Vesturland

Árgangur

Vesturland - 09.06.1951, Blaðsíða 2

Vesturland - 09.06.1951, Blaðsíða 2
2 VESTURLAND Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Sigurður Bjarnasori frá Vigur Skrifstofa Uppsölum, sími 193 Afgreiðsla og auglýsingar: Engilbert Ingvarsson, Hafnar- stræti 12 (Uppsalir). — Verð árgangsins krónur 20,00. . ---------------------------------------------------- J Bitlingasýkin og ábyrgdarleysið eru einkennin. Þegar gerðardómslögin voru sett 1942, sáu kratar sér leik á borði og beittu sér gegn því af alefli, að ekki yrði hægt að framkvæma þau, aðeins vegna þess, að þeir sáu fram á að auðvelt mundi vera að gera lögin óvinsæl meðal almennings, sem þá skildi ekki mikilvægi þeirra og taldi að auknar peningatekjur væru sama og kjarabætur, þótt nú sé svo komið, að flestir viðurkenna, að það hefði verið giftudrýgst fyrir þjóðina, að þessi lög hefðu náð fram að ganga. Kratarnir léku þarna á þá strengi, sem þeir töldu að bezt myndu hljóma í eyrum þjóðarinnar og, sem myndi afla þeim nokkurra atkvæða, en það þýddi meiri völd og áhrif, og um fram allt meiri bitlinga, nýjar forstjóra- stöður og þess háttar. Einstaka menn innan Alþýðuflokksins voru þó svo heiðarlegir að hugsa meira um alþjóðarhag en bitlinga handa sjálfum sér og vildu ekki verða til þess, að dýrtíðarskriðunni væri hleypt af stað, meðal annars með því að torvelda framkvæmd gerðar- dómslaganna, en raddir þessara manna voru kæfðar og fengu ekki að láta heyra til sín. Þannig skrifaði Jón heitinn Blöndal í Alþýðublaðið 29. okt. 1940: „Ég vil halda því fram að engin stétt geti til lengdar grætt á því verðhækkunarkapphlaupi, sem hér hefir verið háð undan- farið. Máske getur sá gróði enzt fram yfir næstu kosningar, en óvíst að það verði mikið lengur. Haldi verðhækkunarskrúfan áfram leiðir hún óhjákvæmilega tii þess að framleiðslukostnaðurinn hækkar, at- vinnuvegirnir hætta á ný að bera sig, þeir, sem nú græða, fara að tapa og hrunið blasir við fyrr en menn kann að óra fyrir nú.“ Þetta var skoðun hagfræðings Alþýðublaðsins og hún hefir reynst rétt, en for- sprakkar flokksin's vissu að þetta sjónarmið myndi verða óvinsælt meðal þjóðarinnar, sem var að láta tælast af gullinu, þess vegna var sjálfsagt að vera á móti því sjónarmiði, og hleypa dýrtíðarskriðunni af stað. Fólkið vill það og verður okkur þakklátt og kýs okkur fyrir, og við fáum meiri völd. Þannig hugsuðu forsprakkar kratanna. Þetta reyndist rétt hjá þeim, alþýðan kaus þá, og þeir fengu meiri völd, komust í ríkisstjórn og veltu sér í bitlingum, allir forkólfarnir komust í forstjórastöður eða önnur vel launuð embætti. Þannig notuðu þeir sér trúgirni alþýðunnar til þess að láta hana hossa þeim upp að háborðinu í þjóðfélaginu. Það skipti þá engu máli, þótt þeir hefðu leitt yfir þjóðina ógæfu, sem ef til vill á eftir að baka henni mikið tjón. Þótt alþýðan liði ef til vill skort, kom það forkólfunum við háborðið ekkert við, þeim leið vel, og þá var allt í lagi. En svo fór að harðna í ári. Dýrtíðarskriðan, sem þeir höfðu hleypt af