Vesturland


Vesturland - 09.06.1951, Blaðsíða 1

Vesturland - 09.06.1951, Blaðsíða 1
ö£ffg> afes&Fmzourm ssúaFssmsmGoam f XXVIII. árgangur Isafjörður 9. júní 1951. 7. tölublað. Krataklíkan stjórnar ísafírði. Aldrei minni bæjarvinna. Síðan kratarnir tóku við stjórn bæjarins hafa engar atvinnufram- kvæmdir átt sér stað. Sementið í hafnargerðina og pípurnar í vatns- veituna er látið ónotað. Þýðingarlitlir fundir í nefndum og bæjar'stjórn algerrar kyrrstöðu og athafnaleysis. Nú hefur Alþýðuflokkurinn tek- ið við forystu bæjarmálanna hér á * Isafirði í samstarfi við kommún- ista. 1 hálfan annan mánuð hafa þessir flokkar stjórnað bænum. Hafa hinir nýju stjórnendur ekki bætt atvinnuástandið, greitt starfsmönnunum laun sín og hafið markvissa baráttu til eflingar og uppbyggingar atvinnulífinu í bæn- um? Nei, aldeilis ekki. Hinir nýju stjórnendur hafa ekkert nýtt eða nýtilegt mál flutt til þessa, hvorki í nefndum eða bæjarstjórn. Aðeins eitt mál hefir verið leyst, sem sé leigan á kúabúum bæjarins, sem Sjálfstæðismenn höfðu beitt sér fyrir á þriðja ár. Fyrsta verk kratanna varð því að ganga á milli bols og höfuðs á ástfóstri sínu — bæjarrekstrinum. Þegar aðrir stjórna á allt að vera í bæjarrekstri, en sjálfir treystast þeir ekki lengur til að framkvæma þetta stefnuatriði sitt. Slíkur er manndómur þeirra. Nú hafa þeir selt fyrir stórfé kýrnar og áhöldin á búunum og verður gaman að sjá, hvernig þeir ráðstafa því fé. Ætli andvirðinu verði ekki varið á líkan hátt og peningunum, sem þeir fengu fyrir togarann Skutul, sællar minningar. Fyrir andvirði Skutuls lofuðu þeir að byggja upp atvinnulífið á Isafirði hér um árið, en það fórst einhvernveginn fyrir, eins og flest annað, sem þeir lofuðu. Ekkert atvinnuleysi? öllum er ljóst, að atvinnuástand- ið í bænum er mjög slæmt. I vetur er stórhríðar geisuðu dag eftir dag og allt var á kafi í snjó, heimtuðu kratarnir tafarlaust atvinnubóta- vinnu fyrir a.m.k. 50 menn, og áttu þeir að vinna við grjótnám uppi í hlíð til mulningsgerðar og flutn- ings til varnar landbroti í Krók og Suðurtanga. Grímur rakari vatnaði músum á bæjarstjórnarfundi yfir mannvonzku þáverandi meirihluta í garð atvinnuleysingjanna. Vissulega var full þörf á auk- inni atvinnu í vetur, en hinsvegar var öllum ljóst, nema ef til vill Grími rakara, að ógerningur var, eins og tíðarfarið var þá, að halda uppi slíkri vinnu. Enn er hér mikið atvinnuleysi. í maí og júní er hvað mest um laust vinnuaf 1 og einna beztur tími til hverskonar fram- kvæmda. Tala kratarnir nú um vinnu fyrir a.m.k 50 menn? Tala þeir nú um grjótnám til mulnings- gerðar og flutnings til varnar land- broti í Krók og Suðurtanga? Nei, það er sennilega engin hætta á landbroti úr því að þeir eru komnir til valda!! Grímur rakari grætur nú ekki lengur sínum krókódílatárum. Nú er hann spertur, sæll og ánægður. Nú mega verkamenn vera at- vinnulitlir og atvinnulausir. Bæj- arvinna hefir verið með alminnsta móti til þessa. Ekki er unnið að neinum nýjum framkvæmdum, að- eins öskuhreinsun og venjuleg vor- vinna. Engin merki eru á því, að um aðra og meiri vinnu verði að ræða á næstunni. Hafnarframkvæmdir. Kratarnir hafa oft og mörgum sinnum gagnrýnt það, hvað hafn- arframkvæmdunum hafi miðað seint áfram. Það hefði því mátt búast við, að þeir legðu áherslu á að hraða hafnargerðinni. Tveir fundir hafa verið haldnir í hafnar- nefnd, síðan kratarnir tóku við, en á þeim hefur ekki verið minnst einu orði á framhald hafnarfram- kvæmdanna í