeins niðurgreiðslu á því smjörlíkis- magni, sem þeir afhenda skömmtunarskrifstofu ríkisins gildandi skömmtunarseðla fyrir, enda séu slíkir skömmtunarseðlar taldir af framleiðendum, þannig, að þeir, en ekki verzlanirnar, beri ábyrgð gagn- vart skömmtunarskrifstofunni á réttri talningu slíkra skömmtunarseðla. Skömmtunarseðlarnir skulu afhendast skömmtunarskrifstofu ríkisins mánaðarlega án umslaga eða annarra umbúða verzlananna. Reykjavík, 14. marz 1951. SKÖMMTUNARSTJÖRI. ÍSFIRÐINGAR! VESTFIRÐINGAR! Frá 1. maí næstkomandi rekum við undirritaðir raftækjavinnustofu við Silfurgötu 2, Isafirði (Karlsbúð), undir nafninu RAF H.F.. Tökum að okkur alla algenga rafmagnsvinnu í húsum og skipum. Pöntunum er veitt móttaka í Karlsbúð og í síma 28. RAF h.f. Þórólfur Egilsson. Magnús Konráðsson. Trillubátur: Trillubátur til sölu með góðri véi. Upplýsingar gefur: Hálfdán örnólfsson, Bolungarvík. HERBERGI til leigu. Upplýsingar í síma 186. FYRIRLIGGJANDI: Frostlögur, amerískur. Heitvatnsgeymar, ýmsar stærðir. Hljóðkútar fyrir jeppa og aðrar bifreiðar. Sjálfvirk súgspjöld í reykháfa. Miðstöðvarketill, hitaflötur l,75m2. Trawl-bobbingar 8”, 10” og 12”. VÉLSMIÐJAN ÞÓR H.F. Isafirði. Bókin „SKEYTI TIL G A R C I A“ er bók, sem hver unglingur þarf að eignast. Hefir verið þýdd á 25 tungumál, og gefin út í 85.000 eintökum. Sendið 5 kr. (má vera í frí- merkjuin) og bókin verður send yður að kostnaðarlausu hvert á land sem er. Guómundur Jóhannesson pósthólf 633 Reykjavík.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.