Vesturland

Árgangur

Vesturland - 05.05.1951, Blaðsíða 1

Vesturland - 05.05.1951, Blaðsíða 1
w 9BK ® a/essrpjTizxxn sdíteFssms»s> i mxm XXVIII. árgangur j i Isafjörður, 5. maí 1951. 6. tölublað. Vinnufriður verður að haldast. Starfræksla atvinnutækjanna er lífæð fr jálsrar þjóðar. Laumukommúnistar eru hættuleg- astir frelsi þjóðarinnar. Gegn viðreisnaráformum ríkisstjórnarinnar. Það kom skýrt fram í málgagni kommúnista, Baldri, sem út kom 30. apríl s.l., að ástæður þær sem flokkur þessi tilfærði fyrir sam- vinnuslitum við Sjálfstæðisflokk- inn, um stjórn bæjarmálefna í ísa- fjarðarkaupstað, voru algerar tilli- ástæður, eins og sjálfstæðismenn hafa haldið fram, því blaðið segir orðrétt: „Hér að framan hafa ver- ið tilgreindar ástæður fyrir því, að Sósíalistaflokkurinn hefur skipt um samstarfsflokk í bæjarstjórn Isafjarðar. Undirrót þeirra er harðnandi stéttabarátta, gerólík afstaða Sósíalistaflokksins og Sjálfstæðisflokksins til þeirra vandamála, sem úrlausnar bíða, og pólitízka vígstaðan í landinu yfir- Ieitt“. Með öðrum orðum. Það er bar- áttan gegn ríkisstjórninni, sem laðað hafa kommúnista að krötum, og gert það að verkum, að þessir frændur, sem ekki hafa getað séð hvom annan í mörg ár, hafa nú skriðið í eina og sömu sæng. Enda er það mjög eðlilegt að svo hafi farið, þegar þessir flokkar hafa séð, að þeirra markmið er það sama, að vinna gegn því viðreisn- arstarfi, sem ríkisstjórnin hefir þegar hafið. Spilla vinnufriðnum. Þeir hafa báðir lýst því yfir, að þeir stefni að því að spilla vinnu- friði í landinu, stöðva framleiðslu- tækin og valda efnahagslífi þjóð- arinnar sem mestum skaða. Það er skiljanlegt að byrjun þessa sameiningar sundrungaraflanna í þjóðfélaginu eigi upptök sín hér á Isafirði, því hér ráða í krata- flokknum hreintrúaðir kommún- istar, eins og sá sem rak erindi Dana fyrir lýðveldisstofnunina 1944. Þessi sami maður hefur stað- ið í fylkingarbrjósti með kommún- istum á Islandi gegn hverskonar þátttöku lands vors í samtökum hinna vestrænu þjóða. Hver er svo munurinn á slíkum mönnum og opinberum þjónum Moskvaklík- unnar hér á landi? Þeir telja sig til flokks, sem kallar sig lýðræðis- flokk, flokks sem þessvegna er trúað fyrir viðkvæmum utanríkis- málum til jafns við aðra lýðræðis- flokka í landinu, en á þann hátt geta slíkir menn þjónáð kommún- istum betur en opinberir kommún- istah. Ríkisstjórnin er vafalaust vel á verði gagnvart kommúnist- um, en hún þarf líka, og ekki síð- ur, að vera á verði gagnvart flugu- mönnum þeirra í öðrum flokkum, því að þeir verða ávallt hættuleg- astir hagsmunum lands og þjóðar. Þrátt fyrir alla erfiðleika. Eftir síðustu alþingiskosningar drógu kratarnir sig út úr pólitík, enda var ástandið ískyggilegt. At- vinnuvegirnir voru að stöðvast, efnahagslíf þjóðarinnar var í hættu. Sjálfstæðisflokkurinn sá og skyldi, að hér þurfti að grípa til skjótra og öruggra ráðstafana. Fyrst og fremst þurfti að tryggja áframhaldandi rekstur framleiðslu- tækjanna, auka framleiðslu þjóð- arinnar og skapa efnahagslegt jafnvægi í þjóðarbúskapnum. Eins og málum var komið, þá þurfti gengisfellingu á íslenzku krón- unni til þess að skapa sjávarútveg- inum skilyrði til að starfa. Á grundvelli þessa hófu svo tveir stærstu flokkar þjóðarinnar, Sjálf- stæðisflokkurinn og Framsóknar- flokkurinn, samstarf um ríkis- stjórn, sem hafði það markmið fyrst og fremst að efla atvinnu- vegina. Þetta samstarf hefur verið eftir vonum, þrátt fyrir algert síldarleysi, mjög lélegar