sumar. Bæjarstjór- inn hefir ekki gert tilraun til að auglýsa sölu á hafnarskuldabréf- um, hvað þá heldur til útvegunar fjár til framkvæmdanna. Tíminn líður í fullkomnu aðgerðarleysi. Sementið, sem keypt var s.l. haust til hafnargerðarinnar, bíður ónot- að, bifreiðasjórana vantar vinnu og verkamennirnir ganga atvinnu- lausir. Það þolir enga bið að hafn- arbakkinn verði fullgerður. Vatnsveitan. Enn er vatnsveitu bæjarins ekki fulllokið. Efni í innanbæjarkerfið keypti fyrrverandi meirihluti, svo það fé, sem varið er í frekari vatns- veituframkvæmdir fer nær ein- göngu til vinnulauna. Hvenær ætla hinir nýju stjórnendur að byrja á að nota það efni, sem fyrir liggur og halda áfram með vatnsveituna? Það verk er alveg sérstaklega til- valið til atvinnuaukningar. Þá er og kominn tími til að bæta vatns- miðlun bæjarins með byggingu hins fyrirhugaða vatnsgeymis í Stórurð. 1 vetur tæmdist núverandi vatnsgeymir hvað eftir annað síð- ari hluta dags, svo fyrirsjáanleg- ur vatnsskortur verður, ef vatns- notkun eykst í sambandi við nýja starfrækslu. Búið er að grafa fyrir fyrirhuguðum vatnsgeymi og kem- ur það hér í góðar þarfir, hvað sem kratarnir hafa til þessa sagt um gryfjuna í Stórurð. Sporin hræða. Verkefni bíða hvarvetna. Vatns- veitan og hafnarframkvæmdirnar hafa þegar verið framkvæmdar að mestu leyti af fyrrverandi meiri- hluta. Það er aðeins eftir að leggja síðustu hönd á verkið. Nú er eftir að sjá, hve röggsamlegir kratarnir verða um að fullgera þær. Fortíð þeirra í sambandi við framkvæmd- ir er ekki glæsileg. Þeir voru meist- arar í að framkvæma allt öfugt. Hvert axarskaftið öðru verra henti þá síðasta kjörtímabilið, sem þeir stjórnuðu þessum bæ. Þeir seldu togarann úr bænum, byggðu ónot- hæfa vatnsvirkjun við Nónhorns- vatn, vatnsveitu, sem varð ónýt á 5 árum og skiluðu ísafirði af sér eftir 24 ára stjórn togaralausum, vatnslausum og rafmagnslausum. Annar eins viðskilnaður hefir hvergi þekkst. Spor þeirra hræða. Hafa þeir nokkuð lært og nokkru gleymt? Er líklegt að nýliðar þeirra Guð- mundur Kristjánsson og Stefán Stefánsson séu þeim mun mikil- hæfari sveitarstjórnarmenn en Hagalín, Helgi Hannesson og Hannibal, að mikils sé af þessum flokki að vænta um stjórn þessa bæjar. ' Finnur Jónsson og fylgifiskar hans munu hér eftir sem hingað til láta sér það nægja að vera hér við stjórn til þess eins að geta fullnægt persónulegum metnaði sínum og valdagræðgi. Hagur Isa- f jarðar er þeim aukaatriði. Bitur reynsla ætti að geta kennt ísfirðingum, að hagur ísafjarðar nær ekki að blómgast f yrr en tek- ist hefir að losa sig við þann drag- bit, sem Finnur Jónsson og flokkur hans eru á þessu bæjarfélagi. Hörmulegt slys. Þegar togarinn Marz f rá Keykja- vík var að fara frá Isafirði í fyrra- kvöld, vildi til það sorglega slys, að einn hásetinn, Hafsteinn Hall- dórsson, til heimilis að Suðurgötu 67 í Hafnarfirði, féll fyrir borð og drukknaði. Þegar slysið vildi til, var togar- inn kominn rétt út fyrir Norður- tangabryggjuna. Tveir skipverjar á Marz, þeir HafIiði Stefánsson og Eyjólfur Þorsteinsson, fleygðu sér í sjóinn þegar skipinu hafði verið snúið við, en áður en þeir gætu náð til mannsins, var hann sokkinn. Var mannsins þá leitað á trillu- bát.sem kom frá landi, og um nótt- ina slæddi björgunarsveitin á Poll- inum og í Sundunum, og skátar gengu með f jörum, en su leit bar engan árangur. Hafsteinn Halldórsson var 22 ára gamall og lætur eftir sig móð- ur á lífi.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.