stað, þrátt fyrir varnaðarorð Jóns Blöndal, var nú að leggjast með æ meiri þunga á þjóðina, og eitthvað varð að gera til að stöðva skriðuna, en aðgerðir í þá átt höfðu auðvitað í för með sér auknar byrðar fyrir þjóðina. Þær voru því óvinsælar eins og eðlilegt var og auðvelt að æsa menn upp gegn þessum auknu álögum. Á árinu 1947 fékk Alþýðuflokkurinn forsætisráðherrann og um leið tók hann á sig þá miklu ábyrgð, sem stjórnarforustu fylgir ætíð. Stjórn- endum Alþýðuflokksins var því nauðugur einn kostur að reyna að stöðva dýrtíðarskriðuna, hvort sem slíkar aðgerðir myndu verða vin- sælar eða ekki, það var skylda þeirra gagnvart þjóðinni og þeirri skyldu máttu þeir ekki bregðast. En heigulshátturinn og hræðslan við að missa ef til vill nokkur atkvæði var samt svo mikil, að þeir brugðust þeirri skyldu — þeirri heilögu skyldu að bjarga þjóð sinni út úr þeim ógöngum, sem þeir höfðu sjálfir komið henni í. Þeir komust sem sé að raun um það í kosningunum haustið 1949, að fylgi þeirra hafði hrakað hjá þjóðinni, þeir höfðu misst nokkur atkvæði, og það gat orðið til þess, að völd þeirra og bitlingar væru í hættu, og er þeir sáu einnig fram á, að þjóðin átti ekki annars úrkostar, en grípa til enn róttækari ráðstafana, sem vafalítið myndu verða þungbærar fyrir hana og því auðvelt að gera þær óvinsælar, þá lögðu Alþýðuflokksbroddarnir árar í bát. Þeir voru hræddir um, að þeir myndu tapa nokkrum atkvæðum á því að „STANDAR D“ Miðstöðvarkatlar 1,6 og 2,2 m2 Miðstöðvarofnar VERZLUN E. GUÐFINNSSONAR Símar 4 og 18 — Bolungarvík TILBOÐ. Tilboð óskast í smávegis breytingar á kappróðrarbátum Sjómanna- dagsins á Isafirði. Allar upplýsingar gefur Símon Helgason hafnar- vörður. Tilboðum sé skilað til hans fyrir kl. 6 e.h. föstudaginn 15. júní n.k. SJÓMANNADAGSRÁÐIÐ INNANHUSASBEST GLJÁASBEST VERZLUN E. GUÐFINNSSONAR Símar 4 og 18 — Bolungarvík Auglýsing frá Landssímanum. Tilboð óskast í málningu á þaki póst- og símastöðvarinnar og kittun og málningu á ölium gluggum sömu byggingar. SÍMASTJÖRINN Á ISAFIRÐI Sig. J. Dahlmann. NIÐURSOÐNIR ÁVEXTIR: Aprikosur Ferskjur Perur VERZLUN E. GUÐFINNSSONAR Símar 4 og 18 — Bolungarvík S E M E N T (Væntanlegt um 10. júní) VERZLUN E. GUÐFINNSSONAR Símar 4 og 18 — Bolungarvík freista að rétta við efnahag þjóðarinnar, vegna þess að þær leiðir, sem nú orðið voru einar færar til þess, voru erfiðar og torsöttar. Þannig brugðust þeir skyldunni við þjóðina, vegna þess að þeir héldu, að heppilegri leið til atkvæðasmölunar væri að taka ekki þátt í framkvæmd þessara aðgerða. Þeir töldu líklegra til vinsælda að hlaupa í kapp við kommúnista, sem allir vita að eiga enga ósk heitari en að koma hér öllu atvinnulífi í rúst. Og þrátt fyrir að flokksbræður krat- anna á Norðurlöndum hafi sent þeim áminningu um að bregðast ekki svona skyldunni við þjóðina, hafa þeir ekki látið sér segjast, heldur hvetja í fullkomnu ábyrgðarleysi til óhappaverka, sem fyrr en seinna eiga eftir að bitna harðast á alþýðu þessa lands.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.