vetrarver- tíðir víðast hvar á landinu, og mik- illa erfiðleika á sölu sjávarafurða á heimsmarkaðnum. Ríkisstjórn- inni hefur tekizt, þrátt fyrir allt þetta, að tryggja starfsgrundvöll framleiðslutækjanna og hefur í því mjög notið Ólafs Thors, atvinnu- málaráðherra, sem er einn úrræða bezti maður sem þjóðin á, til þess að stjórna atvinnumálum hennar. í utanríkismálum hefur Bjami Benediktsson, utanríkisráðherra, mótað stefnu lands síns og með hans harðfylgi hefur þjóðinni bor- ið gæfa til að standa í hópi hinna vestrænu þjóða, þrátt fyrir hótan- ir og ofbeldi kommúnista og ann- ara fimmtuherdeildar sinna. Þegar viðreisnin hófst fór Al- þýðuflokkurinn á ný að hugsa um pólitík. Kapphlaupið við kommúnista. En í stað þess að taka þátt í viðreisninni, hóf hann kapphlaup við kommúnista í því að skara eld að glóðum sundrungar og niðurrifs Staksteinar. Þrír uppi — nokkrir niðri. Landlista Finnur lagði það á sig að heimsækja Isafjörð í tilefni af trúlofun krata og komma. Við þetta skemmtilega tækifæri á- kváðu kratarnir í „Baldri“ að fá þennan skelegga „verkalýðsleið- toga“ til þess að ávarpa verkafólk 1. maí, og var það rækilega aug- lýst í blöðum og útvarpi, að Finn- ur Jónsson ætti að flytja ræðu þennan dag. — En svo brá við, að fáir mættu, aðeins þrír sátu í pall- sætum Alþýðuhússins og nokkrar sálir niðri, aðállega böm, sem komu til þess að hlusta á lúðra- sveitina, sem lék á milli ræðna. Það er orðið útdautt númer að bjóða fólki upp á það, að hlusta á Finn Jónsson, kratar góðir!!! Talnavísindi Sovét-samsteypunnar. 1 síðasta Skutli segir frá því, að ísfirðingur h.f. hafi óskað eftir á- byrgð bæjarsjóðs á láni, sem fé- lagið á kost á hjá brezku firma. í þjóðfélaginu, skynsamari mönn- um þess flokks hefur verið ýtt til hliðar, en í þeirra stað hefur gap- uxum og kvígum verið hleypt úr básnum, til þess að vinna að því að eyðileggja vinnufrið í landinu og stöðva framleiðsluna. Stöðvun tog- araflotans um langan tíma á s.l. ári voru verk slíkra manna, stöðv- un allrar vinnu í landinu er draumur þessara manna nú. Það má ekki henda að slíkur draumur rætist. Þjóðin verður að vera á verði, efnahagslegt sjálfstæði hennar er í hættu. Þjóðin verður því að standa traust og örugg með ríkisstjórn sinni um að vernda til- veru sína, sem sjálfstæð þjóð og brjóta á bak aftur alla skemmdar- starfsemi kommúnista og flugu- manna þeirra, sem nú þrífast og dafna innan veggja Alþýðuflokks- ins. Lán þetta er að upphæð 5000 sterl- ingspund, en það eru um 228 þús. kr. íslenzkar. Segir Skutull, „að hluta af þessu láni munu Ásgerg Matthías og Kjartan læknir, hafa notað til að greiða þau 300 þús., sem ríkissjóður fékk fyrir að af- henda þeim þennan togara upp á 8—9 miljónir, frekar en bæjar- sjóði“. Með öðrum orðum að með hluta af kr. 228 þús. láni eru greiddar 300 þús, kr í togaranum. Ennfremur má geta þess, að lán þetta er ekki tekið, en 300 þús. kr. voru skilvíslega greiddar ríkis- stjórninni við undirskrift kaup- samnings um togarann. Hvernig er farið að því að greiða 300 þús. kr. með hluta af 228 þús. kr. láni? Það væri fróðlegt að fá upplýsingar um þetta atriði frá fyrrverandi , tilvonandi sænskum hagfræðing, sem skipar nú þann virðulega sess, að vera ábyrgðar- maður Skutuls? Eða er kannske hægt að borga hlut fyrir hluta af 228 kr., sem kostar 300 kr.? Vér spyrjum, sem ekki höfum kynnst hinum nýju talnavísindum. Ef'til vill er þetta „paíent“ í tízku bak við járntjald- ið.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.